Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 68

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 68
354 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir Hann var svartur á hár — hrafnsvartur, með tinnudökk augu, sem leiftruðu eins og eld- ing frá austri til vesturs óðar en varði og slógu neistaflugu um ungu stúlkurnar hvar sem var. Og svo hjalaði hann við þær allskonar blíðmæli um að þær væru ástúðlegustu englar og drotn ingar. — Með þeim hætti leika þeir þær þar syðra. Hér er það ó- vanalegt, og því þótti stúlkunum mikið til hans koma. Þær voru nú einu sinni svo gerðar. Allsstaðar var hann, hinn velski snáði. Og ætíð hafði hann lokið verki sínu svo snemma, að hann gat verið stúlkunum hjálplegur, bæði á ökrunum og við brunninn. Þar sat hann á kvöldin á brunn- þrepinu, dinglaði fótunum og lék sér að því, að fleygja hattinum sínum í loft upp, svo að hrafn- svarta hárið reis á höfðinu á hon- um; og svo söng hann velska söngva, svo að hrein við í öllu þorpinu. Hann lærði fljótt að bjarga sér á okkar tungu, en þeg- ar hann söng, var það jafnan á hans móðurmáli. En stúlkurnar skildu það allt saman — eða svo létu þær að minnsta kosti. TJm þær mundir þóttuzt stúlk- urnar aldrei vera búnar að sækja nóg vatn! Það lá við, að hann gerði þær sturlaðar, jafnvel þær, er spaklyndastar voru og siðleg- astar. Og nú fannst þeim Andrés og Sepper og Marteinn vera bæði tómlátir og busalegir og ekki við þeim lítandi, er áður höfðu þó þótt meira en fullboðlegir. Það var því engin furða, þó að karlmennirnir leggðu á hann fæð og hann ætti oft í brösum við ýmsa þeirra. En ómaklegt var það, er þeir sögðu enga nýta taug vera til í honum. Því að fjarri fór því, að honum væri alls góðs varnað — þrátt fyrir allt. Hann hjálpaði hinum hrumu við vatnsburðinn, og við bar það, að hann grét eins og barn í kirkjunni, og margan sunnudag bar hann smákrakkana heim frá messu — alla leið upp undir fjall — einn á bakinu og sinn á hvorum handlegg, en þeir léku sér að því að hárreita hann og skoða í honum hvítu tennurn- ar. — En gjálífur var hann úr hófi — og orðhvatur og bráður, því varð ekki neitað, segir öldungurinn. En slík er lund þeirra þar syðra- Hver hefir sitt skapferli. En ekki var það rétt gert af húskörjunum, að vera að stríða honum á Önnu Resí. Því að við það varð hann hamslaus.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.