Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 13

Sagnir - 01.04.1986, Síða 13
Hverjir tóku þátt í hernaði . . . og Hrafn Oddsson við Þorgils skarða og bandamenn hans. Kemur skýrt fram í Þorgils sögu að báðir stríðsað- ilar áttu í mesta basli með að safna liði. Auk fylgdarmanna hefur lið beggja sennilega mest verið skipað lausingjalýð. Sumir mættu vopnlaus- ir16 en fengu þá e. t. v. vopn sem kúg- uð voru af bændum.17 Bændur sjálfir, a. m. k. hinir stærri, vildu engan þátt taka í þessum hernaði og er þess sérstaklega getið að......stórbændr allir í Eyjafirði settust heima.“18 í fljótu bragði mætti ætla að ástæð- an fyrir þessu tómlæti bænda væri stríðsþreyta enda hafði ófriðurinn þá staðið áratugum saman. Sú skýring er þó helst til einföld. Það kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir ef stríðs- þreyta gerði allt í einu vart við sig eftir 1252 um leið og sex ára friðartíma lauk. Fyrir 1246 hafði hinsvegar borið lítið á stríðsþreytu enda þótt hernað- urinn þá væri langtum umfangsmeiri. Nær væri að tala um pólitíska þreytu eöa óánægju en stríðsþreytu. Ástæður þeirrar óánægju geta verið margvíslegar. Þar er fyrst til að taka að eftir 1252 varð valdabaráttan oft mjög ruglingsleg. Fyrir 1246 höfðu aðalátökin verið milli Sturlunga ann- ars vegar og bandalags Ásbirninga í Skagafirði og Haukdæla í Árnesþingi hins vegar, en á síðari hluta Sturl- ungaaldar verður slík tvískipting æ marklausari. Hugsanlega hefur bændum þótt erfitt að gera upp á milli höfðingja við slíkar aðstæður, eink- um og sér í lagi þegar þeir voru úr fjarlægum landshlutum og lítt kunnir í Tilvísanir Allar tilvísanir eru í Sturlunga sögu I- II. Jón Jóhannesson, Magnús Finn- bogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. Rv. 1946. 1 I 423. 2 I 423. 3 II 75. 4 I 509. 5 I 526. 6 I 532. héraðinu en höfðingjar voru mikið á flakki á þessum árum. E. t. v. hefur þótt affarasælast að hætta með öllu afskiptum af valdabrölti höfðingjanna. Hér kemur þó fleira til. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að ein helsta réttlæt- ing höfðingjaveldisins hafi verið að það gat haldið uppi friði og öryggi inn- an hvers héraðs. Það var þó til lítils ef í staðinn kom ófriður milli héraða þar sem menn máttu búast við að vera kallaðir í hernað hvenær sem var eða verða fyrir barðinu á óvinaher. E. t. v. má greina vonbrigði bænda með höfðingjavaldið þegar forustumaður Eyfirðinga segir árið 1255 að best sé að hafa engan höfðingja.19 Greinilegt er að betri bændur gerð- ust almennt friðsamari þegar líða tók á Sturlungaöld. Það hefur sennilega verið mjög afdrifaríkt fyrir þátttöku al- mennings í hernaði því þegar höfð- ingjar réðu stórum ríkjum eða voru nýir í héraði hefur afstaða almenn- ings líklega mótast mjög af afstöðu stórbænda. Óánægja bænda kom þó ekki upp fyrr en valdaskeiði Þórðar kakala lauk. Má geta þess til að á friðartím- anum 1246-1252 hafi bændur talið að ófriðnum væri lokið og eftir að sam- eining landsins undir Þórði kakala fór út um þúfur hafi menn ekki getaö séð neina knýjanai ástæðu til að hefja hann á ný. Bændur hafi í vonbrigðum sínum snúið baki við því höfðingja- veldi sem var ábyrgt fyrir endurnýjun ófriðarins. Freistandi er að telja að sterkara yfirvald og þar með meira öryggi á 7 I 40. 8 1151. 9 II 34. 10 II 69-70. 11 sjá t. d. II 95. 12 II 16. 13 II 17. 14 II 15. 15 II 85. 16 II 181. 17 II 181, sjáog II 180. tímum Þórðar og síðar undir kon- ungsstjórn hafi haft í för með sér aö almenningur missti áhuga á her- mennsku og hafi ætlast til verndar yfirvaldanna. Þannig hafi komið upp nýr hugsunarháttur hjá almenningi. Ekki var lengur sjálfsagt að veita höfðingjum lið í ófriði og þeir því orðið að treysta í ríkari mæli á úrvalslið sitt en áður. Kannski má greina enduróm slíkra viðhorfa í Þorgils sögu skarða þar sem segir frá liðsöfnun Þorgils árið 1255: „Stefndu þeir þá saman mönnum ok fengu fáa. . . . En hvar sem þeir kómu á bæi, þá var þetta mælt, hver herkerling er mæla kunni, at guð skyldi bregða ójafnaði þeira Hrafns ok Eyjólfs."20 Niðurstöður Á 13. öld varð breyting á eðli hernað- ar á íslandi. Herir minnkuðu vegna þess að mjög dró úr þátttöku almenn- ings en í staðinn komu sérstakar sveitir vel vopnaðra og þjálfaðra vígamanna. Ástæðan er einkum sú að framfarir í vopnabúnaði og tilkoma fylgdar- mannasveita gerðu almenningsher- inn smám saman úreltan og er þetta hliðstæð þróun og átti sér stað víða annars staðar í Evrópu á miðöldum. Hér á landi urðu vonþrigði þænda með höfðingjaveldið og endurnýjun ófriðarins eftir 1252 til að hraða mjög þessari breytingu svo að segja má að hún hafi gengið yfir á nokkrum árum um miðja 13. öld. □ 18 II 179. 19 II 192. 20 II 181. Enn fremur er stuðst við Philippe Contamine: War in the Middle Ages, (Oxford 1984), og margt fleira. Greinin er að mestu byggð á B.A.- ritgerð minni: Hernaður á Sturlunga- öld. SAGMIR 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.