Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 85

Sagnir - 01.04.1986, Page 85
Umsögn um Sagnir megi í Alþingistíðindum frá 3. ára- tugnum „fjölmörg dæmi um þetta við- horf Jóns“. En samkvæmt tilvísun ættu þessi „fjölmörgu" dæmi að vera saman komin í aðeins tveim dálkum Alþingistíðinda. Og þótt tvö dæmi geti svosem verið fullglögg um stefnu Jóns í þessu ákveðna máli, að efla byggð í sveitum, má þá af því „ráða að Jón hafi verið gersneyddur því sem nefnt hefur verið stéttarvitund"? Jú, það finnst Ólafi, enda „hefði Jóni átt að vera kunnugt um af reynslu sinni á þingi að bændaþingmennirnir voru almennt óbilgjarnari gagnvart verkalýðsflokkunum en kollegar þeirra". Og vísar í Svan Kristjánsson sem ályktar svo af dæmum frá tíma- bilinu 1934-47 (þess vegna verka- lýðsflokkar í fleirtölu) sem varða stjórnarsamstarf við verkalýðsflokka. En það var 1927 (áður en slíkt stjórn- arsamstarf hafði komið til greina) sem Jóni átti að vera þetta Ijóst af reynslu sinni á þingi. I svona sagna- ritun komast heimildirnar bara ekki upp með moðreyk. Hér með er ekki nærri því upp talið það sem ég er Ólafi ósammála um, en hann skrifar af sjálfstrausti og myndugleik, það má hann eiga. Birgir Sörensen ritar einnig af myndugleik grein sína, „Morgunblað- ið og nasisminn 1933-1938“, og hrökkva stundum af munni vandlæt- ingarorð um málflutning blaðsins. En röksemdafærsla hans virðist í góðu jafnvægi og niðurstöðurnar trúverð- ugar, annars vegar um afstöðu Morg- unblaðsins til innlendu nasistahreyf- ingarinnar, sem það hampaði skefja- laust meðan hún studdi Sjálfstæðis- flokkinn og snerist síöan gegn af op- inni illúð, hins vegar um afstöðu þess til þýsku nasistastjórnarinnar sem var dempaðri en snerist í sömu átt. Hér er þó grein sem ég hygg að vitnað verði til framvegis þar sem þetta til- tekna svið ber á góma. „Jón Leifs. Tónskáldið sem þjóðin gleymdi" heitir ritgerð Ríkharðs H. Friðrikssonar. Þar er aðeins vísað til heimilda að orðréttum tilvitnunum, en að öðru leyti er látin duga heimilda- skrá án tilvísana. Hún er löng og traustvekjandi, og sjálf ber greinin þann svip að vera samin af traustri þekkingu. Hún er líka fjörlega samin, og höfundur virðist sameina það að hafa auga fyrir hinu broslega í fari og ferli Jóns og bera mikla virðingu fyrir honum sem tónskáldi. Kannski er það helsta brotalömin á málatilbúnaði Ríkharðs, að hann dregur á annan bóginn ærið glöggt fram hve misjafnt mat menn gátu lagt á Jón og verk hans, en er svo í hinu orðinu alveg sneyddur samúð með þeim sem lítt hirða um tónlist hans nú. Framantaldar greinar eru settar upp sem greinaflokkur um árin milli stríða. Síðan kemur annar greina- flokkur enn samstæðari, enda allur unninn upp úr þáttaritgerðum í nám- skeiði Gunnars Karlssonar (sem fylg- ir honum úr hlaði) um Jón Sigurös- son. „Ástmögur þjóðarinnar?" heitir Kröfuganga þjóöemissinna. Þjóðemis- sinnar i Reykjauík ganga fyiktu liði i Ausl■ ursirœti 1. maí 1934. BirgirSörensen fjallaði um afslöðu Morgunblaðsins lil nasismans í 6. árgangi Sagna. fyrsta greinin, samin af Páli Vilhjálms- syni. Hann rifjar upp eftir Lúðvík Krist- jánssyni lítt heppnaða tilraun til sam- skota handa Jóni 1855, en sem and- stæðu stillir hann upp nokkrum dæm- um um þá miklu aðdáun og ótvíræðu viðurkenningu sem Jón hafði þá um skeið notið meðal íslendinga. Páll skrifar liðlega og á köflum prýðilega. Greinin er skólastíll og ekki tilefni til að krefjast mikillar rannsóknar. En þröngt þykir mér Páll marka sér við- fangsefnið að nefna ekki einu sinni áformið um söfnun handa Jóni 1845- 46, þótt gerð sé grein fyrir því á sömu blaðsíðu heimildarrits og hann vitnar til í öðru samhengi. Meðal millifyrirsagna í grein Páls eru „Þau elska ég mest bóka“ og „í orði og verki“. Þetta er dæmigert fyrir millifyrirsagnir í Sögnum öllum; ekk- ert endilega afmarkandi um efni undirkafla, heldur brugðið upp ein- hverju forvitnivekjandi atriði úr honum. Þegar skrifa skal aðgengi- lega er þetta rétta aðferðin. Næstu grein ritar Sigríður Sigurð- ardóttir: „Tólf ár í festum. Af Ingi- björgu Einarsdóttur." Það er grein- argóð samantekt um eiginkonu frels- ishetjunnar, reist á töluverðri heim- ildakönnun, vel samin, og bryddir sums staðar á mjög réttmætu „kvennasögulegu" efnismati. Smá- muni mætti fetta fingur út í, t. d. að vitna í inngang að heimildaútgáfu (inngangur hlýtur það að vera úr því blaðsíðutalið er rómverskt) án þess að geta höfundar hans; eða að segja SAGNIR 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.