Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 89

Sagnir - 01.04.1986, Page 89
Vörn vegna meintrar árásar. . . fluttum verkamönnum, er ógnuöu stöðu félagsins meö undirboðum og auknu atvinnuleysi. í upphafi 3. ára- tugarins reyndi félagiö aö hamla gegn aöflutningi fólks, en síðar breyttist þessi neikvæöa afstaða (Magnús talar um „negative atti- tude“). Var í þess stað krafist aukinn- ar atvinnu handa öllum, meöal ann- ars með áherslu á auknar oþinberar framkvæmdir.9 Virðist sem Jón Baldvinsson hafi yfirfært hina fyrri baráttustefnu Dags- brúnar á hiö þólitíska svið og gert hana að lykilatriði í sínum málflutn- ingi. Vafalaust má finna ýmsar skýring- ar á stefnu Jóns og ein þeirra kynni að vera sú að honum hafi runnið til rifja eymd þeirra sem flosnuðu uþp úr sveitunum og settust að í bæjum. í því sambandi er ekki úr vegi að benda á grein sem Helgi Skúli skrif- aði 1974 um fólksflutninga til Reykja- víkur á þessu tímabili og byggir hann hana meðal annars á íbúaskrá frá 1920. Þar segir að Reykjavík hafi ver- ið bær tækifæranna og fólk hafi frem- ur verið á leið upp metorðastigann, en niður. Átti þetta ekki síður við um erfiðisvinnufólk heldur en aðra.10 Af þeim sökum hefði mátt ætla að verka- lýðsleiðtogarnir hefðu ekki átt að vera Ljósafossvirkjun vígð árið 1937. Þegar uirkjunin tók lil starfa margfaldaðist raf magnsframleiðsla í landinu og kom það iðnaðinum mjög til góða. allt of neikvæðir á þróun mála, þótt vissulega væri um erfiðleika að ræða. Bændaíhald Hvað varðar síðasta atriðið sem Helgi minnist á, þá fullyrðingu að bændaþingmennirnir hafi verið óbil- gjarnari en aðrir þingmenn í garð verkalýðsflokkanna, vil ég segja þetta: Svanur Kristjánsson dregur þessa ályktun af því að stofnendur Bændaflokksins, sem klofnaði úr Framsóknarflokknum 1934, notuðu það sem höfuðröksemd að þeir væru andvígir samstarfi við jafnaðar- menn.11 Það skal viðurkennt að þetta sannar ekki að þændur hafi verið jafnaðarmönnum og kommúnistum þyngri viðureignar en aðrir þingmenn á 3. áratugnum. Hins vegar hef ég sterkar grunsemdir um að bændur hafi litið jafnaðarmenn líkum augum á 3. og 4 áratug aldarinnar. í mál- gagni þeirra er stóðu að Bænda- flokknum, Framsókn, er einmitt höfð- að til hefðbundinna sjónarmiða bændastéttarinnar og biðlað sérstak- lega til bænda í Sjálfstæðisflokki. Var meðal annars amast við kauphækk- unum til handa verkafólki sem gerðu bændum erfitt fyrir vegna vinnufólks- eklu.12 Þórarinn Þórarinsson gefur það í skyn í sögu Framsóknarflokksins að ágreiningur hafi verið í Framsóknar- flokknum á þriðja áratugnum milli hægfara þingbænda og „Tímaklík- unnar“ sem hafði aðsetur í Reykja- vík.13 Ágreiningur milli íhaldssamra bænda og framsæknari bæjarbúa í flokknum. Auk þess benti ég á Jörund Brynjólfsson í grein minni og var hann skýrt dæmi um hvernig bænda- hagsmunirnir mótuðu afstöðu ein- staklings sem flutti af mölinni út í sveit. Því segi ég enn: Landbúnaðar- stefna Jóns Baldvinssonar var efna- hagslegt og pólitískt glapræði. Bæði út frá sjónarhóli jafnaðarmanna og bæjarbúa yfirleitt. Og, vel að merkja, út frá sjónarhóli síns tíma, ekki síður en okkar tíðar. En hugmyndir Jóns eru býsna merkilegar og lífseigar. Þær lifa góðu lífi og taka sífellt á sig nýjar myndir, þótt kjarninn sé ætíð hinn sami. Mætti benda á hugtakið „Grímseyjarkommúnismi" í því sambandi. Draumurinn um jöfnuð og bræðralag í fábreyttu samfélagi án fylgifiska nútíma samfélagshátta með hraða sínum og óstöðugleika, virðist seint ætla að hverfa. □ SAQniR 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.