Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 86

Sagnir - 01.04.1986, Side 86
Umsögn um Sagnir Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðs- sonar. Sigríður Sigurðardóllir rilaði grein um hana í 6. árgang Sagna. frá afskiptasemi Ingibjargar um kvon- fang Benedikts Gröndal án þess aö geta þess hve nákomin þrúður hans var henni. En ég er líka ósammála Sigríöi um mikilvægustu heimildar- túlkunina í endilangri greininni, og skal þó játa að þar er mjótt á munum. Hún vitnar í ummæli Gísla Hjálmars- sonar í bréfi til Jóns um Ingibjörgu „sem hefur þvílíka armæöu fyrir okkur. (Þér vorkenni ég hana aldrei, þaö er svo gamalt.)“ Hér les Sigríöur svo aö Gísli ýi að einhverri óánægju Jóns með Ingibjörgu. Ég les svo, að hana í svigasetningunni vísi ekki til Ingibjargar, heldur armæðu þeirrar sem Jón sjálfur hafði af snúningum fyrir Gísla. Þetta kann aö vera tvírætt, en er þá ekki varúðarreglan sú aö halda sig við þann skilninginn sem minni ályktanir veröa af dregnar? „Ef úngir menn kæmu á fót skot- varnarliði. Stefna Jóns Sigurðssonar í landvarnar- og hermálum" heitir grein Arnalds Indriðasonar. Þar vekur strax athygli hve fimlega hann leiðir að efninu út frá tilvitnun í Jóhannes glímukappa; þar kemur fram hinn al- þýðlegi framsetningarmáti sem Sagnir stefna að, andstætt þeirri fræðimannlegu efnisskipan að af- marka rannsóknarefnið í hlutlausum inngangsorðum. Hins vegar er það meira í stíl rannsóknarritgerða hvern- ig Arnaldur dregur saman niðurstöður í greinarlok. í hinni fyrstu ályktar hann í ógáti og heimildarlaust að Jón Sig- urðsson hafi ætlað væntanlegu ís- lensku fulltrúaþingi að sjá um land- varnir. Að öðru leyti virðist rökvíslega lagt út af tilvitnunum í skrif forseta, sem í sjálfu sér eru líka forvitnilegar (kannski glannalegri sumar en maður á von á frá Jóni). Næsti höfundur er Agnes Siggerð- ur Arnórsdóttir, og heitir grein hennar „Menntun - forsenda framfara og frelsis". Segir þar frá skólamálahug- myndum forseta, og hefur heimilda verið leitað allrækilega, því að tals- vert er vitnað í bréf Jóns og þingræð- ur auk meginritgerða hans um skólamál. Ögn vantar á hnitmiðun í frásögninni. Þegar Agnes segir t. d.: „Hin huldu öfl þjóðarinnar voru bændum í blóð borin og þau vildi Jón Sigurðsson virkja"; þá þarf lesandinn að fá að vita hvort hún er að spegla orðalag frá Jóni (og ætti þá að taka það upp orðrétt og vísa til heimildar) eða einfaldlega að vaða elginn (og hefði þá átt að strika setninguna út). Maður verður líka hálfsisvona átta- villtur að lesa: „Hins vegar varð Jón ekki sannsþár um menntun . .. kvenna", þegar maður frétti fáum dálkum fyrr að „um kvennamenntun skrifaði hann ekkert". Síðast í Sögnum eru tvær greinar nátengdar eftir Magnús Hauksson. Hin síðari heitir „Þingræði og ráð- herraábyrgð". Þar tekur hann uþp nokkur dæmi um mjög losaralega notkun kennslubóka á hugtökunum þingræði, þingbundinni stjórn og ábyrgð ráðherra. Skýrirsíðan hvernig þau hugtök séu rétt notuð og fer þar í smiðju til lögfræðinga. Allt er þetta skýrt og rétt. En Magnúsi láist að skýra hvers vegna heimildirnar tala stundum um ábyrgð ráðherra fyrir hinum eða þessum (t. d. Alþingi) og reynast samt eiga við einbera laga- lega ábyrgð. Þá er nefnilega átt við að hinn eða þessi fari með ákæruvaldið gegn ráðherra. Fyrri grein Magnúsar heitir „Krafa Jóns Sigurðssonar um ráðherra- ábyrgð“, og fer hann þar í saumana á gömlu rannsóknarefni Odds Did- riksen, þ. e. að hve miklu leyti þing- ræðishugmyndir hafi vakað fyrir Jóni í stjórnarbótarkröfum hans. Aðallega er það í túlkun á einni af ritgerðum Jóns sem Magnús greinir meiri þing- ræðisáherslu en Odd gerði, og sýnist hann hafa þar lög að mæla. Hins veg- ar þykir mér eilítið tortryggileg útlegg- ing Magnúsar á hugmynd Jóns um „jurydóma" í ábyrgðarmálum ráð- herra. Hann hefur eftir forseta ýmsa varnagla um virkni slíks dóms vegna afstöðu embættismannanna „sem sætu að líkindum í dóminum". En „jurydómur", kviðdómur, er einmitt leiðin til að láta embættismenn ekki sitja í dómi, a. m. k. ekki eina. Þannig að athugasemdir Jóns um embættis- menn ættu að vera rök fyrir kviðdóm- um, ekki varnaglar gegn þeim. Að öðru leyti er þessi grein Magnúsar, eins og hin, skýr og rökföst. Þá hefur verið tæpt á öllu aðalefni Sagna, og verður heildarniðurstaðan um það sú, að það sé vel valið og yfir- leitt vandað, það standi fyllilega undir sér sem eigulegt blað, og það gefi til- efni til nokkurrar bjartsýni um þjálfun og kunnáttu þess stóra hóps sagn- fræðingsefna sem að því stendur. □ 84 SAGMIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.