Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 61
freunde. Jaden var einn þekktari Is-
landsvina og var sæmdur riddara-
krossi íslensku fálkaorðunnar árið
1925. Greinar hans voru fræðilegs
eðlis, yfirleitt lausar við allan áróður
og ofstæki. Vorið 1923 skrifaði hann
grein um íslenska háls- nef- og
eyrnalækninn Gunnlaug Einarsson
sem lært hafði í Vínarháskóla árið áð-
ur og skarað þar fram úr í námi. Ja-
den fór miklum hrósyrðum um
Gunnlaug og kvað hann njóta mikilla
vinsælda „meðal sjúklinga sem held-
ur vilja leita til hins vinalega, mynd-
arlega norræna manns en lítilla, feitra
og hörundsdökkra kollega hans.“28
Hér var ekki á ferðinni óupplýstur al-
múgamaður heldur hámenntaður sér-
fræðingur í norrænum þjóðháttum.
Hann hefur vafalaust litið á starf sitt
sem rannsóknir á göfugum kynþætti,
fólki sem skarað hefur fram úr.
Arið 1925 birti Guðmundur Hann-
esson læknaprófessor ritgerð á þýsku
sem fylgirit Árbókar Háskóla Islands
undir titlinum „Líkamsþyngd og lík-
amshlutföll Islendinga" („Körper-
masse und Körperproportionen der
Islander“) en þar komst hann að
þeirri niðurstöðu að íslendingar væru
hávaxnasta þjóð Evrópu. Ritgerðin
vakti mikla athygli meðal þýskra
fræðimanna og í ágúst 1927 ritaði
Reinhard Prinz af hrifningu um upp-
götvanir Guðmundar í tímaritið Un-
sere Welt undir fyrirsögninni „Stærstu
Evrópubúarnir“ („Die gröBten Eur-
opaer").29 Skömmu síðar skrifaði
Prinz í tímarit Islandsvinafélagsins
grein um íslenska menningu. Þar
leynir sér ekki dýrkun hans á germ-
anska kynstofninum og óbilandi trú á
göfugu blóði íslendinga:
Kjarni þessarar þjóðar voru - sem er
mikilvægt atriði fyrir skilning nú-
verandi ástands[!] - tignustu og
stjórnhæfustu, andlega og líkamlega
fremstu ættir strandhéraða Vestur-
Noregs... . Ef germanskt land er til,
þá er það ísland. Ef til eru dæmigerð
afrek germansks anda, þá er það
menning íslensku þjóðarinnar.30
Norrænustúdentinn var greinilega
haldinn þeirri Norðurlandadýrkun
sem var einn hornsteina nasískrar hug-
myndafræði. Dýrkun sem byggðist á
Heinrich Erkes bóksali í Köln var einti liclsta driffjöðurin ífélagi íslandsvina. Hanti kom
níu sinnum til landsins 1905-1930, stundaði jarðfræðirannsóknir, skrifaði fjölda greina um
land og þjóð og kom sér upp miklu Islandsbókasafni. Snemma á þriðja áratuginum gafhann
safnið Háskóla- og borgarbókasafninu í Köln ogfékk bókavarðarstöðu ískiptum. “ „Island-
ica“-bókasafnið taldi 9000 bindi í lok þriðja áratugarins og var hið stœrsta í Evrópu sinnar
tegundar utan Norðurlandanna.
þeirri trú að germanskt blóð og menn-
ing hefði varðveist best á Norðurlönd-
unum og þar byggju eðalbornar þjóðir
í bókstaflegum skilningi. Prinz, sem
firaman af skrifaði hugljúfar og glettnar
ferðalýsingar í tímarit Islandsvina,
varð formaður Islandsvinafélagsins á
tímum Þriðja ríkisins og átti stærstan
þátt í því að sveigja starfsemi félagsins
að markmiðum nasista. En það er
önnur saga.
Einn af máttarstólpum Islandsvina-
félagsins á Weimartímanum var
bóksalinn og bókasafnsvörðurinn
Heinrich Erkes. Frásagnarstíll hans
var ólíkur stíl rómantískra hugsjóna-
manna eins og Prinz. Þetta er raun-
sær og yfirvegaður stíll, fremur
ópersónulegur og laus við rómantík
en skýr og hnitmiðaður. Erkes var í
hópi jarðbundnari Islandsvina,
manna sem heilluðust af náttúrunni
náttúrunnar vegna og menningunni
vegna hennar sjálfrar. Hann kom
SAGNIR 59