Sagnir - 01.04.1987, Page 44
Dæmigerður sveitabær a íslandi á 19. öld og fram á þá 20. Kýr voru yfirleitt fáar á hverjum bæ, oft tvær eða þrjár og sjaldan
f leiri en fimm, nema a storbýlum. Á myndinni s jást því sennilega allar kýr á bænum. Bak við þær eru konurnar f jórar á bænum.
Chayanov. Bændur eru að vísu arð-
rændir, en það arðrán gerist ekki
inni í samfélagi þeirra, heldur
kemur utan frá, eins og t.d. þegar
kaupmenn setjast að á Akureyri og
versla við bændur.
Bændur hafa skv. Chayanov ann-
að viðhorf til rekstrar en kapi-
talístar (ath. þeir voru taldir smá-
kapítalistar í Sovétríkjunum á hans
tíma). Bændur miða fyrst og fremst
við að uppfylla ákveðnar neyslu-
þarfir sínar, og hafa engan beinan
mælikvarða á það, hversu mikla
vinnu þeir leggja í að uppfylla
þessar þarfir. Þeir geta því ekki
reiknað út eins og kapítalistarnir
hvað þeir fái út úr vinnu sinni eða
annarra á búinu, og því verður
gróðahugtakið, sem kapítalistinn
leggur til grundvallar, merkingar-
laust fyrir bóndanum.
Við aðstæður þar sem kapíta-
lískur búskapur færi á höfuðið
myndu smábændur og fjöl-
skyldur þeirra vinna lengri
vinnudag, selja fyrir lægra
verð, sætta sig við engan gróða
eða framleiðsluafgang, og samt
halda áfram búskapnum ár
eftir ár.4
Þetta má kalla sjálfsánauð, eða
sjálfsarðrán (selvudbytning). Bænd-
urnir þurfa ekki að borga laun til að
halda rekstri sínum gangandi, í
mesta lagi verða þeir að sjá af
vinnufólki sínu til annarra starfa,
því þeir vinna sjálfir á jörðinni og
geta því haldið áfram starfsemi við
aðstæður þar sem kapítalistar væru
löngu komnir á hausinn.
Þessar hugmyndir Chayanovs
koma heim og saman við hugmynd-
ir Karls Polanyis um hagfræði for-
kapitaliskra samfélaga. Hann telur
að í slíkum samfélögum sé efnahag-
urinn „á kafi” í félagslegum
tengslum. Meginmarkmið einstakl-
inga í slíkum samfélögum sé að
varðveita félagslega stöðu sína, ná
ákveðnum félagslegum mark-
miðum. Efnisleg gæði séu aðeins
tæki til að ná þessum markmiðum,
ekki markmið í sjálfu sér. Polanyi
hafnar þannig forsendum hinnar
klassísku hagfræði og nytsemis-
hyggjunnar, varðandi hlutverk efn-
islegra gæða, og bendir í staðinn á
mikilvægi félagslegra samskipta-
forma.5
Snúum okkur aftur að Chayan-
ov. Hann skrifaði ekki bara um fjöl-
skyldubúskap smábóndans, heldur
einnig um hvernig hann gæti varist
ásókn kapítalismans, varðveitt
sjálfstæða stöðu sína. Hann leit á
þróun bandarísks landbúnaðar sem
víti til varnaðar. Þar hefðu fjár-
málamenn náð undirtökum og
bændur væru aðeins verkamenn
sem ynnu við framleiðslutæki sem
aðrir ættu í raun og veru. Til þess að
hindra þetta yrðu bændur að skipu-
leggja framleiðslu sína sjálfir, „lóð-
rétt”, þ.e. frá upphafi vinnuferlis
landbúnaðarafurða til enda.
Chayanov leit raunar á þær sam-
vinnuhreyfingar sem þegar voru
orðnar til, sérstaklega í Danmörku
og Englandi, sem fyrirmyndir fyrir
rússneska bændur að fara eftir.
Stefna hans beið ósigur þegar
Stalín velti Búkharin úr sessi og
Chayanov var sjálfur drepinn í
hreinsununum á 4. áratugnum.
42 SAGNIR