Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 71

Sagnir - 01.04.1986, Síða 71
Kjarnorkuvopn á íslandi? Herstöðvaandstæðingar árið 1960. Á liðn- um áraiugum hafa margir ísiendingar lagi barállunni gegn ueru Bandaríkjahers á ís■ landi lið. komið fyrir hérlendis, þó að Bulganin hafi verið að reyna aö koma honum í skilning um, að það forðaði íslensku þjóðinni undan „engan veginn smá- vægilegri" hættu. Stefnan mörkuð Árið 1961 var þingsályktunartillaga um mótmæli gegn tilraunum Sovét- manna með vetnissprengjur til um- ræðu á Alþingi. Hannibal Valdimars- son og Lúðvík Jósepsson lögðu fram breytingartillögu við hana: „Alþingi lýsir enn fremur yfir því, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neins konar kjarnorkuvopna á íslandi né að slík- um vopnum verði nokkurn tíma beitt frá stöðvum hér á landi.“10 Þessi breytingatillaga var felld með 30 at- kvæðum gegn 26, að viðhöfðu nafna- kalli. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra greiddi atkvæði gegn henni og gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu: Svo sem fram hefur komið í um- ræðunum og marglýst hefur verið yfir, eru engin kjarnorkuvopn geymd á íslandi og ekki komið til greina, að þau yrðu hér. Af þeirri ástæðu er flutningur þessarar til- lögu ástæðulaus.11 Afstaða Alþingis til kjarnorku- vopnamála árið 1961, hefur verið afstaða íslenskra ráðamanna allar götur síðan. Allir utanríkisráðherrar íslenskra ríkisstjórna, hafa síðan þá lýst yfir að hér væru ekki kjarnorku- vopn og engar breytingar á döfinni. Nefna má að Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra gaf yfir- lýsingu í anda þessa á Alþingi árið 1964. Hann sagði þó að ekki væri unnt að útiloka, að hérlendis yrðu staðsett kjarnorkuvopn, aðstæður á alþjóðavettvangi yrðu að ráða því.12 Sú áherslubreyting virðist hafa orðið síðan, að minna er gert úr þeim möguleika að á íslandi verði komið fyrir kjarnorkuvopnum. Til dæmis sagði fulltrúi Islands á NATO-fundi árið 1979, þar sem tekin var ákvörð- un um „endurnýjun" meðaldrægra kjarnorkuflauga í Vestur-Evrópu: „Eitt grundvallaratriði varnarmála- stefnu íslands er að þar verði ekki staðsett kjarnavopn. Ég tel óhugs- andi að frá þessu grundvallaratriði verði horfið í fyrirsjáanlegri fram- tíð.“13 Stefna síðustu áratuga liggur því Ijós fyrir. Á íslandi skulu ekki vera kjarnorkuvopn. Sé tekið mið af yfirlýs- ingunni frá 1979 má ætla að mikið þurfi að ganga á, áður en kjarnorku- vopn verða flutt hingað með leyfi ís- lendinga. Sá möguleiki hefur þó ekki verið útilokaður, hvorki með yfirlýs- ingum né samningum. Aðstæður hafa áður breyst svo á alþjóðavett- vangi, að íslenskir ráðamenn hafa horfið frá „grundvallaratriöum" stefnu sinnar í öryggismálum þjóðarinnar. Flækst í kjarnorkuvopnanet? Er það hugsanlegt, þrátt fyrir yfirlýs- ingar íslenskra stjórnvalda, að á ís- landi séu geymd kjarnorkuvopn? Tengist ísland kjarnorkuherafla NATO að meira eða minna leyti? Er atómstöð á Miðnesheiði? Starfsemi Bandaríkjahers hefur breyst nokkuð frá því að bandarískir hermenn tóku sér bólfestu á Islandi, í annað sinn árið 1951. Fyrst sá land- herinn um herstöðina og hún var út- búin með hefðbundinn hernað í huga. Flugherinn tók þó fljótlega við stöðinni og „Keflavík was operated as a military Air Transport System Base ...“, eins og fulltrúi hersins hef- ur orðað það. Enn varð breyting á árið 1961, þegar bandaríski sjóherinn tók við stöðinni, að sögn vegna vax- andi flotaógnunar Sovétmanna á Atl- antshafi. Sjóherinn hefurséð um her- stöðina síðan. Þrátt fyrir ýmsar breyt- ingar á vopnabúnaði og yfirstjórn her- stöðvarinnar, hafa tvö mikilvæg atriði ekki breyst. íslendingar hafa ekki eig- in her og Bandaríkjamenn hafa starf- að sjálfstætt án afskipta íslendinga. Samvinna hefur og verið allan tímann milli herstöðvarinnar á íslandi og annarra NATO-herstöðva á Norður- Atlantshafssvæðinu.14 Á íslandi hafa verið alls kyns víg- vélar í meira en 35 ár samfellt. Orr- SAQrilR 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.