Sagnir - 01.06.1992, Page 79

Sagnir - 01.06.1992, Page 79
Kvart og kvein Ef við bregðum okkur að Breiðavaði þar sem Sigurlaug Jónasdóttir á heima sjáum við Sigurlaugu við vinnu sína. Hún er ekki heil heilsu og föl og flekk- ótt í framan. Þetta heilsuleysi hennar verður til þess að 26. nóvember skrifar hún sýslumanni bréf. Þar kvartar hún undan því að hafa ekki náð bata þó að Hoffmann hafi reynt að telja henni trú um það. Hún segist vera mun verri og biður um hjálp hið fyrsta. 14 Eftir að Blöndal fær þetta bréf skrifar hann Grími 3. desember. Þar segir hann frá kvörtunum Sigurlaugar og að hann hafi fengið skriflegt frá Hoffmann að þær fimm konur sem hafi verið í meðhöndlun vegna kynsjúkdóms væru orðnar heilbrigðar. Blöndal segist hafa heimsótt Sigurlaugu og séð að svo var ekki, á henni hafi hann séð bletti í andliti og í kringum nef og munn, einnig hér og þar á hand- leggjum. Hún kvarti yfir húð- leysi á nefi, eymslum í lík amanum og óeðlilegri bólgu í kirtlum. Að henn- ar sögn hafi hún haft þessi sár í september þegar Hoffmann skoð- aði hana fyrst. Eftir að hafa rætt við Sigurlaugu segist Blöndal hafa gætt að systrunum, Sigríði og \ Sigurlaugu Finnsdætrum á Syðri-Ey. Þær séu ekki orðnar góðar en að þeirra sögn hafi þær verið betri eftir meðhöndlun Ara áður en Hoffmann tók þær til með- höndlunar. Blöndal segist ekki hafa athugað um madam Stiesen, þar sem hann efist um sannsögli hennar. Einnig hafi hann fengið bréf frá Arnljóti Árnasyni, hreppstjóra og húsbónda Kristínar Jónsdóttur, og segi þar frá sama ástandi og á hinum stúlkunum. Blöndal kveðst hafa bannað stúlkunum samneyti við ann- að fólk þar til þetta sé gengið yfir.15 Hræðsla við smit? Hoffmann fær bréf frá Blöndal þar sem honum er sagt frá kvörtunum Sigurlaugar. Þann 11. desember skrif- ar Hoffmann svo Grími vegna þessa bréfs. Hann segir að allar konurnar hafi verið heilbrigðar þegar hann út- skrifaði þær og þar á meðal Sigurlaug Jónasdóttir. Telur hann að helsta skýringin á útbrotunum sé sú stranga meðhöndlun sem þær hafi fengið hjá honum vegna kyn- dómsins. Einn- ig býður hann Sigur- laugu að koma til sín á Akur- eyri og fá meðhöndlun við þessum nýja sjúkdómi.16 Þegar hér er komið í sögu skrifar Grímur Ara bréf, dagsett 15. desem- ber. Þar rekur hann gang málsins og biður Ara að fara hið fyrsta til Spá- konufells- og Höskuldsstaðasóknar og athuga ástand fólksins. Grímur segir Ara að með þessu bréfi sendi hann skinnpakka frá Hoffmann, í honum séu lyf til að nota við sjúk- dómnum, sé fólkið ennþá haldið honum. Ef aftur á móti það sé eitt- hvað annað en áðurnefndur kynsjúk- dómur sem ami að fólkinu þá eigi hann að endursenda pakkann. Einnig biður Grímur Ara að kanna hvort fleiri hafi þennan sjúkdóm.17 Ari gerir eins og hann er beðinn og 2. janúar 1825 skrifar hann Grími og segir að í Húnavatnssýslu hafi hann fundið níu manneskjur með þennan sjúkdóm að meira eða minna leyti. Hann vilji ekki leggja mat á með- höndlun Hoffmanns á konunum en svo virðist sem hann hafi ekki haft nóg af lyfjum meðferðis. Að sögn kvennanna hafi þær ekki verið í nógu góðu ástandi til að segja til um hve oft Hoffmann hafi vitjað þeirra á meðan meðhöndlun fór fram. Ari segist ekki vilja dæma gerðir Hoffnrann, en þó veltir hann því fyrir sér hvort Hoffmann hafi verið hræddur við smit eða eitthvað annað komið til. í framhaldi af þessu bréfi Ara til Gríms er vert að glugga í dagbók Ara á þessu tímabili. Dagbók Ara Arasonar læknis 1824-1825 í dagbók sína skráði Ari sjúkdóms- greiningar og meðhöndlun á sjúkl- ingunum frá því að hann fékk bréf frá amtmanni, 19. desember 1824, og til loka júní 1825 er flestir sjúklingarnir voru að hans mati orðnir heilbrigðir. Tveimur dögum eftir að hann fær bréf Gríms leggur hann af stað og kemur að bænum Gili í Svartárdal daginn eftir. Þar skoðar hann Sigur- laugu Jónasdóttur og á henni finnur hann harða og illilega kyrtilhnúta á endaþarmi. Þegar hann skoðaði hana áður, 7. september, segir hann að hún hafi aðeins haft sár á klofhafti en nú sé það meira fljótandi og með mikilli bít- andi útferð. Einnig væru nú rauðar kláðaskellur næstum húðlausar um axlarlið, olnboga, úlnlið fram á hendur og öll liðamót en þó mest um lærin. Handarkrikar og hálskirtlar hafi bólgn- SAGNIR 77

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.