Sagnir - 01.04.1986, Page 17
Einn hinn óþarfasti maður . . .
óbilgirni sinni og ófriði. Dr. Jón Jó-
hannesson gefur honum t. d. þessa
einkunn:
Hann virti aldrei landslögin og átti
drjúgan þátt í því að brjóta niður
virðingu manna fyrir lögum þjóð-
veldisins. í öðru lagi leiddu deilur
hans til þess, að norsk yfirvöld,
konungur, jarl og erkibiskup, tóku
að skipta sér af málefnum Islend-
inga. Hvort tveggja varð til þess,
ásamt ýmsu öðru, að íslendingar
misstu sjálfstæði sitt.. . . Það er
því ekki ófyrirsynju, að Guðmundur
biskup hefur verið kallaður einn
hinn óþarfasti maður í sögu vorri.18
Flosi Sigurbjörnsson bendir á að
Guðmundur hafi ekki brotið niður
neina virðingu fyrir lögum og rétti,
henni hafi einfaldlega ekki verið til að
dreifa. Hann sýnir einnig fram á að
erkibiskup var þegar farinn að skipta
sér af málefnum íslendinga, þannig
að Guðmundur var enginn frumkvöð-
ull í því efni.19 Hann kemst þannig að
þeirri niðurstöðu að mál hefðu þróast
Tilvísanir
1 Jón Jóhannesson: íslendinga
saga 1 (Rv. 1956), 240.
2 Jón Jóhannesson, 240.
3 Jón Jóhannesson, 244.
4 Jón Jóhannesson, 245.
5 Jón Jóhannesson, 245-6.
6 Guðrún Ása Grímsdóttir: „Um af-
skipti erkibiskupa af íslenzkum
málefnum á 12. og 13. öld.“ Saga
20 (Rv. 1982), 32.
7 Helgi Þorláksson: „Rómarvald og
kirkjugoðar." Skírnir 156 (Rv.
1982), 54.
á líkan veg, án sérstaks atbeina Guð-
mundar Arasonar.20
Jón Jóhannesson bendir á Guð-
mund sem andstæðing landslaga og
þjóðlegrar kirkjustefnu, fulltrúa guðs-
laga og erlends kirkjuvalds. Á síðustu
áratugum 12. aldar átti kirkjan í Nor-
egi í harðvítugum átökum viö kon-
ungsvaldið. Meðan á því stóð gátu
höfðingjar á íslandi leyft sér ýmislegt
gagnvart kirkjunni í trausti þess að
hún heföi ekki bolmagn gegn þeim.21
En eftir að sæmilegt samkomulag var
komið á í Noregi gátu norskir erki-
biskupar farið að snúa sér aftur að
málefnum íslendinga og því er eðli-
legt að Guðmundur héldi fram kröfum
sínum um dómsvald klerka, hann var
einfaldlega að hlýðnast erkibiskupi.
Helgi Þorláksson telur að Jón noti
ranglega hugtakið „þjóðleg kirkju-
valdsstefna". Nær sé að tala um ver-
aldlega stefnu, umboðsmenn páfa-
valds hafi notfært sér stuðning ver-
aldlegra höfðingja til að efla kirkjuna,
um 1180 hafi síðan verið horfið frá
8 Helgi Þorláksson, 54.
9 Guðrún Ása Grímsdóttir, 35.
10 Guðrún Ása Grímsdóttir, 36.
11 Magnús Jónsson: „Guðmundur
biskup góði.“ Samtíð og saga.
Nokkrir háskólafyrirlestrar I (Rv.
1941), 124.
12 Magnús Jónsson, 121.
13 Jón Jóhannesson, 250.
14 Helgi Þorláksson, 53.
15 Jón Jóhannesson, 245.
16 Guðrún Ása Grímsdóttir, 44.
17 Jón Jóhannesson, 245.
þessari stefnu og kirkjuvaldsstefnan
tekin upp.22
í Ijósi þessa verður naumast séð
að Guðmundur Arason hafi skipt
nokkrum sköpum í þróun til aukinna
áhrifa kirkjuvalds og konungs á 13.
öld. Völd hans og áhrif hljóta að hafa
verið tiltölulega lítil. Hann naut aldrei
nægilegs stuðnings hér á landi til að
koma fram erindum erlends kirkju-
valds. Meginátökin stöfuðu af van-
mætti hans til að stjórna málefnum
biskupsstólsins, svo og illa séðri
hjálpsemi og gjafmildi við fátæklinga
og flökkufólk. Höfðingjar supu ekki
beiskt seyði af andstöðu sinni við
hann, ekki var litið á aðgerðir þeirra
sem uppreisn gegn kirkjuvaldinu
sjálfu, og erkibiskup og páfi tóku því
ekki sérlega hart á henni. Sú upp-
lausn sem deilurnar skópu er síst af
öllu sambærileg við þá sem síðar
stafaði af deilum veraldarhöfðingja
innbyrðis. □
18 Jón Jóhannesson, 249-50.
19 Flosi Sigurbjörnsson: „Guð-
mundur biskup Arason hinn góði
og hrun íslenzka þjóðveldisins
1262-1264.“ Á góðu dægri. Af-
mæliskveðja til Sigurðar Nordals
(Rv. 1951), 78.
20 Flosi Sigurbjörnsson, 81.
21 Helgi Þorláksson, 51.
22 Helgi Þorláksson, 52.
SAGMIR 15