Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 55

Sagnir - 01.04.1986, Page 55
Baðstofan ir veggir í jarðhúsinu, aðeins þeir sem sjálfkrafa höfðu myndast er húsið var grafið niður í jörðina. í einu horni hússins var grjótofn, hlaðinn úr hellum. Úr sama horni lá lokræsi út úr húsinu. Meðfram einum veggnum lá skurður að lokræsinu, fóðraður hellum. Engin merki voru um inngang í húsið og virðist líklegast að gengið hafi verið um tréstiga. Engin merki voru um hlaðna veggi og virðist þakið hafa náð niður að jörðu.7 Eitt af fyrstu verkum landnema hef- ur verið að reisa híbýli. Einhvers staðar varð fólk að hýrast á meðan á byggingu bæjarhúsa stóð, svo að landnemar hafa þurft að koma sér upp bráðabirgðahúsnæði. Tjöld hafa getað komið þar að góðum notum, en einnig jarðhús eins og það sem lýst er hér að framan. Jarðhús er það einfalt að gerð að það hefur varla tekið nema einn dag að grafa og reisa slíkt hús, ef tveir eða þrír röskir menn réð- ust í verkið. Kristján Eldjárn taldi vel líklegt að jarðhúsin hafi verið „bráða- birgðahús til að hýrast í meðan verið var að byggja skálana." Síðan hafi verið hægt að hafa þau til annarra nota.8 Þór Magnússon, sem vann að upp- grefti húsanna í Hvítárholti, telur að ofnarnir sem fundust í öllum jarðhús- unum, ræsið í einu þeirra og óljós ummerki eftir palla meðfram veggjum benda til að húsin hafi verið baðstof- ur, notaðar á ýmsum tímum.9 Kristján Eldjárn álítur sum atriði styðja hugmyndir Þórs um að jarð- húsin hafi verið baðstofur, fráleitt þó öll, en hugsanlegt að þau hafi verið „kytrur þræla eða annarra lágt settra verkamanna."10 En hugmynd Þórs hefur við ýmis rök að styðjast. Um jarðhúsið með ræsinu segir Þór: Ofninn hefur bæði verið til að hita húsið og þvottavatn . . . vatn [hef- urj verið gefið á ofninn til að gera gufu, en óhreinu vatni síðan veitt burt um lokræsiö. Varla hefur veriö ástæða til að hafa slíkt ræsi, ef ekki hefði verið borið talsvert vatn í húsið. - Bekkir úr tré hafa síðan verið meðfram veggjum, þar sem menn gátu setið á eða legið.11 Guðmundur Ólafsson, sem vann að uppgrefti svonefndra Grelutótta á Eyri á Hrafnseyrargrundum, telur að jarðhús sem þar fundust hafi verið baðstofur. Húsin eru mjög ámóta að gerð og jarðhúsið sem lýst var hér að framan. Guðmundur bendir á „gríðar- lega“ stærð ofnsins í öðru jarðhúsinu (að innanmáli 40 sm breiður og 60 sm djúpur) og segir hann í engu hlutfalli við það sem ætla mætti að þyrfti til að halda eðlilegum hita í jafnlitlu húsi. Hann telur að þar hafi mátt sitja við vinnu á daginn en einnig mátt nota það til gufubaða, þegar svo bar undir. Hann segir að jarðhúsin á Eyri og í Hvítárholti taki af allan vafa og sanni „að jarðhús, ætluð til íveru og gufu- baða [hafi] verið staðreynd á 10. Baðsíofur aðskildar frá öðrum bæjarhúsum Ýmis rök hníga að því að í fyrstu hafi baðstofan staðið ein sér, ótengd öðr- um bæjarhúsum. í sumum tilvikum kann hún að hafa verið bráðabirgða- húsnæði fyrir landnema, en síðar gerö aö baðstofu, er fólk hafði komið sér fyrir í nýreistum skálum. Aage