Sagnir - 01.04.1987, Page 29

Sagnir - 01.04.1987, Page 29
því einsætt vera að áhrif Stórubólu eru vandeinangruð, allt bar að sama brunni. Ef gert er ráð fyrir að landskuld og leigur hafi lækkað um 20% mætti ætla að þeir sem lifðu af allar hörmungarnar hefðu lifað sem blómi í eggi. Það er þó harla ólík- legt. Af þeim nærri 200 lögbýlum sem á títtnefndum svæðum voru, fóru ekki nema sjö í eyði 1695-1712, hjáleigur sem lögðust í eyði voru eflatist töluvert fleiri. Miðað við að fólksfækkunin hafi numið um þriðj- ungi er grímulaust að heimilisfólk á hverjum bæ hefur fækkað mikið.^ Færri hendur hafa verið til að vinna Tilvísanir 1 Annálar 1400-1800. Annales Islandici posteriorumsæculorum (I-IV. b. Rv. 1922-43). III. b. Grímsstaðaannáll, 535,536. 2 Annálar 1400-1800. III. b. Gríms- staðaannáll, 538-9. 3 Jón Steffensen: Menning og mein- semdir. Ritgerðasafn um mótunar- sögu íslenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Helgi Þorláksson sá um útg., (Rv. 1975), 301-308. 4 Manntal á íslandi árið 1703. Tekið að tilhlutan Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Ásamt manntali 1729 í þrem verkin. „Var þá ekla stór á vinnu- fólki, sökum mannfæðar, en víða nógar jarðir lausar.”^ Lækkunin á greiðslum til landeigenda hefur ekki komið sem hrein búbót því framleiðsla hvers bónda hefur rýrnað (sjá tilvitnun í GrímsstaSa- annál í upphafi greinar), torvelt er að geta sér til um hversu mikið afurðir hafa minnkað. Landskuld og leigur lækkuðu heldur minna í Eyjafirði en í ísa- fjarðarhreppunum sjö. Tilgátan er sú að eftirsókn í góðar jarðir hafi haldist tiltölulega stöðug og jarðir í Eyjafirði séu almennt betri en á Vestf jarðasvæðinu. Án þess að hafa sýslum (Rv. 1924-47), 337; Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín. 10. b. Eyjafjarðarsýsla (Kh. 1943),239. 5 Við mjög snöggsoðna athugun rakst ég t.d. á að vinnumaður á Núpi í Mýr- arhreppi 1703 varorðinn bóndi 1710 á Kleifum í Ögursveit. Manntal, 201. Jarðabók Áma og Páls 7. b. ísa- fjarðarsýsla og Strandasýsla (Kh. 1940), 190. Eflaust eru mörg fleiri dæmi. 6 Jarðabók Áma og Páls 7. b. ísa- fjarðarsýsla og Strandasýsla. (Kh. 1940), 10. b. Eyjafjarðarsýsla (Kh. 1943). Jarðabókin frá 1695 í útgáfu gengið nákvæmlega úr skugga um það virðist sem lækkunin hafi orðið minni á dýrum jörðum og rennir það stoðum undir tilgátuna, ef rétt er. Einnegin skiptir sjávarfang máli í þessu sambandi. Á Vestfjörðum hafa landrýrar jarðir getað skilað töluverðum ágóða til eigenda ef sjósókn frá þeim var auðveld. Því var ekki að heilsa í innsveitum Eyjafjarðar. Með minnkandi mannafla má vænta minni sjósókn- ar og aflasamdráttar. Það hefði þá líka áhrif til lækkunar á Vestfjörð- um umfram hreppana í Eyjafjarð- arsýslu. Björns Lárussonar: The Old lce- landic Land Registers (Lund 1967). 7 Nefna má Gilsá í Saurbæjarhreppi og Björk í sama hreppi. Kirkjuból i Korpudal í Önundarfirði og Gölt í Súgandafirði. 8 Á Tungu í Skutulsfirði eru 6 ábú- endur 1703 og 22 í heimili (Manntal, 216). 1710 eru 3 ábúendur en fjölda heimilismanna er ekki getið (Jarða- bók ÁmaogPáls 7. b., 161). 9 Annálar 1400-1800. I. b. Mœlifells- annáll, 609. SAGNIR 27

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.