Sagnir - 01.04.1986, Page 70
J^^andarísk herstöö hefur veriö á
íslandi í aldarþriöjung og Bandaríkja-
menn hafa átt kjarnorkuvopn allan
þann tíma. Áður en Bandaríkjaher
fékk aðstöðu hér á landi 1951 haföi
Island gerst aöili aö Atlantshafs-
bandalaginu. Hver hefur stefna ís-
lenskra stjórnvalda verið gagnvart
staösetningu kjarnorkuvopna á ís-
lenskri grund þennan tíma?
Þegar ísland gekk í NATO áriö
1949, var í viðræðunum sem á undan
fóru lögö áhersla á, aö íslendingar
myndu ekki „hafa erlendan her eöa
herstöðvar í landi sínu á friöartím-
um“.2 Af þessari afstööu leiddi aö
sjálfsögöu aö hér yröu engin kjarn-
orkuvopn, en á þau er ekki minnst í
samningnum. En friðartímarnir stóðu
ekki lengi.
Árið 1951 kom hingað bandarískur
her. í „varnarsamningnum" sem
gerður var milli stjórna íslands og
Bandaríkjanna af því tilefni, er hvorki
minnst á kjarnorkuvopn né annan
vopnabúnaö, en sagt að Bandaríkin
taki að sér aö „gera ráðstafanir til
varnar íslandi" fyrir hönd NATO.3
Enga vísbendingu er að finna í þing-
skjölum um að hér skuli staðsett
kjarnorkuvopn, hvorki hjá stuðnings-
mönnum né andstæöingum her-
stöðvasamningsins. Þó vísaöi Einar
Olgeirsson í ummæli bandarísks
öldungadeildarþingmanns þess efnis
aö til greina kæmi aö koma kjarn-
orkuvopnum fyrir á íslandi, yrðu
Bandaríkjamenn aö flytja þau frá
Bretlartdi. Einar taldi þetta, ásamt svo
mörgu öðru, mæla gegn samþykkt
„vamarsamningsins".5 Fylgismenn
samningsins svöruðu þessu ekki
beint, en Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra sagöi Breta ætla aö
leyfa Bandaríkjamönnum aö hafa
flugstöðvar áfram í Bretlandi, „vegna
þess aö það sé nauðsynlegt vegna
heimsfriðar og öryggis".6 Hann sagöi
samning íslendinga við Bandaríkin
vera „vamarsamning" en ekki „árás-
arsamning“ og ekki þyrfti aö túlka
hann frekar.
Áriö 1953 var á Alþingi rædd þings-
ályktunartillaga um að skora á
Bandaríkin að fallast á aö hætta til-
raunum meö vetnissprengjur. í þeim
umræðum var ekki talað um þann
möguleika aö kjarnorkuvopn yrðu
geymd á íslandi. Reyndar má segja
að málið hafi verið rætt á „alþjóðleg-
um forsendum", en enn virtist hugs-
anleg tilvist kjarnorkuvopna á íslandi
ekki hafa verið ofarlega í hugum al-
þingismanna.7
Opinber stefna íslenskra stjórn-
valda gagnvart staðsetningu kjarn-
orkuvopna á íslandi var óljós, jafnvel
engin, á þessum árum. Ekki vartekið
af skarið um hvernig þessu skyldi
háttað, en árið 1958 skýrðist málið lít-
ið eitt.
Bulganin lætur
í sér heyra
Bulganin, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, reifaði stofnun kjarnorkuvopna-
lauss svæðis á Norðurlöndum í bréfi
til Hermanns Jónassonar, forsætis-
ráðherra íslands, árið 1958. Bulganin
lýsti þar þeirri stefnu Sovétríkjanna,
að á meðan Norðurlönd hefðu ekki
tekið formlega ákvörðun um að leyfa
ekki uppsetningu kjarnorkuvopna,
hefðu þau enga tryggingu fyrir því að
þessum vopnum yrði ekki beitt gegn
þeim í stríði. Hann minntist einnig á
herstöð Bandaríkjanna á íslandi og
sagði: „Sá möguleiki að staðsetja
kjarnavopn í þessari herstöð er e. t. v.
ekki útilokaður, en sú staðreynd setur
íslensku þjóðina í hættu, sem engan
veginn er smávægileg."8
Hermann Jónasson svaraði um
hæl og vísaði í yfirlýsingu íslensku
ríkisstjórnarinnarfrá 7. maí 1951. Þar
segir að samkomulag sé um það, á
milli íslendingaog Bandaríkjamanna,
að koma eingöngu upp mannvirkjum
til varnar en ekki til að gera árásir.
Þessi afstaða er sögð óbreytt og hún
leiði til þess að hér verði ekki staðsett
annars konar vopn en íslendingar
telji nauðsynleg til varnar. Og Her-
mann bætti við: „Um kjarnorku- eða
eldflaugastöðvar á Islandi hefur
aldrei verið rætt og engin ósk komið
fram um slíkt.“9
Af svari forsætisráðherrans, Her-
manns Jónassonar, má a. m. k. ráða,
að árið 1958 hafi íslenskir ráðamenn
verið vissir um að hér væru ekki stað-
sett kjarnorkuvopn og að Bandaríkja-
menn hafi ekki óskað eftir því. En
Hermann útilokar þó ekki þann
möguleika að kjarnorkuvopnum verði
»
Á Vellinum. Nokkrir yfirmenn á Keflauíkur■
fiuguelli um miðja öldina.
68 SAGMIR
J