Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 20

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 20
306 Ljóslækningar. [Stefnir agnir losna úr kolinu, þær veróa glóandi og senda út frá sér sterkt ljós, sem inniheldur bæði hita- geisla og mikið af ultrafjólublá- um geislum. Hitt er kvikasilfurslampinn eða kvartslampinn. Eins og þegav hefir verið tekið fram, komast ultrafjólubláir geislar ekki í gegn- um vanalegt rúðugler. En í gegn- um svokallað kvartsgler komast þeir nokkurn veginn eða hindr- unarlítið. í þessum lampa er gler-' hylki úr kvartsgleri, og í þessu hylki er slatti af kvikasilfri. — Sterkum rafmagnsstraum er veitt inn í þetta glerhylki. Við ]>að verður kvikasilfrið að glóandi gufu og sendir þá frá sér sterka bláa og ultrafjólubláa geisla. í sólarljósi er ekki nema um hálf áttund af ultrafjólubláum geislum, þegar bezt lætur, en kvartslampi gefur frá sér ultra- fjólubláa geisla, sem nema meiru en heilli áttund. En til þess að þetta kvartsljós njóti sín sem bezt og hafi sem mestar verk- anir, verða að fylgja með ljós, sem gefa frá sér hitageisla, er hita upp hörundið; á þann hátt veitir hörundið bezt ultrafjólu- bláu geislunum móttöku. Ultrafjólubláir geislar. Það er nú svo, að jafnvel þó hinum ultraf jólubláu geislum sól- arljóssins veiti erfitt að ná yfir- borði jarðar gegnum hið gufu- og rykmettaða andrúmsloft, þá geta þó þeir, sem ná yfirborði jarðar, ef þeir skína á bert hör- und, komist inn í hið örsmáa og fíngerða háræðanet hörundsins, og komið þar til leiðar feikna breytingu á hinum lifandi efna- skiftum líkamans. Nákvæmlega hið sama á sér stað um ljósin frá þeim lömpum, sem eg hefi þegar um getið. Áhrif þeirra eru ekki minni, nema meiri sé, samkvæmt ])ví, sem áður hefir verið sagt. Þessi áhrif berast svo með blóð- straumnum um allan líkamann, til hverrar einustu frumu, sem blóðið nærir. Áhrif hinna ultra- fjólubláu geisla koma fram á ýmsan hátt. Þannig koma þaru til leiðar miklum vexti á litar- efni blóðsins (Hæmaglobini). Þetta litarefni svarar til blað- grænkunnar hjá jurtunum. Ef rauðu blóðkornin eru auðug af þessu litarefni, veitir þeim létt- ara að inna af hendi hið tvöfalda starf, er þau hafa á hendi: sem sé það, að flytja hverri fruma

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.