Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 29

Sagnir - 01.04.1986, Síða 29
Viðhorf til kvenna í Qrágás Maður á hestbaki. Gifl kona réð ekki nema lakmarkað Ljfir eignum hjóna. Hún málli ekki lána hross lil lengri ferðalaga nema fá legfi hjá bónda sínum. hvernig fjármálum hjóna var háttað. Eiginmenn, sem urðu lögráðendur kvenna við giftingu, höfðu mun rýmri rétt til að ráðstafa eignum hjóna. Legorðsmál í því ættarsamfélagi sem ríkti áfyrstu öldum byggðar í landinu var mikil- vægt að ætterni einstaklinga væri Ijóst. Ströng ákvæði í legorðsmálum eru líklega tilraun til að viðhalda ætt- arsamfélaginu og gildir það sama um nákvæmar reglur varðandi festar, giftingu og sifjamál. í þeim lagaákvæðum Grágásar sem fjalla um legorðsmál er ekki alltaf gerður skýr greinarmunur á nauðgun og legorði með konu viljugri. Ákvæðin eru því ekki alltaf bara til verndar konum. Hægt var að sækja þær kon- ur til saka sem samkvæmt eigin vilja lögðust með karlmanni. Sakaraðili, sem gat verið eiginmaður ef hún var gift eða ættingi, mátti krefja hana um 48 aura. Ef hún var félaus, þá gat hann lagt skuld á hana. Legorðssök gat ekki fyrnst ef getnaður fylgdi.26 Ef konu var nauðgað var sam- kvæmt lögunum nokkuð tryggt að sá er verknaðinn framdi hlyti refsingu. Sömu viðurlög voru við legorðssök og vígssök. Refsingin fór eftir því í hvaða hjúskapar- eða stéttarstöðu konan var. Hún var ýmist sekt, fjör- baugsgarður, sem þýddi þriggja ára útlegð, eða skóggangur sem merkti að hinn seki var réttdræpur.27 Ef giftri konu var nauðgað þá var brotið fyrst og fremst gegn eiginmanni hennar. Að nauðga ógiftri konu var brot gegn ætt hennar. Ætla má að slíkur verkn- aður hafi rýrt gildi hennar á hjóna- bandsmarkaðnum. Ákvæði Grágásar í legorðsmálum eru forvitnileg. Hér verður greint frá þeim helstu: Ef maður kyssti konu á laun fyrir öðrum mönnum og að ráði hennar, þá þurfti hann að greiða þriggja marka sekt væri hann kærður. Verkn- að þennan gátu þeir kært sem voru lögráðendur konunnar, eiginmaður eða ættingjar. Ef konan hafði verið kysst gegn vilja sínum, þá gat hún sótt manninn til saka og refsingin var þá fjörbaugsgarður. Sama refsing beið karlmanns sem kyssti gifta konu, með eða án hennar vilja. Sá sem lagðist með ambátt gat átt von á því að þurfa að greiða átta merkur í sekt. Alvarlegra var að liggja með leysingjakonu. Refsingin við því var fjörbaugsgarður. Ef konan ól barn og því var gefið frelsi, þá var refsingin skóggangur og einnig ef konan átti frjálsan son. Ekki varðaði við lög að liggja með ógiftum göngukonum ef menn gengust við því, en sækja átti til faðernis. Ef menn viðurkenndu ekki legorðið mátti sækja þá til saka. Við refsingu gátu menn þó losnað ef kon- an hafði „á þeim hálfum mánuði með húsum farið er barn var byrjað á“. Þess í staö urðu menn að hýsa kon- una þar til barnið var fætt og hún heil sóttar. Sömu reglur giltu um legorð með giftum göngukonum sem um annarra manna konur.28 Af þessum ákvæðum sést að væri konum nauðgað fór réttur þeirra eftir því í hvaða þjóðfélagsstétt þær voru. Refsingin við nauðgunum varð harð- ari ef konan varð ófrísk, eða ef hún átti áður frjálsan son eða eiginmann. SAQNIR 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.