Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 27

Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 27
nema sjö býli á þessum svæðum í auðn, sum reyndar fyrir bólu. Þau ættu því ekki að vega þungt. Lækkun á landskuld og leigum veita takmarkaðar upplýsingar um kjör leiguliða, fleiri drætti hlýtur að þurfa til að skapa heildstæða mynd. Sjávarfang og bústofn skipta þar mestu. En þeir drættir verða ekki dregnir í þessu stutta skrifi. Landskuld og leigur Með þeim fyrirvörum sem á hefur verið minnst er óhætt að fullyrða að landskuld hafi lækkað um 18,4% á báðum þessum svæðum samanlögðum (sjá töflu I). Það segir í sjálfu sér ansi lítið um áhrif á af- komu hvers bónda, jafnvel ekki um breytingar innan hreppa því þær eru afar mismunandi (sjá mynd I). Hver alin vegur þungt vegna þess hve úrtakið er lítið. Prentvilla eða missögn, að ekki sé talað um skekkju í reikningum, getur haft ótrúlega mikil áhrif á niðurstöðuna. Þessi tala gefur þó tilefni til að álykta að lækkun landskuldar á landsvísu hafi verið í námunda við 20%, þó mismunandi eftir aðstæð- um í hverju héraði. Ástæðan skyldi maður ætla að væri hin stórfellda fólksfækkun sem varð eftir að Stórabóla hafði grisjað í híbýlum hárra sem lágra. Þeir sem geispuðu golunni höfðu enga þörf fyrir jarðnæði af þessum heimi; hefur því ásókn í hokrið minnkað að miklum mun. Jafn- framt hafa þeir fáu, sem sældust eftir þeim örreytiskotum sem fáan- leg voru, getað boðið þau niður; byrðar leiguliðanna hafa minnkað í sæmilegu réttu hlutfalli við fólks- fækkunina. Auðsætt er að nokkur munur er á milli sýslnanna; landskuld lækkar meira á Vestfjarðasvæðinu en í Vaðlaþingi. Framleiðis er hyldýpis- munur milli hreppanna á Vestfjörð- um. En vegna ofannefndra varnagla er óvarlegt að draga miklar álykt- anir; þegar einasta eru um tíu býli í hreppi er hver alin geysiþung á metum. Sömu hugsanir kvikna er tölur um leigufé eru aðgættar (sjá töflu II). Fækkunin er til marks um að færri hendur hafa verið til að vinna bú- verkin og leiguliðar hafa verið tregir að blæða umfram ýtrustu nauðsyn. TAFLAI Landskuld Svæði 1696 1710/12 lækkun Eyjafjarðarsvæði 11599 10152 12,5% ísafjarðarsvæði 13478 10323 23,4% Samtals 25077 20475 18,4% Landskuld er metin í álnum upp á landsvísu. Rétt er að taka fram að leigukúgildum fækkaði meira í Eyjafirði en á hinu svæðinu (sbr. töflu II). TAFLAII Leigur Svæði 1695 1710/12 fækkun Eyjafjarðarsvæði 1902 1451 23,7% ísafjarðarsvæði 2989 2332 22,0% Samtals 4891 3783 22,7% F jöldi leigufjár í hvorri sýslu og samtals, leigufé er metið í ærgildum og svo framvegis nema annars sé getið. Munur á leigum milli svæða er töluvert minni en milli land- skuldar (sbr. töflu I). Fjöldi ærgilda í hver jum hreppi. Hér gildir hið sama um frávikin í Eyrarsókn og Vatnsfjarðarsveit (sjá texta við mynd I), þar fóru flestir bæir í eyði vegna bólu. Og í Saurbæjarhreppi fækkar um 84 ærgildi samanlagt á tveimur bæjum af ótilgreindum orsökum; því verður frávikið þar svo hátt. SAGNIR 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.