Sagnir - 01.04.1987, Page 33

Sagnir - 01.04.1987, Page 33
ria óetr uit ^SclútHlLUi uar i'llaifcuiija.. _ Art j T lilt cr UJiha.t Liiuv. bAlUI Ajr UÍj O d; A kiu5 ‘UL' Uorto tL) (UkTai tAiku. j.új.tuiu.f |f AlSttuit-Uk ftt iiu^c lu«ltL Ah|.L ifcí. i (tcoLa lún Uíxtn Uubum- Adbr HuXJÍ Ij" tlULL 1)iilntL ií ljlU(o ot. tlj 4JXJ ÚJI J[U Abi LÓkttfJ^ío (Ufc.*’ HJU. ito ft. |lLa.lj:í. ftL) ^tlL -i tnJL I) ‘Ú K t'L.V 11L tluLLft. .LJ Lft. íjo fL.l jU cxftL yt liuu .ur1 iky.Lft.niu.','' (tfo-t.L JfLj' ttj aina. Atra 'ut fcft.jp l’lftjL. «. úl ii tiu to ialir. ju (]Lil! Ác.c'tv rUilbtL^c |Lyh>r ili. Utu'-* jlhi |t4 |r»11: xl)tc.ftc, 1u.fnA tiuii-ti Ul^ 6<lA* d) IxJx oiuLyVbt tuúfc Í" 4» „ ^tyCMtojvti ikulottv $ *LUlA [yl^ ljULi'«.itL.L jift-ú k iift: íyiulib"!, i (f 1)011 AI1.1IL A jwu IL.l|i útn. Ift.j1.5p Vj;LL lyoiL t’U, ftft.m.L tU'fifytil.lt' htftLtLL . . „ iLVt llj —!l?t)ft- ftt tnft.lt at ia .t) il’ aoalt tjft tuviuuL ö Jftfttu i5ft ftf lltybsL Ift ItL.nm fti l)ft)'.ft ft CMín'u ii jip ItftullS t Jftftki Aubu.t j» t n 114 lí íp Illl .11 5Aílft ííLfttin) ítft.'t íft í ftt ftubÍMr Lulkvuiír iLii t> l.Un jiyckt’ftir ÍAjUL^ýlLbl' ttuliLin Úr gerðabók Saka. Upphaf að lögum félagsins. gátur, dæmisögur og ýmis spak- mæli, og kenndi því margra grasa. Þetta var valið með það fyrir augum að hafa í senn fræðandi og siðbæt- andi áhrif. Jafnframt átti það að vera til skemmtunar og varð sú raunin, Kvöldvökumar voru mjög vinsælar af almenningi. Hannes var þeirrar skoðunar að ekki ætti að pína börn og unglinga til Biblíu- lestrar, þótt ekki ættu þau að vera sjálfráð þar um.9 Hann lagði áherslu á vandað málfar í Kvöldvök- unum og sagði m.a. í formála: „Gömul úrelt orð og framandi túngna ósmekkskeim í orðum og talsháttum hefi ég haft ásetning jafnt að forðast .. .”10 Sjá má í formála að Kvöldvökun- um að Hannes hafði nokkra trú á íslenskri alþýðu, sérstaklega sam- anborið við önnur lönd11 og sést þar skýr munur samanborið við afstöðu Eggerts gagnvart íslenskri sveita- alþýðu. Eggert lagði framan af mikla áherslu á málfar fornaldar sem fyr- irmynd að málfari. Bera fyrri ljóð hans merki þess. Má taka sem dæmi um þetta ljóðin Mánamál og Mána- spá, en þau hafa hugsanlega verið skiljanlegri almenningi í tíð Egg- erts en nú. Verðr Ingólfr endurborinn ok mærstr Mána faðir úngir munu rísa í Reykjavík ok fræva hin fornu tún.12 Eggert var ómyrkur í máli um andstæðinga sína varðandi mál- hreinsun og sagði að þeir „... gjörast miklir ættlerar og fella rýrð á sitt eigið land, hatandi málið og góðar gamlar siðvenjur .. ,”13 Matvæli þegar þverrafara ... Hannes hafði áhuga á framförum almennt. Hann hafði einnig áhuga á landbúnaði, þó hann einblíndi ekki á hann á sama hátt og Eggert. Eitt af bestu ritum Hannesar er Mann- fækkun af hallærum, sem birtist árið 1796. Aðaltilgangur ritsins var að komast að