Sagnir - 01.04.1987, Page 37
tefna
ýfi
„Vér Christian sá sjöundi &c. g.ö.v. (gjörum
öllum vitanlegt), að þareð Vér, einsog Vorir
hálofleguforfeðurjafnan höfum boriðalla
föðurlega áhyggjufyrir, að íslandi mætti upp
hjálpast, og Vorra þar búandi kæru og hollu
undirsáta kjör betrast, og þessvegns látið
kostgœfilega eftirgrenslast þeim Orsökum, er
því kynnu að vera til hindrunar, sem og skipað,
aðfinna uppá þau meðöl, með hverjum það
kynni að viðréttast og komast aftur áfætur”1
Þessi föðurlegu orð lét kóng-
urinn fara frá sér árið 1776.
Þetta voru upphafsorð að til-
kipun, eða ” forordningu” eins og
það hét, um garða- og þúfna-sléttun.
Það hefur löngum verið venja að
kenna Dönum um rykið, sem er
á annars glæstri mynd forfeðra
okkar. Orð konungs falla ekki að
þeirri venju. Höfum við íslendingar
kannski dæmt Dani of hart?
Öldur upplýsingarinnar náðu til
Danmerkur um miðja átjándu öld
og í kjölfarið fylgdu breytingar á
flestum sviðum þjóðlífsins. Breyt-
ingarnar voru misjafnar en nokkur
áhugi var á að bæta hag bænda og
gera veg landbúnaðarins sem mest-
an. Landi þorpanna var því skipt
upp í samfelldar jarðir, átthaga-
fjötrum var aflétt og bændur áttu
þess kost að eignast jarðirnar
sjálfir. Búskapurinn fékk á sig
bjartari blæ.
Viðleitnin til þess að bæta land-
búnaðinn barst hingað frá Dan-
mörku með þrennum hætti: í fyrsta
lagi með íslenskum Hafnarstúdent-
um, í öðru lagi með tilskipunum og
bréfum úr konungsgarði og loks í
formi fræðirita, fræsendinga og
verðlaunaveitinga bæði frá danska
Landbúnaðarfélaginu (stofnað 1769)
og stjórnvöldum.