Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 61

Sagnir - 01.04.1986, Page 61
Drepsóttir Var plágan pest? Rottur voru ekki til á íslandi fyrr en á 18. öld og þá vaknar spurningin: Gat verið, að pest hefði verið á ferðinni 1402? Örnólfur Thorlacius líffræðingur flutti útvarpserindi um Pláguna miklu fyrir allmörgum árum, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni og studdi með líffræðilegum rökum, að ekki gæti hafa verið um pest að ræða árið 1402, þar eð engar hefðu verið rott- urnar til þess að bera hana á milli. Taldi hann sennilegra, að önnur drepsótt hefði verið á ferðinni, líklega inflúensa, sem íslendingar hefðu talið vera sömu veiki og gekk í Noregi 1349-51,1 Skömmu síðar flutti Páll Sigurðs- son tryggingayfirlæknir (eldri) erindi í útvarpinu, þar sem hann gat þess til, að það myndi hafa verið lungnapest, sem gekk hér 1402-04.2 Nú vandaðist málið, því að ekki var vitað til þess, að lungnapest kæmi nokkurs staðar upp nema í kjölfar kýlapestar og nánast er óhugsandi, að lungnapestarsjúklingar hafi getað lifað af sjóferð til fslands. Meðgöngu- tími pestar er 1-12 dagar og oftast skemmri en vika, þannig að ósenni- legt er, að skip hefði komist hingað áður en öll skipshöfnin var látin. Jón Steffensen, fyrrverandi lækna- prófessor, reyndi að leysa þessa ráð- gátu í greininni „Pest á íslandi", sem birtist í bók hans Menning og mein- semdir 1975. Þar lýsir hann því, hvernig formagi flóa, sem orðnar eru sneisafullar af sýklum, teppist og þá geta þær ekki sogið upp blóð úr fórn- arlömbum sínum. Við þetta verða þær órólegar, stinga aftur og aftur og dæla þannig sýklasúpunni inn í þann, sem þær eru að ásækja í það og það skiptið. Jón varpar fram þeirri tilgátu, að slíkar „magatepptar flær“ hafi getað leynst í farangri á leið til íslands, því að þær geta lifað lengi utan hýsils, einkum í svölu og röku lofti.3 Flærnar hafi síöan getað sloppið út, þegar far- angurinn var tekinn upp, komist á menn og bitið þá. Þeir hafi þá getað fengið kýlapest og hún breyst í lungnapest hjá einhverjum þeirra og orðið kveikja að lungnapestarfaraldri. Jón bendir einnig á þann möguleika, að í kulda og raka geti sjálfir sýklarnir lifað lengi í fatnaði sjúklinga, sem lát- ist hafa úr lungnapest og þyrlast í vit þeirra, sem hreyfa við honum. Þetta virðist nokkuð langsótt skýr- ing og tilviljunum háð, en einmitt það, að pest virðist aðeins hafa borist hingað tvisvar, styður hana. Annars hefði pestin trúlega komist oftar milli íslands og meginlandsins, því að hún var landlæg bæði í Englandi og Nor- egi eins og síðar verður vikið að. Lýsingar þeirra fáu heimilda, sem til eru, benda líka eindregið til þess, að þær sóttir, sem íslendingar nefndu plágur, hafi verið pest; ofsi þeirra var slíkur, að varla getur verið um annað að ræða. Það virðist því mega slá því föstu, að plágurnar tvær hafi í rauninni verið pest, þótt ekki væru hér rottur til þess að bera hana á milli, en einmitt þetta, að hér voru ekki rottur gerði að verkum, að pestin gat ekki orðið hér landlæg eins og í öðrum löndum Evr- ópu. Hvaðan barst sóttin? Eini samtímaannállinn um pláguna 1402-04 er Nýi annáll. Hann hefur geymst í lélegu afriti og þykir senni- legt, að afritarinn hafi mislesið ýmis- legt í frumritinu, t. d. í frásögninni af komu plágunnartil íslands. Þarsegir: „Item kom út Hval-Einarr Herjólfsson með það skip, sem hann átti sjálfur. .og er því síðan lýst, að með skipinu hafi komið „svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta . . Með samanburði við Vatnsfjarðar- annál elsta þykir líklegt, að í frumrit- inu hafi staðið: Item kom út í Hvalfirði Einar Herjólfsson . . ., sem kemur heim og saman við það, að Mariu- höfn í Hvalfirði mun hafa verið aðal- kaupstaður landsins um þessar mundir. Það styður líka þessa álykt- un, að Einars Herjólfssonar er víðar getið í Nýja annál og þá án viðurnefn- is. Vatnsfjarðarannáll er frá 17. öld, en mun vera byggður á fornum heimild- um, sem nú eru týndar. Þar er tekið skýrt fram, að skip Einars hafi komið í Hvalfjörð og „var á því skipi sótt mikil, sló sóttinni þegar á landsfólkið, með mannfalli". Fræðimenn hafa ekki verið sam- mála um hvaðan plágan barst til íslands. Þorkell Jóhannesson sagn- fræðingur taldi, að Einar Herjólfsson hefði ekki komið frá Noregi á vegum kaupmanna í Björgvin, þareðtekiðer fram í Nýja annál, að hann hafi átt skipið sjálfur.4 Taldi Þorkell fullvíst, að Englendingar hefðu verið farnir að sigla til (slands 1390-1400 og álykt- aði, að skipseigandi hefði getað feng- ið mun betra verð fyrir vöru sína með því að sigla beint til Englands með skreið heldur en til Björgvinjar. Jón Steffensen telur einnig senni- legast, að sóttin hafi borist frá Eng- landi og nefnir tvennt því til stuðnings. Annars vegar bendir hann á nafngiftina plága, sem hann telur íslendinga hafa tekið beint eftir enska heitinu „plague".5 Hins vegar sé ekki getið um pest í Noregi um þessar mundir nema í Vatnsfjarðarannál, en þar stendur: „1402. Mikil sótt um öll lönd, hafði hún þá gengið um Suður- löndin, um Danmörku og Noreg.“ Þetta telur Jón ekki eiga við rök að styðjast, hins vegar séu heimildir um pest á Englandi í byrjun 15. aldar.6 Björn Þorsteinsson sagnfræðingur hefur aftur á móti lengstum haldið því fram, að plágan hafi borist frá Noregi, vegna þess að siglingar Englendinga hafi ekki hafist fyrr en um 1412 (eða ef til vill 1408). í bók sinni Enska öldin, sem kom út 1970, telur Björn ósennilegt, að plágan hafi komið frá Englandi og vitnar þar m. a. í Vatns- fjarðarannál („mikil sótt um öll lönd“). Telur hann líklegra, að plágan hafi komið frá Björgvin, „þótt smitberinn hafi verið enskur, norrænn eða þýzk- ur að uppruna, en hlaupið milli far- kosta á Björgvinjarvogi".7 Sú skýring er að vísu mjög ósennileg, þegar gangur pestar og sóttnæmi er haft í huga, enda segir Björn í íslenskri miðaldasögu 1978, að plágan hafi borist frá Englandi „með íslenskum farmanni, Einari Herjólfssyni, sem sigldi eigin skipi, en þar syðra gekk Svartidauði 1401 “.8 Tilgangur fræðimanna með þess- um vangaveltum um, hvaðan pestin kom til íslands hefur vitanlega verið sá, að tímasetja nánar, hvenær Eng- lendingar byrjuðu að sækja á ís- landsmið og reyna að komast fram hjá Björgvinjarveldinu í skreiðarsöl- SAGniR 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.