Sagnir - 01.04.1987, Side 31
Æviatriði
Eggert Ólafsson fæddist árið 1726 í Svefneyjum á Breiðafirði.
Hann dvaldist hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs, en síðan hjá
frændfólki þar til hann fór í Skálholtsskóla 1741. Árið 1746 fór
hann til Kaupmannahafnar og lauk prófi í heimspeki frá Hafn-
arháskóla 1748. Eggert hafði einnig mikinn áhuga á náttúrufræði,
voru hann og Bjarni Pálsson samtíða við háskólann. Þeir voru
sendir saman í rannsóknarleiðangur til íslands 1752-7 og ferð-
uðust þeir um landið og rannsökuðu bæði náttúru þess og mannlíf.
Um þessar rannsóknir ritaði Eggert Ferðabókina, sem kom út árið
1772. Eggert ritaði fleiri vísindarit, en þekktastur er hann senni-
lega fyrir ljóð sín.
Hann kom endanlega heim til íslands árið 1766 og ári síðar fékk
hann embætti varalögmanns. Sama ár giftist hann, en ári síðar
voru þau hjónin að flytjast búferlum er skip þeirra fórst og þau
drukknuðu bæði.1
Hannes Finnsson fæddist árið 1739. Hann var sonur Finns
Jónssonar biskups í Skálholti. Aðeins 16 ára útskrifaðist Hannes
úr Skálholtsskóla og hélt til Kaupmannahafnar til náms við há-
skólann. þar dvaldist hann í 12 ár við nám og fræðistörf. Hann lauk
guðfræðiprófi 1763, en hann hafði einnig áhuga á mörgum öðrum
fræðigreinum. Hann dvaldist á íslandi frá 1767-70 en í Kaup-
mannahöfn til 1777. Þá fór hann endanlega heim , þrátt fyrir von
um góðan starfsframa í Danmörku. Hann var vígður til embættis
aðstoðarbiskups í Skálholti og síðar tók hann við biskupsembætti
eftir föður sinn. Hann sinnti áfram fræðistörfum og má m.a. nefna
ritið Mannfækkun af hallœrum og einnig Kvöldvökumar sem
ætlað var almenningi til skemmtunar og fróðleiks.2
Arið 1780 kom út rit sem varð
mjög vinsælt þá og síðar.
Nefndist það Atli og var
eftir sr. Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal. Efnið var sett fram í sam-
talsformi. Atli er ungur bóndi sem
ræðir við eldri og reyndari bónda og
fær hjá honum ráðleggingar varð-
andi búskap og fjölskyldulíf. Rit
þetta var greinilega undir áhrifum
frá búauðgistefnunni (fysiokrati)
sem var einn angi upp-
lýsingarinnar og lögðu fylgismenn
hennar mesta áherslu á framfarir í
landbúnaði. Búauðgistefnan var út-
breidd á Norðurlöndum.
En hvað var upplýsing? Það er
ekki auðvelt að skilgreina hana,
enda var hún margþætt. Upplýs-
ingin er rakin til Frakklands, til
manna eins og Voltaire, Montes-
quieu o.fl. sem voru aftur undir
áhrifum frá Bretunum Locke og
Newton.
Venjulega er talið að upplýsing-
arinnar fari að gæta að marki hér á
landi um 1770, en það er hæpið að
fastsetja eitt ártal öðru fremur. Á
íslandi eru helstu menn upplýsing-
arinnar taldir vera Jón Eiríksson,
Hannes Finnsson, Eggert Ólafsson,
Björn í Sauðlauksdal, Ólafur Ólafs-
son (Olavius) og ekki síst Magnús
Stephensen. Áhrifa hennar gætti í
útgáfu alls konar fræðslurita um
atvinnumál en áður höfðu fyrst og
fremst verið gefnar út guðsorða-
bækur. Forkólfar Hrappseyjar-
prentsmiðju höfðu forystu um
þessa nýju útgáfu. Ýmis félög voru
stofnuð með uppfræðslu og útgáfu
að markmiði, t.d. Lærdómslistafé-
lagið, Landsuppfræðingarfélagið
og Hið íslenska bókmenntafélag.
Hinir íslensku upplýsingarmenn
höfðu mestan áhuga á atvinnumál-
um, fyrst og fremst landbúnaði og
voru því margir hlynntir búauðgi-
stefnunni eins og Eggert Ólafsson
og mágur hans sr. Björn í Sauð-
lauksdal. Þessir menn vildu vera
sem þjóðlegastir og sækja fyrir-
myndir til fortíðarinnar. Aðrir
höfðu meiri áhuga á samtímanum
og vildu móta framtíðina og fram-
farirnar með því að taka allt það
besta hvar sem var í heiminum til
fyrirmyndar og voru því alþjóðlega
sinnaðir. Um þetta er Hannes
Finnsson gott dæmi.
SAGNIR 29