Sagnir - 01.04.1987, Side 85

Sagnir - 01.04.1987, Side 85
þriggja fræðimanna, Árna Pálsson- ar, Ólafs Hanssonar og Gunnars Benediktssonar. Hér finnur hann glöggt dæmi um hve vild/óvild höf- unda getur valdið miklu um niður- stöður þeirra í þessari tegund sagn- ritunar (persónusögu). En mundi ekki óhlutdrægniskrafan leiða í ógöngur ef slík dæmi væru látin ómerkja rit höfunda sem sýna hlut- drægni „í dómum um menn og mál- efni?” (s. 22, 3. dálkur.) Vissulega eru vítin til að varast en um leið er hollt að minnast þess að gildismat er ekki aðeins ígróið mannlegu at- ferli heldur einnig þeim fræðum sem um það fjalla. Frómur tilgang- ur sagnfræðinga er að varast tíma- skekkju í mati sínu á persónum sög- unnar en þegar grannt er skoðað geta þeir líklega ekki annað en nálgast þetta markmið. Axel Kristinsson nálgast átök Sturlungaaldar úr annarri átt, í grein sinni „Hverjir tóku þátt í hernaði Sturlungaaldar?” Hér byggir höfundur á BA-ritgerð sinni um sama efni. Frásögn Sturlungu telur hann til vitnis um að um miðja 13. öld hafi orðið breyting á eðli hernaðar hér á landi: þjálfaðar sveitir vel vopnaðra bardagamanna hafi þá að verulegu leyti leyst af hólmi fjölmenna bændaheri sem höfðingjar tefldu áður fram. Hér hafi semsé átt sér stað hliðstæð þróun og varð víða í Evrópu á síð- miðöldum. Þetta er athyglisverð niðurstaða sem höfundur færir gild rök að með dæmum úr Sturlungu. Axel getur sér þess til að tvennt hafi komið hér til: nýr hugsunarháttur hjá almenningi (tengdur stríðs- þreytu og vonbrigðum með höfð- ingjaveldið) og framfarir í vopna- búnaði. Um síðarnefndu ástæðuna fer höfundur svo almennum orðum að erfitt er að meta vægi hennar í íslensku samhengi. Ljóst er að hér hafa framfarir í vopnabúnaði ekki tengst eflingu riddaraliðs eins og gerðist á meginlandi Evrópu, sbr. þau sögulegu umskipti sem orustan við Bouvines (1216) er talin hafa markað að þessu leyti. Axel er líka ljóst að hin efnalega/tæknilega skýring dugir ekki til að skýra hvers vegna umskiptin urðu jafn- snögg og hann telur heimildir votta. Þess vegna leggur hann líka mest upp úr pólitískum/hugarfarslegum skýringum á þeim. Varla er það af tilviljun að konur eru höfundar að þeim þremur greinum kvennasögulegs eðlis sem Sagnir flytja að þessu sinni. Fyrst skal geta fróðlegrar greinar eftir Agnesi Siggerði Arnórsdóttur, „Viðhorf til kvenna í Grágás”. Hér er fjallað um efni sem borið hefur hátt í umræðu sagnfræðinga að undanförnu. í Sögu 1986 birti Gunnar Karlsson þannig grein, „Kenningar um fornt kvenfrelsi”, þar sem hann andmælir kenningum í þessa veru sem tveir danskir sagn- fræðingar hafa gerst talsmenn fyr- ir (annar þeirra er íslenskrar ættar, Ólafía Einarsdóttir). Hjá Gunnari kemur fram að á námskeiði sem hann hélt í HÍ um lífsviðhorf mið- aldamanna hafi Agnes samið rit- gerð sem grein hennar í Sögnum er unnin upp úr. Greinarnar tvær skarast því allnokkuð. í grein sinni sýnir Agnes ljóslega fram á að réttarleg og félagsleg staða íslendinga á þjóðveldisöld var ekki síður háð kynferði en stétt og því sé fjarri lagi að tala, að hætti Ólafíu EinarsdÖttur, um jafnrétti kynjanna á þessum tíma. Agnes á lof skilið fyrir einkar skýra fram- setningu. Efnislega geri ég aðeins athugasemd við eitt atriði: ég kann- ast ekki við að í íslensku hafi maður nokkurn tíma „merkt eingöngu karlmaður í daglegu máli.” (S. 28.) Reyndar þykist ég hafa orðið var við slíka merkingarþrengingu orðsins í máli ungs fólks - sennilega fyrir áhrif frá engilsöx- um - en ég kannast ekki við að miðaldra íslendingar og þaðan af eldri noti orðið á þann veg. Hrefna Róbertsdóttir á lengstu SAGNIR 83

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.