Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 84

Sagnir - 01.04.1986, Page 84
Umsögn um Sagnir Ólafur l-riðriksson. Hanri uareinn þekklasli og umdeildasii forgsiumaður Aiþgðu- flokksins á þriðja og fjórða áralugnum. Ólafur Friðriksson kemur uið sögu í grein Ólafs Ásgeirssonar í 6. árgangi Sagna. yfirlit um deiluna og eftirköst hennar; hann þekkir heimildirnar sem máli skipta; og hann seturdeiluna í hárrétt samhengi með því að benda á ný- aukin umsvif Sambandsins, deilurnar um Landsverslun og íslandsbanka, og samvinnulögin 1921. Greinin er því fróðleg og að mörgu leyti góðra gjalda verð. Gallinn er sá helstur að Helgi setur sig ekki inn í hin einstöku deiluefni. Hver var raunverulega fjár- hagur og skuldastaða samvinnu- hreyfingarinnar 1921, og hvað hafði valdið skuldasöfnun samvinnu- manna? Því mætti svara allskýrt án þess að nota aðrar heimildir en Helgi vitnar til hvort sem er. Var eitthvað hæft í þeirri ásökun Björns Kristjáns- sonar að menn gætu ekki sagt sig úr kaupfélögunum vegna samábyrgðar á skuldum þeirra? Þegar Helgi endur- segir í rúmlega einum dálki heilan bækling eftir Björn helgar hann þessu atriði um þriðjung rýmisins og einu orðréttu tilvitnunina. Hann hefði átt að láta þess getið að þetta var misskiln- ingur gamla mannsins. Raunar er Helgi fyrr í greininni búinn að drepa á efni þeirrar lagagreinar, sem átti að tryggja mönnum útgöngurétt úr skuldugum samvinnufélögum, en hann rekur lagaákvæðin ekki svo nákvæmlega að ókunnugur lesandi sjái sjálfkrafa í gegnum mistúlkun Björns. Enn losaralegri er lýsing hans á skattaákvæðum samvinnulaganna; „Samvinnufélög áttu að greiða fast- eignaskatta og útsvar af ágóða vegna viðskipta við utanfélags- menn“. í þessari endursögn eru tvær villur. Útsvar mátti leggja á samvinnu- félögin fyrir viðskipti þeirra við utan- félagsmenn bæði eftir ágóða og veltu í þeim viðskiptum. Og meiningin er ekki að samvinnufélög greiði venju- lega fasteignaskatta til jafns við aðra, heldur að þau greiði til sveitar sér- stakt gjald af fasteignum, „samvinnu- skattinn", til uppbótar fyrir útsvars- frelsi félagsmannaviðskiptanna. Sem sagt; það er erfitt að lýsa þrætu án þess að kynna sér þrætu- efnið, jafnvel í tæknilegum smáatrið- um. í greininni „Alþýðuleiðtogi óg aftur- hald“ fer Ólafur Ásgeirsson með póli- tískri stórsókn á hendur Jóni heitnum Baldvinssyni fyrir áhuga hans á efl- ingu landbúnaðarins. Greinin er um margt skörulega samin, og hún hefur þann meginkost að höfundur setur efnið í vítt sam- hengi sem hann gerir sér ákveðna heildarmynd af. En dómgjarn er hann. Við segjum frá fortíðinni, reyn- um að útskýra hana, en við eigum helst ekki að rífast við hana. Það gerir Ólafur langt um of, ýmist beinlínis eða með ádeilukenndu orðavali (eins og þegar Jónas frá Hriflu fór að „hræra í verkalýðsmálum" og fjöl- margt í þeim dúr). Fram til 1927 er Jón Baldvinsson forseti Alþýðusambands íslands, raunar formaður Alþýðuflokksins um leið, en flokkurinn er aukaatriði. Aðal- viðfangsefni Alþýðusambandsins er að félagsbinda verkalýðsstéttina, koma á samstöðu um verkalýðsfélög- in og fá þau viðurkennd sem samn- ingsaðila. Jafnvel með þessi einföldu markmið átti hreyfingin langt í land. í þessu samhengi eigum við að sjá - og skilja - ótta Jóns Baldvinssonar við ört aðstreymi sveitafólks í verka- lýðsstéttina. Auðvitað er það rétt hjá Ólafi að örari vöxtur þéttbýlis hefði hraðar „fært þungamiðju stjórnmál- anna til sjávarsíðunnar", en pólitísk spákaupmennska á þeim markaði hefði Jóni Bald. væntanlega þótt heldur ábyrgöarl ítil. Hugmyndina um bandalag sveita- fólks og verkafólks tengir Ólafur mjög eindregið við Jón Baldvinsson og Jónas frá Hriflu og bendir réttilega á pólitísk tengsl þeirra tveggja. Enn eindregnari hugmyndir um slíkt bandalag - nefnilega í sameiginleg- um stjórnmálaflokki - voru samt komnar fram hjá Ólafi Friðrikssyni áður en hann kom suður og hóf sam- starf við Jónas og Jón; kannski voru þær bara ekki eins langsóttar þá og okkur kann að virðast núna. (Ég er eiginlega farinn að boða innlifunar- kenningu um skilning á liðnum tíma.) Ofan á dómgirnina er Ólafur glanni í ályktunum. „Þau dæmi sem tekin hafa verið af málflutningi Jóns,“ segir hann að sýni „Ijóslega hversu íhalds- samur hann var“ í efnahagsmálum. Dæmið er raunar bara eitt (enda rétti- lega á þaö bent hve torfundin eru um- mæli Jóns um eiginleg stefnumál). Framar í greininni hefur Ólafur þó sagt, án þess að taka dæmi, að finna 82 SAGMIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.