Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 41

Sagnir - 01.04.1986, Page 41
Helmingarfélög hjóna arfélögum. Bendir það til þess að þær séu ekki í beinum tengslum við helm- ingarfélögin. Enda virðist af flestum samningunum að samið sé um eign- irnar og gjafaskiptin áður en ákveðið er hvort eigi að vera séreignarfyrir- komulag eða helmingarfélag í hjóna- bandinu. Tvö greinileg dæmi um þetta eru kaupmálabréf frá 1381 og 1492/96.56 Við kaupmálana var geng- ið frá brúðkaupsstað og -stundu, en þá fyrst átti giftingarmaður konunnar að kjósa hvort hún yrði málakona með séreign eða helmingarkona. Skoðum hvaða áhrif gjafir við gift- inguna höfðu á eignaskiptinguna milli hjóna. Alls eru 15 helmingarfélags- bréf þar sem eitthvað er sagt um upp- hæðir eignanna.57 í sjö þeirra eru engar gjafir gefnar við brúðkaupið. Þar af eru eignir ekki jafnar í sex til- vikum og átti karlmaðurinn meira (Tafla 1: árin 1449, 1460, 1495/97, 1507/20, 1538, 1545), en í því sjö- unda (Tafla 1: árin 1562/63) var jöfn eign frá upphafi, eða þrjú hundruð. Þetta bréf sker sig úr hinum sökum þess hve eigurnar eru litlar. Eftir standa átta bréf þar sem morgun- eða bekkjargjafir eru gefnar (Tafla 1: árin 1402,1402,1423,1476, 1485/86, 1489, 1508/12, 1525). í Ijós kemur að í þremur tilvikum er ekki hægt að sjá hvaða áhrif gjafirnar höfðu. í samningum beggja dætra Finnboga lögmanns er óljóst hvað brúðgumar þeirra færðu í búið. Fjögurra marka djásn er morgun- og bekkjargjöf til Kristínar Gottskálks- dóttur frá Þorvarði lögmanni Erlends- syni. Það er erfitt að meta til hundr- aða, auk þess sem uþþskriftum ber ekki saman um hve mikið Kristín hafði með að heiman. í tveimur tilvik- um er eign hjónanna ójöfn þrátt fyrir að gjafir hafi verið gefnar. Guðmund- ur Arason gaf Helgu Þorleifsdóttur fjórðung eigna sinna og 40 hundruð í bekkjargjöf að auki, en lagði samt nærri þremur hundruðum hundraða meira til búsins. Gjafir Erlendar lög- manns Þorvarðarsonar til Þórunnar Sturludóttur virðast heldur ekki nægja til að jafna út þeirra eignir. Eftir standa þrjú bréf þar sem gjafir eru gefnar og eignir hjónanna jafnast. Ketill Skeggjason gifti tvær dætur sínar með þessum skilmálum árið 1402. Hið þriðja snýst um heldur meiri fjármuni, og er milli Guðna Eyj- ólfssonar og Guðrúnar Gunnlaugs- dóttur árið 1476. í heild eru það fjögur helmingarfélagsbréf úr töflu 1 sem benda til að eignirnar hafi jafnast, en átta sem benda til hins gagnstæða. Þetta eru fá dæmi, og aðeins í um helmingi þeirra tilvika þar sem gjafir koma við sögu. í öllum tilvikum er helmingarfélag stofnað. Til eru kaupmálabréf tvennra hjóna sem sömdu um séreignir við kaup- málann, en stofnuðu helmingarfélag seinna. Andrés Guðmundsson gaf Þorbjörgu Ólafsdóttur fjórðung úr sín- um eignum og varð eignarhlutur hvors um sig þá jafn. Faðir Þorbjargar hefur litið á fjórðungsgjöfina sem morgun- og bekkjargjöf.58 Alþingis- dómur er til um að Þorvarður Loftsson og Margrét Vigfúsdóttir hafi stofnað helmingarfélag, en af kaupmála þeirra, þremur árum áður, sést að eign þeirra hefur verið því sem næst jöfn eftir gjafaskiptin.59 Hafa hjónin verið að undirbúa framtíðarheiming- arfélag við kaupmálann? Eignir hafa 'því stundum verið jafnar í upphafi þó svo