Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 12
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR einnig í því, sem menn nefna galdur. Var hin óslöggvandi þrá mín eftir að kynnast hinum huldu öflum aðeins leit að þér, til þess að þekkja þig betur í mætti þínum og veldi? Er því eins varið með oss dauð- lega menn og með spíruna í hinni myrku mold, sem óafvitandi leitar ljóssins? — Fyrir hana er einnig þessi leynda þrá og leit eins og eilífur galdur....« Sálmarnir hljóma í kirkjunni — í löng- um, mjúkum tónum óma þeir yfir höfði Knúts, sem liggur á knébeð og beygir höf- uðið. — En himininn skín inn gegnum gluggann eins og blátt, vingjarnlegt auga og lýsir friði yfir fjölkyngismanninn. (Saga þessi er bygð á sönnum viðburð- um og sögð eftir fornum, finskum rím- annálum, er skýra frá herhlaupi Rússa og umsátinni um Wiborg-kastala árið 1495. Höfuðsmaðurinn, Knútur Possi, var tal- inn fjölkunnugur. Eins og sagan bendir á, hefir hann fengist við efnafræðis-rann- sóknir sinna tíma, var það nefnt »Alky- mi« og talið hin mesta kyngi. Hann hefir fundið upp eitthvert sprengiefni, sem hann notaði til að sprengja virkisvegginrt og óvinina í loft upp). L a M a f i a. Tilgangur þess á að vera að gera ógæfu hennar ljettbærari og meðlimir þess mega engir aðrir vera en hryggbrotnir biðlar«, mælti hann. »Við skulum skiftast á um að skemta henni og jeg útnefni sjálfan mig sem formann skemtinefndar- innar; einn okkar verður ætíð að halda vörð. Við syngjum, dönsum og reynum með öllum ráðum að stytta henni stundir«. Tillaga hans var samþykt með mestu háreysti, en eftir stuttar umræður um málið lýsti Murry Logan því yfir, að hann hefði vanrækt að mæta á stjórnarfundi, og að fjárþröng og gjaldþrot vofði yfir höfði honum, ef hann færi eigi undireins. Mariguy hafði formálalaust farið úr á- ríðandi rjettarhaldi og Cline þurfti í bankann. Jaste, Delevan og hinir lýstu jafnframt yfir því, að þeir yrðu að láta ungfrú Warren spila á eigin spýtur þar til kauphöllinni yrði lokað. Og þegar þeiir höfðu sungið ýms lög og lofað súkkulaði, bókum og blómum, löbbuðu þeir af stað og urðu þeir að hálf-bera kúluvambann Kulu, sem orðinn var úttaugaður af þreytu eftir áreynsluna. Rillean einn lýsti því yfir, að hann væri reiðubúinn að þola sjúkdóm og dauða fyrir ungfrú Warren; hjelt hann þessum fullyrðingum áfram þar til Ber- nie sagði honum, að hugmyndin væri fjar- stæða; dragnaðist hann þá burtu. »Þú spillir öllu!« mælti Myra Nell við bróður sinn og var hin reiðasta. »Þú hefðir að minsta kosti getað leyft honum að koma inn. Althea frænka er víst nægi- legur velsæmisvörður«. »En sú heimska! Hvernig gat þjer hug- kvæmst jafn-ótilhlýðilegt sem þetta?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.