Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 52

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 52
338 Ráðsmaður og úlfur. [Stefnir og himininn ætlaði sér“. St. G. St. verður þungt í skapi. „0g þá sé eg opnast það eymdanna d júp, þar erfi&ið liggur á knjám, en iðjulau'st fjársafn á féleysi elst, sem fúinn í lifandi trjám. En hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám“. Þessi vísa St. G. geymir í sér og ber á borð skoðun skáldsins á auðkýfingum og lýðskrumurum. Hann er hér um bil jafn snak- illur við báða. Erfiði, þ. e. a. s. erfiðismaður getur fallið á kné af lúa, þó að enginn auðmaður væri til. Kyn- kvíslirnar og einstaklingar þeirra iiafa um ár og aldir bognað undir byrði, sem þær og þeir hafa bund- ið á sig sjálfkrafa. Þegar mann- fjöldi er gerður hugstola, eru að verki lýðskrumarar engu síður en ofjarlar. Þegar þetta kvæði kom ut fyrst, stóð í því, að vilt væri um vitsmuni og vild af fáum. — Þetta er betra en hitt, að vilt sá um vitund. Vitund er sama sem meðvitund, sbr. meðvitundarlaus. Það getur tæplega staðist, að hægt sé að villa um vitund manns. En hitt er auðvelt að gera vitsmuni almennings áttavilta, um stund- arsakir a. m. k. Þessi athugasemd fjallar um skáldskapinn í ljóðlín- unni fremur en skoðunina, og er þessi feira leiðinleg í svo frábær- lega vel gerðu kvæði. — Skáldið segir, að iðjulaust fjársafn alist á féleysi eins og fúi í lifandi trjám Nú er mér spurn: Er iðjulaust fjársafn til? Fjársafn er sama sem auðæfi. Eru auðæfi nú á dög- um iðjulaus? — Fé getur legið í jörðu iðjulaust, t. d. fé í fornum gröfum og svo fé í námum. En það elst ekki né eykst á féleysi. þ. e. a. s. fátækt annara. Fjár- safn eða fúlgur verðmæta, t. d. hlutabréf, er á starfandi hring- ferð. Auðæfi fást aðeins með iðju, og því er það, að fjársafn getur naumast orðið iðjulaust, nema lagst sé á gull að hætti ormsins í þjóðsögunum. Líklegt er að skáld- ið eigi við það, að auðkýfingarnir séu iðjulausir, eða verði, þegar þeir eru orðnir ríkir. Sumir þeirra taka sér hvíldir eða setjast í svo- kallaðan helgan stein, þegar þeir eldast, eins og Sindbað farmaður í 1001 nótt. En lengi þurfa þeir að leggja hart að sér og kanna ýmsan háska, svo sem Sindbað, áður en þeir ná auðleggðinni. Heilabrot auðmanna valda lúa engu síður en vöðvabeiting vinnulýðsins. Eg býst við, að allir andan*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.