Roussell, sem rannsakaði baðstofu- tótt fornbæjar skammt frá Sandnesi á Grænlandi, bendir á að ærin ástæða hafi verið til að byggja ekki baðhúsið áfast öðrum húsum: Hið feiknarlega bál í ofninum hefur gert þaö að hættulegum nágranna fyrir þau, og að ganga klæðlaus frá baðhúsinu út í kaldan snjóinn hefur ævinlega verið ómissandi þáttur í baðinu.13 Ef litið er í fornritin má finna vís- bendingar um að baðstofan hafi verið byggð sérstæð. T. d. segir í Arons- sögu: „Þat var síð um kveldit, ok váru menn mettir, en Ormr bóndi var til baðs farinn, ok var út at ganga til bað- stofunnar."14 Arnheiður Sigurðardóttir telur lík- legt að íslenskar baðstofur hafi verið byggðar sérstæðar á 10. og 11. öld, eins og algengt var á öðrum Norður- löndum. Þær hafi verið notaðar sem gufubaöstofur og eldhætta því verið töluverð. Arnheiður nefnir m. a. frá- sögn Eyrbyggju af baðstofu Víga- Styrs því til stuðnings að baðstofu- böð hafi tíðkast á söguöld. Þar segir m. a. frá því er Styr lét „gera bað- stofu heima undir Hrauni ok var graf- inn í jörð niðr, ok var gluggr yfir ofnin- um, svá at utan mátti á gefa, ok var þat hús ákaflega heitt."15 Arnheiöur bendir á að í Sturlungu sé orðið „bað“ og orðasamböndin „ganga til baðs“ og „ganga frá baði“ svo al- geng að hægt sé að álykta út frá því að „baðstofuböð hafi tíðkazt um allt land á 13. öld.“ Hún segir einnig að „sú notkun baðstofunnar, sem síðar varð almenn, þ. e. sem íveruherberg- is og svefnhúss, eigi að einhverju leyti rætur að rekja til 13. aldar.“16 Hafi jarðhúsin fyrst í stað verið bráðabirgðahúsnæði landnema, en síðar hafi einhverjum þeirra verið breytt í baðstofur, er eðlilegt að þær hafi staðið sér. Eldhætta hefur síðan ráðið því að þær voru ekki byggðar áfastar öðrum bæjarhúsum. En þetta átti eftir að breytast. Baðstofur verða áfastar öðrum bæjarhúsum í grein, sem Gísli Gestsson ritar um þrjár íslenskar miðaldabaðstofur og eina grænlenska, kemur fram að ís- lensku baðstofurnar voru áfastar öðr- um bæjarhúsum, innst í húsaskipan bæjarins sjálfs.17 Eitt þessara ís- lensku húsa var bærinn Gröf í Öræf- um. Hann er talinn hafa farið í eyði eftireldgos í Öræfajökli 1362.18 Hér höfum við með vissu 14. aldar bæ með baðstofu áfasta öðrum húsum. En var sú baðstofugerð ekki komin fyrr? Svo virðist vera sam- kvæmt Sturlungu. Af henni má ráða að baðstofan hafi stundum verið úti- hús, en oft sambyggð öðrum íveru- húsum.19 Á Sturlungaöld virðast bað- stofur hafa verið orðnar algengar og sjaldnast aðskildar.20 Gröf er elsti þekkti vísir að ganga- bæ hér á landi. Aukinn fjöldi bæjar- húsa kallaði á hagkvæma sam- gönguleið milli þeirra. Einfaldasta lausnin hefur verið sú að skipa húsum eftir einni megin götu, göngunum. íslenski bónda- bærinn er í rauninni þorp, göngin þorpsgatan, þorp þar sem sérhvert hús er eitt herbergi og hvert her- bergi hús.21 Tilurð gangabæjarins er að ein- hverju leyti svar við köldu veðurfari og kann þaö að skýra hvers vegna bað- stofan varð áföst öðrum bæjarhús- SAGNIR 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.