Sagnir - 01.04.1987, Síða 17
Um 1700 voru 95%
íslenskra bœnda
leiguliðar.
Þeir skiptust
síðan í tvo hópa.
Sumir leiguliðar
leigðu öðrum út frá
sér, svonefndum
hjáleigubændum.
Kjörhjáleigubœnda
voru víða harla
bágborin, sérstak-
lega í nánd við
embœttismenn
konungs
Landeigandinn var í fyrirsvari fyrir bæði býlin og vemdaði leiguliðann fyrir utanað-
komandi áreitni.
og héraðsríka
stórjarðeigendur.
essir tveir hópar leiguliða
voru þó um margt talsvert
frábrugðnir hvor öðrum.
Leiguliðinn var í fyrirsvari fyrir
báða og hjáleigan var talin fram
með jörð hans. Beitiland var sam-
eiginlegt, en tún og engjar sér. Sá
munur var þó á, að aðalbóndinn
hafði meira land og gat því haft
stærra bú.1
En hvenær hófst hjáleigubúskap-
ur? Ætli sú hugmynd sé ekki al-
menn, að hann hafi hafist um leið og
Danir tóku að kúga íslendinga á 16.
öld og verið hluti af þeirri eymd og
armæðu sem vanalega er tengd
dönskum yfirráðum. Sú skoðun
mun vera útbreidd, að á fyrstu
öldum íslandsbyggðar hafi íslensk-
ir bændur verið frjálsir og sjálf-
stæðir menn; menn sem ekki létu
kúgast; hetjur eins og við kynnumst
þeim í fornsögunum með drengskap
og sæmd að leiðarljósi.
Ljóst ætti að vera, að sú glæsta
mynd, sem dregin hefur verið upp
af forfeðrum okkar, getur ekki
verið rétt. Ýmsir þeirra voru ekki
alfrjálsir stórbændur, heldur leigu-
liðar, þegar fyrir 1200. Og hjáleigu-
bændur voru líka til, löngu áður en
íslendingar gengu Noregskonungi á
hönd. Því er ekki sanngjarnt að
kenna útlendingum um ranglætið
sem fólst í því að landeigendur
högnuðust á vinnu leiguliða, sem
aftur högnuðust á striti kotunga í
hjáleigum. í sögum og ættartölum
er kotungum í afdölum lítt hampað,
nöfn þeirra hafa ekki átt greiða leið
á kálfskinn og pappír. Saga þeirra
lýsir þó oft viðleitni til að öðlast
frelsi, slíta af sér vistarbandið og
fjötra eignaleysis. En þetta kostaði
strit og fórnir.
Það er því ekki úr vegi að kynnast
kjörum þessara gleymdu forfeðra
nánar og ýmsum viðurkenndum að-
SAGNIR 15