Sagnir - 01.06.1992, Page 16

Sagnir - 01.06.1992, Page 16
sem var stórstirni á þessum árum, en íslenska blómarósin sem Sonja Henie leikur heitir „Katina Jonsdottir“ í myndinni. Katina hefur allar klær úti til þess að fanga hermanninn og beitir ýmsum bellibrögðum. Og til að bæta gráu ofan á svart og flækja ástarsögu Katinu og Murfins enn frekar leikur Joan Merrill kærustuna sem Murfin yfirgaf í Bandaríkjunum og stingur allt í einu upp kollinum sem söng- kona í Reykjavík. Unnusti Katinu, sem hún yfirgefur vegna hermannsins, heitir „Sverdrup Svensson", leikinn af Sterling Hol- loway. Sverdrup þessi er góðlátlegur auli og svo ámátlegur að næsta ótrú- legt er að hann eigi möguleika í sjálfa skautadrottninguna. Hann hefur beð- ið hennar ríflega þrjátíu sinnum þeg- ar Bandaríkjamaðurinn birtist, en alltaf verið hafnað. A meðan Katina og Murfin eru að draga sig saman sit- ur Sverdrup Svensson síðan eins og hálfbjáni og nagar á sér neglurnar. Þessi sonur Islands þótti sumum landsmönnum hámark svívirðunnar í myndinni og gera Islendinga ákaflega auvirðilega.8 Fjölskylda Katinu kemur talsvert við sögu. Hún rekur kaffistofu í Reykjavík sem er óvenju þrifaleg miðað við slíkar stofur á stríðsárun- um og fór mjög fyrir brjóstið á þeim sem sáu myndina, þótti ekkert eiga skylt við reykvískar fjölskyldur. Þórði Albertssyni, verslunarerind- reka í Washington D.C. sem sá myndina þegar hún var frumsýnd vestra, þótti foreldrarnir koma fyrir og leika sem væru leikararnir „að sýna fjölskyldulíf t.d. í Palestínu, en það tekst ágætlega og er alveg „ekta“ (ég hef sjálfur verið í landinu helga). Undirlægjuháttur, peningaágirnd, níska og alls konar fleðulæti með við- eigandi (óíslenskulegu) handapati er það sem einkennir þessa íslensku f]öl- skyldu.“9 Fjölskyldan fór í taugarnar á fleirum, einkum faðir Katinu, sem Felix Bessart leikur. „The Hays Office“ í Bandaríkjun- um sem gaf grænt ljós á sýningar kvikmynda á stríðsárunum, en vegna styrjaldarinnar mátti ekki sýna hvaða mynd sem var, taldi pabbann illkvitt- inn og ágjarnan. Hann væri ekkert ýkja áhugasamur um velfarnað Kat- inu, vildi miklu fremur koma gift- ingu hennar sem fyrst frá svo Helga gæti eignast hinn auðuga Valtý. í umsögn Hays-stofnunarinnar er m.a. fundið að viðbrögðum pabbans við því þegar Katina segist hafa nælt sér í bandarískan hermann, en þá svarar hann: „Ó, Bandaríkjamann! Hann hlýtur að vera forríkur!" Dæmigert er fyrir pabbann að hann kastar Sver- drup Svensson út í kuldann þegar hann fréttir að Katina sé komin með nýjan kærasta, vill ekki einu sinni gefa honum kaffibolla fyrir svefninn. „Pabbinn er hræsnari," segir Hays- stofnunin, „seinna reynir hann aftur að fá Sverdrup til þess að kvænast Katinu. Hamingja hans er fullkomn- uð þegar Helga giftist Valtý og Murfin kvænist Katinu."10 Pabbinn er ekki eini aurasjúki Is- lendingurinn í myndinni. Þar er t.d. einnig friðdómari og hjónabands- miðlari sem heitir „Herrn Sigvis Tegnar", nafnið greinilega þýskrar ættar. Fritz Feld leikur friðdómarann, sem gengur um á veitingahúsum í leit að feng. Þegar hann kemur auga á bandarískan hermann með inn- fæddri stúlku lætur hann þeim í té nafnspjald sitt í auglýsingaskyni, í þeirri von að hann fái að gifta þau og græða þar með pening. Þegar hann er búinn að gefa þau Katinu og Murfin saman segir hann: „Til lykke og ma- ke mange börn“ og bætir síðan við á ensku, en hún er vitaskuld töluð í myndinni: Það þýðir „Good luck and many children“. Herrn Tegnar var sérlega illa séður af íslendingum. Þórði Albertssyni fórust m.a. svo orð um hann:11 Herrn Tegnar er „hinn fleðulegasti og sýnir áreiðan- lega einhverja manntegund sem býr sunnar á hnettinum en Islendingar. “ Það sem fór þó einna mest í taugarn- ar á Þórði og mörgum öðrum var málhreimur hjónabandsmiðlarans og meirihluta fjölskyldunnar, ekki síst systurinnar Helgu, sem Osa Massen leikur. Þetta lið talar með greinileg- um þýskum blæ, sem getur varla verið tilviljun. Sérstaklega þótti þetta ámælisvert vegna þess að þýski hreimurinn var gjarnan notaður í kvikmyndum á þessurn árum þegar

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.