Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 35

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 35
ALÞINGISHATIÐIN. Hátíðin. Þegar þetta hefti Stefnis kem- ur út til lesandanna, er Alþingis- hátíðin þegar farin að færast nokkuð undan landi. Það er furðu fljótt, sem einhver móða dregst yf- lr viðburðina. Önnur störf og önn- Ur áhugamál ýta frá sér því, sem •á unda*n var komið. En einmitt þegar frá líður, kem- Ur það í ljós, hvað skiftir máli. Þegar lagt er frá landi, eru þúf- urnar fljótar að hverfa, en fjöll- lu sjást lengi. Og margt það, sem stórt sýndist, verður nú smátt og iítils virði. Alþingishátíðin verður áreiðan- lega einn af þeim tindum okkar samtíðar, sem seint vatnar yfir, þó að tímar líði. Það hverfur sjálf- sagt margt, sem þessari hátíð við víkur. Ræðurnar gleymast og mat- urinn meltist og jafnvel veðrið, sem skifti svo miklu máli, jafn- vel það fyrnist. Og þá hverfa líka deilumálin í sambandi við hátíð- ina. Hvort of 'langt hafi verið í tjaldborgina, hvort réttum mönn- um hafi verið boðið í veizlurnar, hvort réttir söngmenn hafi kom- ið fram, — já, meira að segjá, hvort hún hafi kostað of mikið — eftir nokkur hundruð ár hlæja menn að því, að einhverntíma hafi verið talað um peninga í sambandi við þessa hátíð, — alt þetta hverf- ur undir yfirborð sjávar. — En hátíðin sjálf, fólkið saman komið til þess að minnast þess, að ríkið var þúsund ára, þessi hátíðlegi við- burður, gnæfir yfir allt. Hann verð- ur eitt af miðum íslandssögunnar. Aldrei verður skrifað svo stutt á- grip af sögu landsins, að þessar- ar hátíðar verði ekki minnst. Og einu sinni gátum við Islend- ingar beint til okkar augum alls heimsins. Heimurinn hirðir lítið okkar mannalát, okkar atvinnu- hætti ogtíðarfar, stjórnarskifti og vindsnældur. En einu sinni gerð- ist hér það, sem allir töluðu um. 21

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.