Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 84

Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 84
Loftur Guttormsson Umsögnum 7. árgang Sagna SAGNIR Með þessum árgangi Sagna hefur verið fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var árið 1984, þ.e. að hafa „að leiðarljósi al- þýðlega en þó fræðilega framsetn- ingu.” (Sagnir 1984,3.) Þessu fylgdi að umbrot var stækkað, vandað var til pappírs og allrar hönnunar og myndefni hlaut veglegan sess. Að þessu leyti staðfestir þetta tölublað ímynd síðustu árganga tímaritsins: það er einkar smekklegt að búningi, snoturlega hannað og yndi fyrir augað. Að blaðsíðutali er það líka ámóta stórt, liðlega 100 bls. Þá lætur nærri að ein mynd komi á aðra hverja síðu. Tæpur fjórðungur þeirra er sóttur í erlend rit ■ og er það mun hærra hlutfall en verið hefur í síðustu árgöngum. Auk heimildasýnishorna og einn- ar umsagnar flytur blaðið ellefu greinar; fjalla flestar, eða átta, um efni úr sögu miðalda - ef teygja má þær fram á 17. öld - en þrjár um söguefni frá þessari öld. Þetta efnisval kallar ritnefndin svar við því „að áhugi hefur farið vaxandi á sögu fyrri alda.” (S. 3) Hvort sem það er nú tilbúningur eða ekki, þá er altént fagnaðarefni að söguvitund sagnfræðinema við HÍ - því að vanda birta flestar greinarnar sýnishorn af námsvinnu háskóla- stúdenta - takmarkast ekki við „okkar tíma”. Hvaða spurningum yfirvarpa svo sagnfræðistúdentar á miðaldir okkar? Ekki ber á öðru en þær fari nokkuð eftir hugðarefnum samtím- ans: hér er m.a. grafist fyrir um um- gerð hversdagslífsins, stöðu kvenna og heilsufar. Að svo miklu leyti sem rætt er um svokallaða merkismenn, þá beinist athyglin einkum að því hvaða umsögn þeir hafa hlotið í sagnfræðiritum. Víst má gera ráð fyrir að bæði efnisval og efnistök stúdenta mótist nokkuð eftir nótum kennara; en altént eru þessar áherslur til marks um að for- vitni um liðna tíð nærist að miklu leyti af hugðarefnum samtíðar. Fyrst skal drepið á þær tvær greinar þar sem fengist er við per- sónubundið söguefni. í stuttu máli reynir Erlingur Sigtryggsson að meta hvern þátt Guðmundur biskup góði hafi átt í að efla áhrif er- lends kirkjuvalds á íslandi. Höf- undur dregur skýrt fram í dagsljós- ið ágreining sagnfræðinga um þetta efni og hallast sjálfur að því, að Guðmundur biskup hafi litlu valdið hér um. Athygli vekur að í umfjöll- un sinni notfærir höfundur sér ekki ítarlega umfjöllun Magnúsar Stef- ánssonar um Guðmund Arason (Saga íslands 2, s. 119-36). Kannski er ósanngjarnt að ætlast til þess að höfundur hefði stutt mál sitt frum- heimildum en aftan við greinina eru birt tvö sýnishorn af þeim; hér standa þau stök án þess að höfundur hafi vísað til þeirra. - Við ritstjórn má aftur sakast um skekkju í frá- gangi skýringartexta við mynd s. 14: í 2. línu að ofan er ranglega vísað til s. 14 en á bersýnilega að vera s. 12. Þórir Hrafnsson gerir hressileg- an samanburð á því hvernig Órækja Snorrason, „Óstýrilátur og heimtu- frekur glanni?”, birtist í umfjöllun M J 82 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.