Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 17

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 17
Einn hinn óþarfasti maður . . . óbilgirni sinni og ófriði. Dr. Jón Jó- hannesson gefur honum t. d. þessa einkunn: Hann virti aldrei landslögin og átti drjúgan þátt í því að brjóta niður virðingu manna fyrir lögum þjóð- veldisins. í öðru lagi leiddu deilur hans til þess, að norsk yfirvöld, konungur, jarl og erkibiskup, tóku að skipta sér af málefnum Islend- inga. Hvort tveggja varð til þess, ásamt ýmsu öðru, að íslendingar misstu sjálfstæði sitt.. . . Það er því ekki ófyrirsynju, að Guðmundur biskup hefur verið kallaður einn hinn óþarfasti maður í sögu vorri.18 Flosi Sigurbjörnsson bendir á að Guðmundur hafi ekki brotið niður neina virðingu fyrir lögum og rétti, henni hafi einfaldlega ekki verið til að dreifa. Hann sýnir einnig fram á að erkibiskup var þegar farinn að skipta sér af málefnum íslendinga, þannig að Guðmundur var enginn frumkvöð- ull í því efni.19 Hann kemst þannig að þeirri niðurstöðu að mál hefðu þróast Tilvísanir 1 Jón Jóhannesson: íslendinga saga 1 (Rv. 1956), 240. 2 Jón Jóhannesson, 240. 3 Jón Jóhannesson, 244. 4 Jón Jóhannesson, 245. 5 Jón Jóhannesson, 245-6. 6 Guðrún Ása Grímsdóttir: „Um af- skipti erkibiskupa af íslenzkum málefnum á 12. og 13. öld.“ Saga 20 (Rv. 1982), 32. 7 Helgi Þorláksson: „Rómarvald og kirkjugoðar." Skírnir 156 (Rv. 1982), 54. á líkan veg, án sérstaks atbeina Guð- mundar Arasonar.20 Jón Jóhannesson bendir á Guð- mund sem andstæðing landslaga og þjóðlegrar kirkjustefnu, fulltrúa guðs- laga og erlends kirkjuvalds. Á síðustu áratugum 12. aldar átti kirkjan í Nor- egi í harðvítugum átökum viö kon- ungsvaldið. Meðan á því stóð gátu höfðingjar á íslandi leyft sér ýmislegt gagnvart kirkjunni í trausti þess að hún heföi ekki bolmagn gegn þeim.21 En eftir að sæmilegt samkomulag var komið á í Noregi gátu norskir erki- biskupar farið að snúa sér aftur að málefnum íslendinga og því er eðli- legt að Guðmundur héldi fram kröfum sínum um dómsvald klerka, hann var einfaldlega að hlýðnast erkibiskupi. Helgi Þorláksson telur að Jón noti ranglega hugtakið „þjóðleg kirkju- valdsstefna". Nær sé að tala um ver- aldlega stefnu, umboðsmenn páfa- valds hafi notfært sér stuðning ver- aldlegra höfðingja til að efla kirkjuna, um 1180 hafi síðan verið horfið frá 8 Helgi Þorláksson, 54. 9 Guðrún Ása Grímsdóttir, 35. 10 Guðrún Ása Grímsdóttir, 36. 11 Magnús Jónsson: „Guðmundur biskup góði.“ Samtíð og saga. Nokkrir háskólafyrirlestrar I (Rv. 1941), 124. 12 Magnús Jónsson, 121. 13 Jón Jóhannesson, 250. 14 Helgi Þorláksson, 53. 15 Jón Jóhannesson, 245. 16 Guðrún Ása Grímsdóttir, 44. 17 Jón Jóhannesson, 245. þessari stefnu og kirkjuvaldsstefnan tekin upp.22 í Ijósi þessa verður naumast séð að Guðmundur Arason hafi skipt nokkrum sköpum í þróun til aukinna áhrifa kirkjuvalds og konungs á 13. öld. Völd hans og áhrif hljóta að hafa verið tiltölulega lítil. Hann naut aldrei nægilegs stuðnings hér á landi til að koma fram erindum erlends kirkju- valds. Meginátökin stöfuðu af van- mætti hans til að stjórna málefnum biskupsstólsins, svo og illa séðri hjálpsemi og gjafmildi við fátæklinga og flökkufólk. Höfðingjar supu ekki beiskt seyði af andstöðu sinni við hann, ekki var litið á aðgerðir þeirra sem uppreisn gegn kirkjuvaldinu sjálfu, og erkibiskup og páfi tóku því ekki sérlega hart á henni. Sú upp- lausn sem deilurnar skópu er síst af öllu sambærileg við þá sem síðar stafaði af deilum veraldarhöfðingja innbyrðis. □ 18 Jón Jóhannesson, 249-50. 19 Flosi Sigurbjörnsson: „Guð- mundur biskup Arason hinn góði og hrun íslenzka þjóðveldisins 1262-1264.“ Á góðu dægri. Af- mæliskveðja til Sigurðar Nordals (Rv. 1951), 78. 20 Flosi Sigurbjörnsson, 81. 21 Helgi Þorláksson, 51. 22 Helgi Þorláksson, 52. SAGMIR 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.