Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 18

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 18
frétti af henni ytra að hann hafði þeg- ar tekið málið til athugunar er skeyt- ið barst að heiman. Sendiherrann hafði gengið á fund bandarískra stjórnvalda í Washington og þau gef- ið honum vilyrði fyrir því að málið skyldi rannsakað og Islendingum var heitið aðstoð svo þeir mættu rétta sinn hlut.14 Heima biðu menn átekta. Thor Thors brást m.a. svo skjótt og harkalega við Iceland vegna þess að undangengin ár höfðu íslendingar lagt mikla fjármuni og vinnu í kynn- ingu á landi og þjóð í Bandaríkjun- um. Þeir höfðu byggt þar upp mikil- væg viðskiptasambönd og í kynning- arstarfi sínu lagt áherslu á hversu íslendingar væru ríkir að menningu. Iceland kom því eins og köld vatns- gusa framan í alla sem áttu þar hlut að nráli og var talin jaðra við spell- virki. Störf Thors og annarra voru farin að skila umtalsverðum árangri vestra. Agnar Kl. Jónsson, fyrrum aðalræðismaður fslands í New York, sagði t.d. að íslendingar nytu „mik- illar velvildar í Bandaríkjunum, ekki síst hjá hinum amerísku stjórnvöld- um,“ þegar hann var tekinn tali í september 1942, þá nýfluttur heim eftir níu ára útiveru. Og hann bætti við:15 „Þegar við höfum mál að flytja við stjórnvöld Bandaríkjanna, gera þeir Bandaríkjamenn allt sem þeir geta til þess að leysa úr málum okkar. En það er ekki sama sem að við fáum alltaf jáyrði við því sem við förum fram á.“ f þetta skipti þurftu fslend- ingar að bíða í nærri þrjá mánuði eftir fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum. Iceland var frumsýnd óbreytt í helstu stórborgum vestanhafs 15. október 1942 og fékk fremur slaka dóma bandarískra gagnrýnenda. Söguþráð- urinn þótti einfeldningslegur og fram- setning efnisins gamaldags. Dansat- riðin voru helst talin gera myndina minnisstæða. Þá þótti tónlistin fram- bærileg.16 Bosley Crowther hjá The New York Times greindi frá því að heyrst hefðu óánægjuraddir á íslandi en líklega myndu Bandaríkjamenn ekki láta efni myndarinnar hafa mikil áhrif á sig heldur líta á hana sem enn eina skautasýningu Sonju Henie og hann taldi myndina ekki höfða til vits- munavera.17 Crowther varaði síðan við kvikmyndum sem fjölluðu um þjóðir sem Bandaríkjamenn þekktu lítið sem ekkert til og tók þar undir með John Grierson, formanni kvikmyndanefnd- ar Kanada. Hann hafði þá nýlega farið hörðum orðum um kvikmyndagerð í Norður-Ameríku. Crowther benti á að myndir, sem við fyrstu sýn virtust sauðmeinlausar og jafnvel ómerkileg- ar, gætu haft skaðvænleg áhrif á sam- skipti þjóða. Nánast allar rnyndir sem hefðu verið framleiddar í Bandaríkjun- um undangengin ár og væri ætlað að gerast utan landsteinanna væru brenndar marki „Hollywood-veruleik- ans“, skrumskældar og öfgafullar. Af- leiðingin hefði orðið sú að myndimar fræddu Bandaríkjamenn ekkert um þjóðirnar sem þeim væri ætlað að sýna. Og stundum hefðu þær beinlínis vakið andúð þeirra sem hugmyndin var að „heiðra". Iceland væri m.a. glöggt dæmi um þess konar fram- leiðslu. Kvikmyndahúsagestir í Banda- ríkjunum gætu haldið að sú mynd væri jafn meinlaus í milliríkjamálum og koss en sú væri ekki reyndin. Um það vitnuðu viðbrögð á íslandi. Síðan taldi kvikmyndagagnrýnandinn upp nokkur atriði sem hann hafði heyrt að færu fyrir brjóstið á Islendingum og klykkti loks út með að segja:18 „Islend- ingar telja sér gróflega misboðið með myndinni, jafnvel þótt hún sé lítilfjör- leg. Og þeir eru ekki þjóð sem við viljum særa.“ Ernest L. Schier hjá The Washing- ton Post tók mun dýpra í árinni. Ef ekki væri fyrir skautasnilld Sonju Henie og spaugilegt andlit Jack Oakie mætti halda að kvikmyndin væri framleidd í áróðursráðuneyti Þjóð- verja en ekki Hollywood. Á friðar- tímum væri sjálfsagt að láta afskipta- laust þótt gert væri grín að ýmsum skringilegheitum Bandaríkjamanna og vinaþjóða þeirra. I hildarleik styrjaldarinnar gengi það hins vegar skemmdarverki næst að sýna lítið en engu að síður mikilvægt bandalags- ríki sem ísköku, byggða auragjörnu og subbulegu fólki. En Iceland léti sér ekki nægja að ata eitt elsta og frarn- farasinnaðasta lýðræðisríki heims auri heldur lítilsvirti hetjur bandaríska landgönguliðsins með því að sýna þær sem vanþakkláta og veikgeðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.