því hvort ísland væri byggilegt og niðurstaðan var sú að landið væri „eigi óbyggilegt”, sterkar vildi Hannes ekki taka til orða.14 Með ritinu var Hannes langt á undan sínum samtímamönnum um fræðileg vinnubrögð. „í því nýtur sín til fulls óvenjuleg og fjölbreytt þekking hans á sögu landsins, högum annarra þjóða, náttúrufræði og tölvísi.”15 Hannes notaði upplýsingar um mannfjölda og breytingar á honum og dró af því ályktanir. Þannig beitti hann fyrstur manna hér tölfræðilegum aðferðum „ .. .til þess að varpa ljósi á söguþróun á íslandi .. .”.16 Hannes var varfærinn í orðalagi og ályktunum enda var hann ekki maður stóryrðanna, heldur „kyrr- látur og raunsær”17 eins og fræði- manni bar. Hann var vísindahyggjumaður, var trúaður á mátt vísindanna þó að hann tengdiþau trúnni á guð eins og svo margir fyrstu upplýsingar- mennirnir.18 Hannes skipti ekki oft um skoðun en það gerði Eggert hins vegar og má þar nefna að hann sneri baki við hinu fornlega málfari sem svo mjög gætti hjá honum í fyrstu. Eggert hikaði ekki að taka sterkt til orða í ljóðum sínum þar sem hann kynnti viðreisnarhugmyndir sínar. Eitt af frægustu ljóðum hans er Búnaðarbálkur, gríðarlangt kvæði í þremur hlutum, 160 erindi alls. Egg- ert var eins og áður segir undir áhrifum búauðgistefnunnar. Það var einnig mágur hans, sr. Björn í Sauðlauksdal, en hann var afkasta- mikill á sviði jarðræktar og garð- yrkju. Hann var einna fyrstur til að rækta kartöflur hér á landi, auk þess sem hann ræktaði fleiri nytja- jurtir. Eggert dáðist mjög að þessu framtaki enda var slíkt ekki mjög algengt hér á landi.19 íslendingar voru landbúnaðarþjóð og Eggert taldi að efling landbúnaðar væri vænlegasta leiðin til viðreisnar. En landbúnaðurinn á íslandi var staðn- aður, hér höfðu litlar framfarir orðið og ekki verið mikill áhugi á breytingum né skilningur á nauðsyn þeirra. Það var því skiljan- legt að Eggert hefði ekki mikið álit á hinum íslensku kotbændum og ís- lensku búskaparlagi, eins og sjá má í sumum ljóðum hans. Ásakaði hann bændur fyrir sljóleika og dugleysi og gaf þeim ýmis ráð til að bæta sig. Búnaðarbálkur er besta dæmið um þetta. í fyrsta hlutanum, Eymdar- óði, er lýsing á samtímanum, séð með augum Eggerts: Matvæli þegar þverra fara, þeir kenna guði sultar stúr; í góðum árum aldrei spara, enn síður hafa nægtabúr, heldur farga til fánýtis, fyrir óþarfa snap og glys.20 í næsta hluta, Náttúrulyst, er sagt frá dásemdum náttúrunnar og í lokahlutanum, Munaðardæla eður bóndalíf og landselska, er lýst fyrir- myndar búskaparháttum og hjóna- bandi. Til gamans má láta fylgja hér lýsingu á góðri eiginkonu: Hún er skírlíf í hjarta og sinni, hjá mér sefur og bærist ei; heldur liggur í hvílu minni hæverskliga, sem önnur mey, erfiðar samt með æru þar; ávöxtinn guði befalar.21 SAGNIR 31

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.