Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 64

Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 64
klæðnaður þeirra var t.d. prjónaður ullarfatnaður eða ullareinskefta. Undir skinnstakknum höfðu þær peysu eða herðasjal.15 Frá heimverum var róið allan árs- ins hring ef gaf á sjó og einhver aflavon var. Konur reru á öllum vertíðum frá heimverum og sáu að mestu um hrognkelsaveiðar sem hófust á vorin og stóðu í u.þ.b. tvo mánuði.16 Sömu laun fyrir sömu vinnu Það er athyglisvert að vinnukonur hafa sóst eftir að komast á sjó. Friðrik Eggerz (1802-1893) getur þess í endurminningum sínum að margar vinnukonur hafi ráðið sig í vist með því skilyrði að þær fengju að róa frá Dritvík. Breiðfirðingur- inn Jóhanna Valdimarsdóttir tekur í sama streng og segir það hafa verið alsiða við Breiðaf jörð að konur vist- uðu sig upp á að vera sendar í ver útundir Jökul, í Oddbjarnarsker eða í aðrar verstöðvar.17 Ekki er ólíklegt að launin hafi átt drjúgan þátt í því að vinnukonur vildu komast á sjó. í alþingissam- þykkt frá 1720 sem fjallar um kjör vinnufólks segir: En ef hún gjörir karlmanns- verk með slætti, róðri eða torf- ristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmenn til slíkra launa.18 Árskaup vinnumanna var almennt 80-100 álnir auk nauðsynja sem þeir þurftu að nota í þjónustu bóndans, svo sem fatnað, skinnklæði og önnur sjóklæði til handa og fóta auk Tilvísanir 1 Jón Thorarensen: Rauðskinna III (Rv. 1949), 56-57. 2 Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjáv- arhœttir 4 (Rv. 1983), 207. 3 Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár(Rv.1985), 205. 4 Anna Sigurðardóttir, 205,207. 5 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar 1752-1757 1. b. (Rv. 1975), 282. 6 Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjáv- arhœttir 2 (Rv. 1982), 190. 7 Grímsstaðaannáll 1640-1764, Ann- álar 1400-1800 (Rv. 1933-38), 505, 556, 632. matar. Laun kvenna voru þá þriðj- ungur til helmingur af kaupi karla.19 Sumir vinnumenn réðu sig gegn því að fá að fara á sjó og hafa hálfan hlutinn fyrir árskaupið.20 Laun kvenna og karla áttu að vera hin sömu fyrir sjóróðra og geta heimildir ekki um annað en svo hafi verið. Konur voru ráðnar sem full- gildir skipverjar á bát, hálfdrætt- ingar voru yfirleitt börn og gamal- menni. Kristín Ólafsdóttir vinnu- kona (f. 1856), reri sex vertíðir úr Bjarnarey og fjórar úr Höskuldsey. Tvær síðustu vertíðirnar var hún sjálfrar sín og fékk að eiga háseta- hlutinn sinn. Þénaði hún þá svo mikið að hún gat eignast rúmið sem hún svaf í.21 Almennt voru sömu vinnukröfur gerðar til kvenna og karla. Konur reru, renndu fyrir fisk og stjórnuðu bátum. Bergsveinn Skúlason segir frá því að í Dritvík hafi tíðkast að kona sem var háseti sæi um að mat- búa þegar komið var úr róðri og var þá laus við að vera við aflaskiptin og gera að sínum hlut. Ef kokkurinn var karlmaður, losnaði hann við að vera við skiptin en varð að gera að sínum hlut sjálfur.22 Er þetta eina dæmið um mismunandi vinnukröf- ur til kvenna og karla sem stunduðu róðra. Ekki er langt síðan menn fóru að hafa nesti með sér á sjóinn eða ná- lægt aldamótum 1900. Um svipað leyti og það gerðist, var farið að ráða fanggæslu. Fanggæsla var kona sem sá um mat fyrir skips- höfnina. Gætti hún einnig fengins afla og þvoði sjóvettlinga af sjó- mönnunum þegar þeir komu úr róðri.23 8 Þórunn Magnúsdóttir: Sjókonurá 18. og 19. öld, ritgerð til B.A. prófs, (1979), 5,20. 9 Anna Sigurðardóttir, 205; Jóhanna Valdimarsdóttir: „Konur á sjó”. Húsfreyjan 22 (Rv. 1971) 2. tbl., 11. 10 Lúðvík Kristjánsson (1983), 208. 11 Lúðvík Kristjánsson (1983), 208 12 Jóhanna Valdimarsdóttir, 10-11. 13 Lúðvík Kristjánsson (1982), 306. 14 Lúðvík Kristjánsson (1982), 32. 15 Lúðvík Kristjánsson (1983), 210; Þórunn Magnúsdóttir, 18. 16 Lúðvík Kristjánsson (1983), 208. í útverunum sváfu konur og karlar í sömu verbúð. Hermann Jónsson, (f. 1856), skipstjóri frá Flatey á Breiðafirði og Ólafur E. Thoroddsen, (f. 1873), skipstjóri á Patreksfirði geta þess báðir að ef kona væri á meðal áhafnar, annað- hvort sem fanggæsla eða háseti, og ekki væri rúm handa henni, hefði það verið skylda formanns að láta hana sofa til fóta hjá sér.24 Niðurlag Fast eins margar konur og karlar reru á Breiðafirði. Erfitt er að gera sér nákvæma grein fyrir fjöldan- um, því að í opinberum skráningum eru flestar sjókonur skráðar vinnu- konur eða bændakonur. Bátarnir sem notaðir voru við Breiðaf jörð voru oftast litlir og með sérstöku lagi. Var auðvelt að róa þeim, lenda og setja þá upp. Hafa þeir því verið sérstaklega hentugir konum. Konur reru á öllum vertíðum frá heimverum. Útverin sem eyjakon- ur reru frá höfðu þá sérstöðu að þaðan var ekki gert út á vetrarver- tíð og þau voru flest nálægt helstu heimverunum. Vinnukonur sóttust eftir að kom- ast á sjó. Á sjónum fengu þær laun á við karla. Voru laun sjókvenna hærri en laun venjulegra vinnu- kvenna í landi. Vinnukröfur voru almennt þær sömu til sjókvenna og sjókarla, því íslenskar konur hafa aldrei verið eftirbátar karla, hvorki til sjós né lands. 17 Lúðvík Kristjánsson, 1983, 208; Jóhanna Valdimarsdóttir, 9. 18 AlþingisbœkuríslandsX(Rv. 1967), 563. 19 Guðmundur Jónsson: Vinnuhjú á 19. öld (Rv. 1981), 33. 20 Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjáv- arhœttir4 (Rv. 1984), 194. 21 Anna Sigurðardóttir, 210. 22 Bergsveinn Skúlason: Áratog (Rv. 1970), 249. 23 Anna Sigurðardóttir, 198. 24 Lúðvík Kristjánsson (1983), 118. 62 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.