Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 33
í Barimskðlaportimi árið 1915. Hátíðarhöld í vœndum. Kosiiingaréttur kveima í höfn.
konur ekki hafa þroska til að fá kosn-
ingarétt eftir sömu reglum og karlar.
Hann bendir á vilja kvenna sjálfra;
undirskriftalistana til Alþingis þar
sem konur báðu um kosningarétt.
Þjóðmál varða alla, segir hann, og
brýnt sé að bæta úr þessum órétti
strax „og það til fulls, eins og konur
eiga heimtingu á.“51 Skúli spyr einnig
hvort þingmenn væru alveg sann-
færðir um að konur þyrftu fremur en
karlar að afla sér pólitískrar upp-
fræðslu. Konur lesa blöð og fylgjast
með málum engu síður en karlar,
segir hann og bætir við;
og viðvíkjandi þeirri mótbáru, að
kvenfólkið ekki vilji blanda sér í
pólitík, og sé þess vegna ófrótt um
þá hluti, þá vil eg að eins benda á
það, að fjölda margir karlmenn eru
ekki þroskaðri en það, að það er
nærri því að setja rnann í kvala-
ástand, að tala við þá um landsmál,
svo að því leyti eru þeir að engu
fremri konum og þess vegna engin
ástæða til að svifta þær kosningar-
rétd af þeim sökum.52
Hannes Hafstein er á sama máli og
Skúli Thoroddsen. Það væri lítil
sanngirni í því að Alþingi gæti veitt
stráklingum á aldrinum 21-25 ára
kosningarétt en neitaði að veita hann
þroskuðum konum undir fertugsaldri
á þeim forsendum að þær væru of fá-
fróðar um stjórnmál. „Þetta er mis-
rétti, sem eg ómögulega get fellt mig
við,“ segir Hannes, „misrétti, sem
ekki á neina rót í þekkingarmun,
heldur að eins í kynferði, sem í þessu
efni ekkert kemur málinu við.“53
Eggert Pálsson segist hins vegar vita
að konur væru almennt óviðbúnar
kosningaréttinum og þess vegna væri
ísjárvert að auka tölu kjósenda um
meira en helming allt í einu einkum
þar sem líklegt væri að hinar „yngri
og óþroskaðri“ myndu frekar kjósa
en þær „eldri og gætnari".34
Hannes Hafstein var bersýnilega
ekki haldinn neinni hræðslu við dóm-
greindarleysi og pólitískan óvitahátt
kvenna undir fertugu, og spyr þing-
menn þegar aftur er karpað urn ald-
ursmörkin árið 1913: „Hver er líka
sönnunin fyrir því, að fólkið sé fær-
ara til þess að nota kosningarrétt
sinn, þó það oldist um öll þessi ár?
Flestir munu vera orðnir að mestu
fullþroska þegar þeir eru 25 ára“,
bætir hann við.33 Bjami Jónsson frá
Vogi segir að ef menn óttist bylting-
arvoða fái konur kosningarétt, þá sé
nær að óttast of mikið íhald ef svo
yrði því „allir ... vita, að konur eru
mikið fastheldnari við það sem gam-
alt er en karlmenn. Það er alkunnugt
og viðurkent í öllum bókum, sem
urn sálarfar manna ræða“, heldur
hann áfram og bædr því við að þetta
sé mjög skiljanlegt því að hjá konum
ráði kenndirnar meiru en umhugsun-
Kosningaréttur í áföngum
Það var íhaldsemi stjórnmálamanna
sem varð ofan á árið 1913 þegar
ákveðið var að konur væru ekki færar
um að kjósa nema vera orðnar fer-
tugar og eldri. Það var talið „var-
hugavert, að fjölga svo mjög kjós-
endurn alt í einu, að núverandi kjós-
endur sjeu sviftir mest öllu valdi yfir
SAGNIR 31