Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 35

Sagnir - 01.04.1986, Page 35
Helmingarfélög hjóna Tafla 2. Helmingarfélög sem hjón stofna á búskaparárunum 1455 Jón Alexisson og Bergljót Jónsdóttir íslenzkt fornbréfasafn V 130-131 1471 Andrés Guðmundsson og Þorbjörg Ólafsdóttir V 646-647 1477 Magnús Þorkelsson og Kristín Eyjólfsdóttir VI 118 1481 Jón danur Björnsson og Kristin Sumarliðadóttir VI 392 1507/1516 Björn Guðnason og Ragnhildur Bjarnadóttir VIII 136-138 sem spor í átt til persónulegs jafnrétt- is milli kar'a og kvenna innan hjóna- bandsins, sem ríkum konum hafi sér- staklega veriö tryggt. í skuggann fell- ur hve nátengd giftingar- og hjú- skaparmál voru auði og völdum á þessum tíma. Arnór er ekki fyrstur til aö nefna jafnrétti norrænna kvenna fyrr á öldum. Varasamt getur veriö að heimfæra nútímahugsun og viðmið upp á liðnar aldir, en samtímavið- fangsefni verða hins vegar oft til þess að nýjar spurningar vakna um fortíð- ina. Hugtakið jafnrétti hefur verið mjög í brennidepli undanfarna ára- tugi. Umdeilt er hvað það felur í sér; til hverra jafnréttið á að ná, á hvaða forsendum og hversu víðtækt það á að vera. Sé óljóst hvað það merkir í samtímanum, er það enn óljósara þegar um miðaldir er að ræða. Hjónaþönd á miðöldum fólu alltaf í sér einhverskonar eignatilfærslu. Hjónabandið var ekki talið iöglegt nema með réttu hefði verið gengið frá heimanfylgju frá ættingjum brúðar- innar og tilgjöf brúðgumans. Ef kona giftist gegn vilja foreldra sinna eða annarra ættingja sem henni stóðu næstir, mátti gera hana arflausa. Gift- ingarmaður (lögráðandi) hennar átti að ganga frá hjónabandsmálunum við hinn tilvonandi eiginmann.3 Sýnir það vel að þetta var ekki einkamál hjónaleysanna. Höfðingjar notuðu oft giftingar barna sinna til að auka veldi sitt, og vanda þurfti valið. Sterk krafa var um að jafnræði ætti að vera með hjónum, og var þar bæði tekið til auðs og ættar.4 Kirkjan hefur haft töluverð áhrif á hjónabandið, og fljótlega eftir kristni- töku fór hún að krefjast dómsréttar hvað það varðaði. Það var þó ekki fyrr en með kristnirétti hinum yngri 1275, sem hún náði sínu fram.5 Þá fór kirkj- an að sekta karlmenn fyrir að eiga börn utan hjónabandsins. Telur Arnór þetta vera vísbendingu um að kirkju- leg löggjöf hafi verið af sama meiði og hin veraldlega, „alvarleg viðleitni til verndar kvenna gegn hvers konar yfirgangi".6 Mikið baráttumál kirkj- unnar var að litið yrði á hjónabandið sem eitt af sakramentunum. Það var ekki fyrr en miklu seinna að farið var að líta á hjónabandið sem persónu- legt samband tveggja einstaklinga fyrst og fremst. Á miðöldum voru hjónabönd á veg- um ættanna, og höfðu aðra merkingu en nú á dögum. Helmingarfélögin voru eitt form hjúskaparsamninga og höfðu töluverð áhrif á það hvernig eignir og arfur skiptust. Skýringa á til- komu helmingarfélaganna hér á landi tel ég sé fremur aö leita hjá ættunum, hagsmunum þeirra og áhugamálum, en hjá einstaklingunum sem í hjóna- böndin gengu og hugsanlegra „jafn- réttishugsjóna" þeirra. Leitum á náðir helmingarfélagssamninganna sem varðveist hafa og laganna sem þá snerta. Helmingarfélög í Fornbréfasafninu Bréfin um gerð helmingarfélaga í Fornbréfasafninu má flokka í tvennt. Annarsvegar eru samningar gerðir við upphaf hjúskaparins, hinsvegar helmingarfélög stofnuð á búskapar- árunum. Listar yfir bréfin eru í töflum 1 og 2. Harla misjafnt er hve ná- kvæmir samningarnir eru. Af sumum þeirra má aðeins ráða að helmingar- félag hafi veriö gert, en ekkert með hvaða skilmálum það var. Auk samn- inganna sjálfra eru nokkrar vísbend- ingar af öðru tagi í Fornbréfasafninu um að helmingarfélög hafi verið með hjónum. Flestar þeirra snúast um erfðaþrætur. En einnig eru bréf í tengslum við sölu jarða, uþþskipti á búum, dómsúrskurði eða vitnisburði. Ekki er gott að meta hversu algengt helmingarfélagsformið hefur verið út frá þessum bréfum sem varðveist hafa. í Fornbréfasafninu eru mun fleiri kaupmálabréf þar sem samið er um séreign heldur en helmingarfé- lagsbréf.7 Þetta eru þó ekki að öllu leyti sambærilegir samningar; alltaf var gengið frá kaupmála en um félög (hjónafélög eða helmingarfélög) var samið sérstaklega. Það vekur athygli þegar samning- arnir í töflu 1 og 2 eru skoðaðir, að fólkið er margt af sömu ættum. Mörg helmingarfélagsbréfanna eru tengd helstu höfðingjaættum þessa tíma, en þær voru tengdar innbyrðis meira eða minna.8 Guðmundur ríki Arason á Reykhólum og Helga Þorleifsdóttir gerðu helmingarfélag sitt árið 1423. Andrés Guðmundsson, launsonur Guðmundar,9 gerði helmingarfélag með konu sinni Þorbjörgu Ólafsdótt- ur. Hann gaf síðan með syni sínum Ara10 í helmingarfélag á móti Þórdísi Gísladóttur. Faðir hennar, Gísli Fil- ippusson,11 hafði sjálfur gert helming- arfélag með kaupmála við Ingibjörgu Eyjólfsdóttur þegar þau giftust. Fyrr- nefndur Andrés Guðmundsson lét ekki staðar numið við Ara, og lagði blessun sína yfir kaupmálabréf og helmingarfélag Bjarna sonar síns12 og Guðrúnar Björnsdóttur Guönason- ar í Ögri. Ari Andrésson samþykkti líka ráðahaginn, væntanlega sem nánasti erfingi Andrésar. Foreldrar Guðrúnar, Björn Guðnason í Ögri og Ragnhildur Bjarnadóttir, gerðu með sér helmingarfélag á búskaparárum sínum. Eftirtektarvert er að það er um sviþað leyti og þau kjósa Guðrúnu helmingarkonu í garð Bjarna. SAQHIR 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.