Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 6
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR 5. Bók Magnúsar Jónssonar guðfræðv- prófessors um Pál postula skal að lokum bent á. Bókin er stór og fróðleg, en mjög skortir mig þekkingu til þess að geta kveðið upp um hana sanngjarnan dóm. Læt eg það því undir höfuð leggjast. Lýk eg svo máli mínu, bið blessunar- lesendum »Nýrra Kvöldvaka« í hvíld og starfi — og æski þess auðvitað, að þeir gefi gaum að bendingum mínum. ísafirði í janúarmánuði 1929. Guðmundur Gíslcison Hagalín. Galdrarnir eilífu. Eftir Thit Jensen. Framan við hinn breiða arin sat bisk- upinn, Magnús Stjarnkors, og horfði ein- beittlega þvert yfir borðið á vin sinn, Knút Possa, höfuðsmann yfir Kirjala- landi og Wiborg — bæði kastalanum og bænum. — Magnús biskup studdi hök- unni í hönd sjer og þagði, en i stofunm ómuðu ennþá hin myndugu og hörðu orð hans: »Þú syndgar, Knútur!« Knútur Possi þagði einnig og horfði niður fyrir sig. Hann fyrirvarð sig — og fyrirvarð sig þó ekki — sárpíndur og ó- viss horfðist hann í augu við hina miklu gátu lífs síns: að hann, sem þó var rnaður kristinn af allri sál og heilum hug, stöð- ugt hlaut að berjast við óvininn ínni í sjálfum sjer — hina hvítglóandi ástríðu eftir að fremja galdur. Knútur Possi hafði stundum yfirunnið þennan óvin með bardaga við aðra óvini, — hina viltu og herskáu Moskovita, þeg- ar ránsveitir þeirra veltu sér yfir landa- mæri Finnlands. En jafnskjótt og honum hafði tekist að reka þá öfuga aftur til þeirra eigin lands, vaknaði ástríða hans sterkari en fyr og hugur hans snerist að fjölkyngi. Augu hans skinu heit af hinum innra eldi og augnaráðið varð sorgmætt,- en hendur hans flekkuðust af örum eftir brunasár, sem svikafull vitnuðu um hin- ar leyndu listir, er hann tamdi sér. »0, ef eg aðeins vissi hvað það er 1 hug- skoti mínu, sem ætíð freistar mín!« and- varpaði Knútur höfuðsmaður og leit á biskupinn með heitu augnaráði — og svarið kom þegar myndugt og efasemda- laust: »Það er djöfullinn, Knútur — djöfull- inn segi eg! Og eg mundi fyrir löngu vera búinn að kæra þig og framselja þig hin- um veraldlegu yfirvöldum, ef jeg hefðí eigi séð og skilið hvernig þú stöðugt reyn- ir að stríða við þínar syndugu girndir«. Raust Magnúsar biskups var hörð eins og stál, og hin smáu, bleiku augu hans horfðu með þröngsýnis þrályndi á sálar- kvalir höfuðsmannsins. Knútur stóð þreytulega á fætur, gekk út að gluggan- um og leit út. — Þar úti fyrir hinum bláu bárum Kirjalabotns flögraði skínandi hvítur mávur, eins og mjólkurhvítt sverð- blað skaust hann skáhalt niður og sveif rétt yfir vatnsfletinum, skar á fluginu gegnum fannhvítt löðrið á öldutoppunum — eins og hann baðaði sig í liljum....

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.