Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 39
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 89 28. Mexiko. Borg sú, sem nú er höfuðborg í sambandslýð- veldinu Mexiko og ber sama nafn, stendur á sama stað og' höfuðborg Aztekanna, Tenoctitlan, °g ennþá er hægt að sjá stað þann, þar sem höll hins ógæfusama Montezumas keisara var. — 1- búatala borgarinnar er mjög mismunandi. 1910 er sagt að hún hafi verið 471.000, en 1923 er hún talin 344.000. Borgin er gersamlega spönsk að útliti og hefir margar kirkjur, svalir á húsun- um, vatnsból á götunum o. s. frv. Meira en fjórði partur af íbúunum eru Indíánar og aðeins lít- ill hluti þeirra er læs og skrifandi. Margir auð- menn eiga heima í borginni, en þar er líka af- skaplega mikil fátækt. Hinar mörgu stjórnar- byltingar hafa farið herskildi yfir borgina, eink- um þó 1914 og 1915. 2Q Bukarest. íbúarnir í Bukarest, höfuðborginni í konungs- ríkinu Rúmeníu, hafa ávalt beðist undan því, að borg þeirra sje talin með Balkanskaganum. Þeir heimta, að á þá sje litið sem Evrópumenn. Ó- mögulegt er að neita því, að Rúmenía er á Balk- anskaganum, en hægt er að fallast á það, að Bukarest líkist meira borg- í Vestur-Evrópu en á Balkan. Að vísu eru nokkur hverfi enn með hlykkjóttar, dimmar, illa lagðar götur, en meiri hluti borgarinnar er með fallegum, breiðum að- algötum, gangstígum og byggingum, sem líkjast höllum. Eru það bankar, sölubúðir og skrifstof- ur blaðanna. Sagt er um íbúa Bukarest, að þeir sieu meiri Parísarbúar en Parísarbúar sjálfir, enda er það metnaður Rúmena að geta haldiö bví fram, að þeir sjeu afkomendur hinna gömlu Róniverja. Bukarest stendur á frjósamri sljettu, Urn 50 kílómetra frá Donárfljótinu. Ibúar eru í kringum 340.000 og eru þar af 50.000 Gyðingar. hjóðlífið er mjög sundurleitt. Stafar þaö eink- Um af því, að fjöldi bænda klæðist stöðugt liin u'u fögru, gömlu þjóðbúningum. Bukarest hefir °i'ðið fyrir ýmsum óhöppum: drepsóttum, elds- v°ðum, hertekningum og- stórskotahríðum. Frá því 1861, þegar furstadæmin Moldau og Wallac- hia voru sameinuð konungsríkinu (þá fursta- dæminu) Rúmeníu, liefir Bukarest verið höfuð- borg landsins. 30. Santiago. Hún er höfuðborg í Chile í Suður-Ameríku og stendur vestanvert Andesfjallanna og hafði við manntal 1918 í kringum 335.000 íbúa og- voru margir af þeim Þjóðverjar, Frakkar og ítalir. Spánverjar eru þar fáir og svertingjar fá ekki að vera þar. Flest húsin í borginni eru bygð úr leir og blikki. Uppdráttur borgarinnar er eins og taflborð. 7 klaustur eru þar og 1200 munkar og nunnur. Vegna þess hve margir Evrópumenn eru þarna, hafa þeir komið á fót ýmsum ný- tísku umbótum svo sem sporvegum, rafleiðslu o. fl. — Santiago var grundvölluð 1541 af Spán- verjanum Pedro Valdivia. Við Santiago var það, að Chile-búar ráku Spánverja á flótta 1818 og varð það upphaf þess, að Chile varð sjálfstætt ríki. 31. Riga. Afleiðingar af heimsstyrjöldinni urðu meðnl annars þær, að stofnuð voru strandríkin við Eystrasalt. Varð Lettland eitt af þeim og varð Riga höfuðborgin í hinu nýja ríki. Stendur hvin við Diinafljótið og hefir, sem ystu höfn, Diina- munde, en nokkuð stór skip geta þó sigit alveg inn til Riga. Meðan Riga var höfuðborg í rússneska lands- hlutanum Líflandi, var hún þriðja stærsta verslunarborgin í Rússlandi, og í framtíðinni mun hún verða ein af hinum stærstu höfnum, sem kemur hinu óhemju stóra Rússlandi í sam- band við alla Evrópu. Borgin hefir ca. 329.000 íbúa og er gömul með þröngum götum og mörg- um kirkjum og heyrast þar töluð 4 tungumál: þýska, rússneska, lettneska og eistlenska. Far- menska er þar mikil. — Á miðöldunum var Riga í Hansa-sambandinu, var seinna hertekin af 12 /

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.