Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 66
Ske Herrens vilje
CHRISTIAN 3. 1534-1559
Krýningartákn Kristjáns III.
Einkunnarorð konungs „Verði vilji
Herrans” hafa líklega ekki síður átt við
hann sjálfan en hinn eina og sanna
Herra.
Sérstaða krúnulénsins
Réttarstaða Vestmannaeyja sem
krúnuléns varð með öðrum hætti en
tíðkaðist annars staðar á íslandi.
Tíund var að erlendri fyrirmynd,
greidd með hluta framleiðslunnar
(tekjuskattur), enda af litlu öðru að
taka. Þekktist það hvergi annars
staðar á íslandi þar sem tíundin
grundvallaðist á skuldlausri eign
manna (eignaskattur). Aðstæður og
atvinnuhagir eyjaskeggja buðu
fremur upp á erlenda fyrirkomu-
lagið ef hagsmunir landsdrottins
áttu að njóta sín.
Á stjórnarskrifstofu dansk-
norsku konunganna, kansellíinu,
þar sem fjallað var um hjálendur
ríkisins var sérstaða Vestmanna-
eyjalénsins greinileg á sextándu og
sautjándu öld. Fram kom öðru
hvoru að valdsmenn sáu ástæðu til
að halda íslands- og Eyjalénunum
svo aðskildum að svo virtist sem hið
síðarnefnda væri vart talið til ís-
lands.3 Þarna var einungis um
einkahagsmuni konungs að ræða,
en hætt var við að arðurinn skilaði
sér ekki til „réttra” aðila, léns-
herranna, fremur en ágóði af ís-
landsversluninni almennt.
Ný verslunarstefna
Konungi finnst tími til kominn
að þegnar ríkisins læri sigling-
ar til íslands og njóti þess arðs
sem útlendingar hirða nú.4
Það fer ekki milli mála hvað býr að
baki þessum hugmyndum Kristjáns
III (1534-1599) sem fram komu árið
1542, varðandi „verslunarólagið”.
En hverjir voru það sem hirtu hagn-
aðinn af íslandsversluninni? Á 15.
öld hafði íslandsverslunin lengst-
um verið í höndum Englendinga og
síðar Þjóðverja gegn leyfisbréfum
og greiðslu tolla og sekkjagjalda.
Englendingum tókst þegar á 15.
öld að reka umtalsverða útgerð og
verslun í Eyjum. Höfðu þeir komið
sér þar vel fyrir og var athafnalíf
mikið og velmegun í konungsléninu
meðan útgerð þeirra og verslun
stóð sem hæst.5 Ætla má að með
ákvæðum Píningsdóms frá árinu
1490,6 þar sem veturseta og útgerð-
arrekstur útlendinga í landinu var
harðlega bannað, yrði fastar tekið á
þessum málum. En Danir höfðu ein-
faldlega ekki haft bolmagn til sam-
keppni við verslunarveldi Þjóð-
verja og siglingaveldi Englend-
inga.7 Samkvæmt Píningsdómi lágu
þungar sektir við því að landsmenn
þjónustuðu útlendinga, en enskir
fóru kringum það með því að láta
sem Vestmannaeyingar ættu báta
þeirra sjálfir. Sama hátt höfðu
Hamborgarar á útgerðarrekstri
sínum á Suðurnesjum. ítrekanir á
banninu voru þó margar og varaði
konungur til dæmis alvarlega við
brotum í árslok 1542, og segir vet-
ursetuna hina „skaðvænlegustu”
fyrir landsmenn.8 Ekki var hann
einn um það álit því innlendri valda-
stétt var meinilla við aukinn útgerð-
arrekstur og þátttöku íslendinga
sjálfra í einhverju gróðabralli þar
sem hætta var á að það raskaði
stöðu hennar. Mótmælt var til
dæmis á Alþingi árið 1576 þegar
Guðbrandur Hólabiskup vildi gera
út kaupskip. Verslun væri betur
komin í höndum útlendinga eins og
ávallt áður.9 Þessi íhaldssemi land-
ans varð óhjákvæmilega til þess að
áhugi og tækifæri hinna erlendu
kaupmanna á uppbyggingu í land-
inu var enginn.
Við siðaskiptin styrktust áhrif
konungsvaldsins á íslandi. Hefur
konungur því talið tímabært að láta
til skarar skríða og framfylgja
verslunarstefnu sinni og búa betur
að hinum dönsku þegnum í þeim
leik.
Kaupmannahafnarhöll á seinni hluta sextándu aldar, eftir að Kristján III hafði látið
fara fram gagngerar breytingar og gera nýja viðbyggingu upp á fimm hæðir. Sést
hún t.h. á myndinni. Hætt er við að „torfkofahyskið” hefði rekið upp stór augu við
þessa sýn, en ólíklegt er að það hafi haft hugmynd um í hvað afrakstur vinnu þess fór.
64 SAGNIR