Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 42
lagðist í jarðskjálftum árið 1755.16 Það
virðist því vera svo að þrátt fyrir að
varðveisla heimilda sé ekki eins og
best væri á kosið (hér er ekki um
frumheimild að ræða né tvær óháðar
heimildir) þá sé heimildargildi þeirra
alls ekki lítið og verður síðar vikið að
einstökum þáttum þeirra. Fyrst verð-
ur litið á þá þætti sem hafa ef til vill
orðið Kólumbusi hvati að hinni títt-
nefndu íslandsferð.
Hvað rak Kólumbus
til Islands og hvað
vissi hann um landið?
Sé tekið undir fullyrðingar
Tavianis um áreiðanleika
minnisgreinarinnar má spyrja
af hverju Kólumbus hélt í
þessa ferð. Ég held að það
hljóti að hafa verið einhver
ástæða fyrir förinni og því
beri að athuga hvaða vitn-
eskju Kólumbus gat haft um
ísland og nágrannalöndin
vestanhafs. Af minnisgrein-
inni í Historic rná ráða að
Kólumbus hafi þekkt rit Ptó-
lemeusar. Hugsanlegt er að
Kólumbus hafi í Portúgal
fengið vitneskju um bæði
Grænland og ísland og jafn-
vel löndin þar fyrir handan,
Markland, Helluland og
Vínland. Vitað er að allt frá
því fyrir 1450 hafði verið ná-
ið samstarf nreð Portúgölum
og Dönum hvað leiðangra á
sjó varðar.17 Svo virðist sem
þetta samband hafi fyrst
komist á vegna fjölskyldu-
tengsla en Eiríkur af Pom-
mern og Hinrik sæfari voru
rnágar. Vinfengi þjóðhöfðingja land-
anna hefur haldist því að 1472 eða
1473 sendi Kristján 1 Danakonungur
þá Hans Pothorst og Diðrik Píning,
síðar hirðstjóra og höfuðsmann á ís-
landi, í leiðangur vestur fyrir ísland
ef til vill í leit að sjóleið til Indlands.
Hrakti þá meðal annars til Grænlands
og sennilega Marklands.
En það sem gerir þennan leiðangur
athyglisverðan með Kólumbus í huga
er að í för með Pothorst og Píning
var Portúgali, Johan Vaz Cortez-Real
að nafni. Samkvæmt athugunum
Danans Sofusar Larsens var Cortez-
Real kominn aftur til Portúgals
1473.18 Það er því freistandi að setja
fram þá kenningu að Kólumbus hafi
annað hvort hitt Cortez-Real eða haft
spurnir af ferðum hans er hann kom
til Portúgals árið 1476 á leið sinni til
Englands og þá hafi kviknað með
Kólumbusi hugmyndin að íslands-
ferðinni.
En af hverju fór Kólumbus þá að-
eins til íslands en ekki Grænlands eða
lengra vestur? Allt bendir til þess að
Kólumbus hafi ekki verið á eigin
skipi þegar hann kom til íslands held-
ur enskri fiskiduggu og því hafi far-
arstjórn ekki verið í hans höndum.
Því má segja að Kólumbus hafi valið
næstbesta kostinn, að fara til íslands
og reyna að fá þar frekari vitneskju
um ferðir á þær slóðir er Cortez-Real
sótti.
Til Ultima Thule
Hér að framan er birt klausa sú er
lýsir íslandsför Kólumbusar. í fljótu
bragði virðist þarna allt morandi í
staðlausum staðhæfíngum. Þó ber að
hafa í huga að Kristófer Kólumbus
var mjög gjarn á að ýkja.17 Dagsetn-
ing ferðarinnar er oft það fyrsta sem
lesandinn hnýtur unr. Hún hefur ein-
mitt þótt rýra sannleiksgildi frásagn-
arinnar vegna þess hve
snenrma árs ferðin er. Sanr-
kvænrt enskunr tollskýrslum
sigldu aðeins þrjú skip frá
Bristol til íslands árið 1477 en
þess ber að gæta að aðeins
hefur varðveist unr þriðjung-
ur af tollskýrslunr frá helstu
svæðum íslandssiglinga frá
Englandi á tímabilinu 1461-
1483 og gætu skipin því hafa
verið mun fleiri.20
Taviani telur að floti sá sem
Kólumbus sigldi með hafi
komið til London í fyrsta lagi
í janúar 1477. Því hafi Kól-
umbus ekki komið til Bristol
fyrr en í febrúar sanra ár og
líklega ekki lagt úr höfn fyrr
en í fyrsta lagi í byrjun nrars,
þar sem ensk skip lögðu ekki
upp til íslands svo snenrnra
árs, en það útilokar þó ekki
möguleikann á að farið hafi
verið í febrúar. Taviani telur
líklegt að Kólumbus hafi
skrifað nrinnisgreinina þegar
hann dvaldist á Spáni á árun-
um 1485-1491 og í raun sagt
ferðina vera í febrúar en þá er
gróðurfar á Ítalíu ekki ósvip-
að og í apríl á fslandi.71 Hann
hafi því einungis heimfært
tínrann yfir á þann heinrshluta er
hann þekkti best. Hugsanlegt er þó
að brottfarartíminn sé réttur. Sanr-
kvæmt athugunum Björns Þorsteins-
sonar stendur í gerðabók enska ríkis-
ráðsins frá árinu 1626 að skip sem
stundi veiðar við Vestnrannaeyjar séu
venjulega búin til brottfarar í febrú-
arlok.22 Ennfremur getur Björn unr
skip er sigldi til fslands frá Ipswich
10. janúar 1514 og telur að dænri um
slíka undanfara flotans séu eflaust
fleiri.
Kort Ptólemeusar þar scm það nœr lcngst norður og vestur og
Kólumbus vitnar til í minnisbókarbroti sínu. Þar sést greinileg
staðsetning Thule á 63° n.br.
40 SAGNIR