Sagnir - 01.04.1986, Page 87
Ólafur Ásgeirsson
Vörn vegna meintrar
árásar á pólitíska æru
Jóns heitins Baldvinssonar
s
F
1—Jq ætla aö myndast viö aö svara
gagnrýni Helga Skúla Kjartanssonar
á grein mína í Sögnum 1985 sem
fjallaði um stjórnmálahugmyndir Jóns
Baldvinssonar. Beinir Helgi mikilli
skæöadrífu aö skrifum mínum og er
illt aö búa undir án tilburöa til varnar.
Mér virðist sem Helgi beini spjótum
sínum einkum aö tveim þáttum í
greininni. í fyrsta lagi aö því hvernig
ég nálgast viöfangsefnið, en Helgi er
andvígur því aö sagnfræöingar dæmi
fortíðina. í öðru lagi deilir hann á
„glannalegar ályktanir" af þeim heim-
ildum sem vitnaö er til.
Af hlutdrægu
hlutleysi
Hvaö fyrra atriðiö varöar segi ég
hreint út: Ég er ósammála, og mun nú
reyna aö færa rök fyrir því. í gagnrýni
sinni segir Helgi að viö.segjum
frá fortíðinni, reynum aö útskýra
hana, en við eigum helst ekki aö ríf-
ast við hana." Og síðar í ritdómnum
leggur hann einskonar innlifunar-
kenningu þessu til grundvallar. Nú
skal þaö viðurkennt að nauðsynlegt
er aö setja sig inn í þankagang þess
tíma sem um er fjallað, eftir því sem
tök eru á. En þaö er óhugsandi aö
firra sig frá þeim veruleika sem viö
hrærumst í hverju sinni. Þær spurn-
ingar sem viö spyrjum, þau viðfangs-
efni sem við veljum, þau dæmi sem
við tökum úr heimildunum - allt þetta
ræöst aö töluverðu leyti af viðhorfum
rannsakandans. Sagnfræöingur sem
þykist vera hlutlaus getur hæglega
dregiö fram hlutdræga mynd með því
aö veita ákveönum þætti meira rými í
skrifum sínum heldur en öörum. Og
þaö þótt hann geri sér litla grein fyrir
því hvers vegna. Og vel að merkja:
þaö er líka skoðun aö predika
skoöanaleysi.
í stað þess aö sveipa sig gatslitinni
hempu ímyndaðs hlutleysis er bæöi
hreinskilnara og heiöarlegra aö hver
komi til dyranna eins og hann er
klæddur. Ef fræðimaðurinn veitir koll-
egum sínum og öörum milliliðalausan
aögang að viðhorfum sínum, eöa í
öllu falli þeim forsendum sem liggja til
grundvallar skrifunum, skapast vett-
vangur fyrir skoöanaskipti. Með tilvís-
un í heimildir veitir hann aðgang aö
forsendum þeirra dóma, eöa álykt-
ana, sem hann dregur af efninu og
þeir sem vilja geta fett fingur út í
skrifin, finnist þeim ástæöa til. Sú
loðmulla sem tíðkast hefur í allt of rík-
um mæli meðal íslenskra sagnfræö-
inga hefur drepiö í dróma þá um-
ræöu sem sker raunverulega úr um
þaö hvort greinin er lifandi eöa
dauð.
Iðnbylting
eða sjálfsþurft
Þá er aö minnast á hina efnislegu
gagnrýni Helga Skúla. Hann kvartar
yfir því aö ég dragi ályktanir af fáum
dæmum og er þaö í sjálfu sér rétt.
Enda er þaö tekið fram í greininni aö
Jón var pennalatur maður. Hins veg-
ar er engum blöðum um þaö aö fletta
aö hann leit á aukiö landnám í sveit-
um sem raunhæfa framtíðarlausn á
atvinnuleysisvandanum. Er í grein
minni vitnaö til Alþingistíðinda frá ár-
unum 1923, 1924 og 1927, þar sem
þetta viðhorf Jóns kemurfram. Væri í
sjálfu sér fullnægjandi aö benda á
hans eigið frumvarp um þetta efni frá
1927. Helgi segir vafasamt aö draga
þá ályktun af þessu að Jón hafi skort
stéttarvitund. En er ekki augljóst aö
Jón taldi atvinnustöðu manna hafa
takmörkuö áhrif á viðhorf þeirra?
Tæpast heföi Jón hvatt til landnáms í
sveitum ef hann heföi taliö þaö
skeröa hagsmuni verkafólks. Hann
skrifaði einmitt grein í Alþýöublaöiö 3.
janúar 1934 þar sem hann taldi eöli-
SAQMIR 85