að ekki hafi verið stofnað helm- ingarfélag strax. Ekki fann ég fleiri dæmi þar sem hægt var að skoða séreignarkaupmála fólks sem seinna stofnaði helmingarfélag. Helming- arfélagsbréfin í heild eru heldur ekki mörg, og eignir hjónanna oftar ójafn- ar en jafnar. Þar sem gjafir koma fyrir jafna þær stundum út eignirnar, en stundum ekki. Gjafirnar tengjast hins vegar ríku fólki hvernig sem það sem- ur um eignirnar. Það bendir til að fleira og meira hafi verið að baki gjöfunum sem eftirsóknarvert þótti hjá yfirstéttinni, en eingöngu að hafa möguleika á að stofna til helmingar- félags þar sem hvort um sig legði fram sömu hundraðatölu í upphafi. Á Norðurlöndum virðist ekki sem gjafasiðurinn hafi verið í sérstökum tengslum við félög hjóna. Saman- burður við Norðurlönd getur verið áhugaverður, því hér á landi hafa gjafaskipti með sömu heitum þekkst að einhverju marki en hvergi gert ráð fyrir þeim opinberlega. Segir þetta okkur eitthvað um íslenskt samfélag á þessum tíma? Hér tíðkuðust gjaf- irnar meðal höfðingja og annarra sem voru vel í álnum, og í Ijós kemur að í Noregi voru morgungjafir aðeins gefnar meðal aðals og fursta. í sænskum miðaldalögum þekkjast gjafir af þessu tagi fyrir aðalinn, og eru mörg dæmi um að þær hafi verið gefnar drottningum á Norðurlöndum. Þar hafa þær verið álitnar heiðursgjöf til kvennanna og einskonar ekkjulíf- eyrir.60 Einkennandi er að gjafirnar tengjast efsta lagi þjóðfélagsins, hvort sem er á íslandi eða Norður- löndum og eru hluti af skiptakerfi þeirra á einhvern hátt. Ættir á uppleið Samningar um helmingaskipti eigna milli hjóna hafa þekkst hér á landi frá öndverðri 13. öld, þótt óhægt sé að segja um hversu útbreidd þau voru. í Fornbréfasafninu eru flest bréf um þau frá 15. öld. Helmingarfélögin eru frábrugðin fyrra formi félaga milli hjóna. Þau tryggja erfingjum hjón- anna áhrif, fremur en konunum í hjónabandinu þótt svo gæti virst sem aukinn réttur þeim til handa væri til- gangurinn. Hjón í helmingarfélagi áttu allar eignir til helminga, bæði það sem þau lögðu í búið og það sem við þættist. Ef ættir voru í sókn gat verið hagnaðarvon af helmingarfélagi ef vel var valið. Mörg dæmi eru um hvernig einstaka menn högnuðust vel. Af bréfunum að dæma er fólkið flest innbyrðis skylt eða tengt og margt af helstu höfðingjaættum landsins á þessum tíma. í um helm- ingi þessara bréfa eru stórfelldar gjaf- ir áberandi sem brúðguminn gaf brúði sinni við giftinguna. Þær hafa verið skýrðar sem leið til jöfnunar á eignun- um til að búa í haginn fyrir helmingar- félag. En bréfin sýna að það er fágæt- ara að eignirnar jafnist við þetta, en að þar sé misræmi. Eignir karlsins eru yfirleitt þyngri á vogarskálinni. Eignir hjónanna í heild við upphaf hjúskapar eru í flestum tilvikum ójafn- ar. Samt eru helmingarfélögin stofnuð. Helmingarfélagsbréfin, þar sem morgun- og bekkjargjafirnar eru gefnar, tengjast þeim sem eru ríkast- ir. Margt bendir til að ekki séu bein tengsl gjafanna við helmingarfélögin, og koma þær einnig fyrir hjá öðru ríku fólki sem bjó við séreignarhjónabönd. Á Norðurlöndum voru gjafirnar líka yfirstéttarfyrirbæri, og koma fyrir í lögum þar andstætt því sem hér er. □ SAGNIR 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.