Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 80

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 80
Verkfallið 1955 verkalýösfélaganna og sagöi í viðtali í apríl 1985: Krafan um atvinnuleysistryggingar var búin að vera ofarlega á baugi í hinum pólitíska armi verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðusam- bandsþing höfðu gert samþykktir um að atvinnuleysistryggingum yrði komið á, en hún var mjög lítið rædd í verkalýðsfélögunum sjálfum. Þegar farið var að leita leiða til að leysa deiluna með minni kauphækkun en fleiri félagslegum atriðum þá komu hugmyndir um at- vinnuleysistryggingar upp á borðið að frumkvæði sáttanefndarinnar, sérstaklega Brynjólfs Bjarnasonar og Emils Jónssonar, og þá komu líka á dagskrá hugmyndir um sjúkrasjóði.38 Það var engin tilviljun að nafn Brynj- ólfs Bjarnasonar kom hér upp. Brynj- ólfur var búinn að vera baráttumaður fyrir atvinnuleysistryggingum í ára- tugi. Hann hafði flutt frumvörp um málið þing eftir þing ásamt félögum sínum í Sósíalistaflokknum. Ber þó ekki að draga úr þætti Emils Jóns- sonar í þessu máli. Þegar leið að lokum verkfallsins, vissu menn að samningar lágu í loft- inu. Fjöldi fólks var í Alþingishúsinu þar sem samningaviðræðurnar fóru fram. Þann 28. apríl, sama dag og samningarnir voru undirritaðir, gerð- ist atburður sem hefði getað hleypt öllu í bál og brand. Sjö verkfallsverðir höfðu verið sendir á vakt í Smálöndum. Þeir höfðu búist við að þetta yrði síðasta vaktin. Voru þeir við tréslá sem þeir notuðu við að auðvelda verkfalls- vörsluna er fólst í því að reyna að koma í veg fyrir að vörum væri smygl- að til Reykjavíkur. Fimmtán lögreglu- menn komu þangað uppeftir og báðu verkfallsverði að víkja tafarlaust fyrir manni, sem heimtaði að komast í gegn án tafar. Þar sem verkfallsverð- irnir voru í miklum minnihluta, gripu þeir til þess ráðs að kasta sér á slána og sögðu að allir yrðu að hlíta sömu reglum. Fyrirliði lögreglunnar gekk þá fram og skipaði sínum mönnum að beita kylfum við að ryðja hliðinu frá og opna. Gengu lögregluþjónarnir að verkfallsvörðum og létu kylfurnar dynja á höndum þeirra og hálsi. Harð- ast gengu fram fyrirliði lögregluþjón- anna, er Þjóðviljinn kallaði „Stebba í ruslinu", og „Sigurjón tunnulöggi", en hann var titlaður „Heimdellingur" af blaðinu.39 Síðan voru þrír verkfallsverðir flutt- ir niður á lögreglustöð og síðar færðir til rannsóknarlögreglunnar. Er fréttin barst samninganefnd og verkfalls- stjórn var tekið í taumana og mennirnir sóttir til logreglunnar og þaðan fluttir á Slysavarðstofuna. Auk þess voru hinir sem eftir voru í Smá- löndum sóttir og fluttir til læknis í rannsókn. Allir voru þeir meira eða minna marðir eftir kylfuhöggin.40 Þessi atburður var mjög alvarlegur, þegar tekið er tillit til þess á hve við- kvæmu stigi samningarnir voru 28. apríl. Atburður þessi var líka einstak- ur að því leyti að lögreglan hafði ekki skipt sér beint af átökum í verkfallinu. Hafði verið góð samvinna milli verk- fallsmanna og lögreglu, þar sem lög- reglan hafði tekið ýmsan smyglvarn- ing í sína vörslu og geymt meðan á verkfallinu stóð. Freistandi er að álíta, að einhverjir háttsettir eða áhrifamiklir menn hafi ekki veriö hrifn- ir af þeim samkomulagsdrögum sem horfur voru á að samþykkt yrðu. Hafi þeir því ætlað að sprengja samninga- viðræðurnar með þessum aðgerðum. Þjóðviljinn dró dómsmálaráðherra til ábyrgðar í málinu og sagði að hann hefði staðið fyrir aðgerðunum. Bjarni Benediktsson var þá dóms- málaráðherra. í ritstjórnargrein í Þjóðviljanum 29. apríl 1955, er bar yfirskriftina „Lokaframlag dómsmála- ráðherrans", sagði: Á því er enginn minnsti vafi að fyrir þessari fantalegu og skipulögðu árás á verkfallsverðina í þeim til- gangi að spilla fyrir lausn vinnudeil- unnar stóð enginn annar en Bjarni Benediktsson, sjálfur dómsmála- ráöherra landsins. Engum kemurtil hugar að lögreglustjóri eða yfir- menn í lögreglunni taki það upp hjá sér að siga fjölmennum hópi lög- regluþjóna á verkamenn sem vinna skyldustörf í þágu samtaka sinna, á því stigi deilunnar þegar samn- ingar eru líklegastir.41 Þetta verða aðeins að teljast vangaveltur Þjóðviljans. Það verður ekkert sannað í þessu efni, nema að einhver leysi frá skjóðunni um að- draganda þessa atburðar. Samningar Þessi uppákoma hafði engin áhrif á samkomulagið sem var í uppsiglingu og sama dag, 28. apríl 1955, voru samningarnir undirritaðir. Lykillinn að lausn deilunnar voru atvinnuleysis- Og dagurinn leið að kvöldi. Samningum lokið. Dagsbrúnarmenn streymdu inn í Gamla bíó. Þeir fylltu þar ekki aðeins öll sæti. Hvar- vetnamilli allra stæðaraða, ágöngum, í stigum, ásvölunum, -já, og stigunum upp undir þaki, voru raðir standandi manna! Aldrei hef ég séð ánægjulegra liö. Hver er sá, að honum þyki ekki vænt um ungu mennina sem eftir 6 vikna vaktstöðu voru enn ólgandi af baráttuhug - hve lengi sem hefði þurft að berjast. Hver er sá, að hann þakkaði ekki þá forsjá, skarpskyggni, dómgreind og þrautseigju er fulltrúi Dagsbrúnar sýndi í hinum löngu, erfiðu samningaviðræðum? Hver er sá, að hann dái ekki það úthald og samheldni sem báðir, mennirn- ir í vopnaviðskiptum samningastríðsins og mennirnir á varðstöðun- um á vegum úti og vinnustööum, höfðu sýnt allan þennan langa bar- áttutíma? Eldmóður hinna ungu, reynsla og æðrulaus rökhyggja hinna eldri, þrautseigja og úthald allra Dagsbrúnarmanna, er sá fjár- sjóður sem er gulli betra. Hann er dýrmætasta eign íslenzkra verka- lýðssamtaka. Þetta veit allur verkalýður (slands. Dagsbrúnarmenn voru ekki aðeins að berjast fyrir sjálfa sig. Þeir börðust fyrir alla al- þýðuna. Hvert verkalýðsfélag, hver alþýðumaður á landinu nýtur góðs af baráttu þeirra og sigri. (Jón Bjarnason: „Dagsbrún brjóst- vörn alþýðunnar". Dagsbrún 14 [Rv. 1956], 24). 78 SAQMIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.