Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 10

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 10
einnig í skýrslum mannfræðinga sem rannsakað hafa blóðhefndarsamfélög erlendis. 10 Sýning Guðrúnar í laukagarðinum er hennar leið til að segja að stund hefndarinnar sé runnin upp. Bræð- urnir meðtaka skilaboðin. Eftir and- vökunótt segjast þeir: mega eigi bera lengur harm sinn og frýju móður sinnar. „Viljum vér til hefnda leita, ... og höfum við bræður nú þann þroska að menn munu mjög á leita við okkur ef við heijum eigi handa.“n Bollasynir fara síðan af stað með lið manna og tólf ára gamall vegur Bolli Bollason föðurbana sinn. Eftir Laxdæluferðina hefur tilgáta okkar um hefndaruppeldi fengið byr undir báða vængi og er nú á góðri leið með að verða að kenningu. I tvígang fylgdumst við með reiðunr mæðrum krcfja syni sína um að blóði yrði úthelt fyrir blóð og í báðum tilfellum fengu þær vilja sínum framgengt. En flýtum okkur hægt. Eins og al- þjóð veit þykir ekki merkileg fræði- mennska að alhæfa út frá einni heim- ild og því eigum við ekki annars úr- kostar en halda leitinni áfram og freista þess að finna hliðstæð dæmi í öðrum sögum. Annars gæti hefndar- uppeldi hafi orðið til í kolli „konurin- ar sem skrifaði Laxdælu". Við höldum því ótrauð áfram ferð- inni og brátt verða á vegi okkar tvær sköruglegar ekkjur. Pað eru þær Ástríður frá Borgarhóli og Porgerður Oddleifsdóttir frá Kvennabrekku í Dölum. Báðar standa þær fyrir búi og eiga í illdeilum við nágranna um yfirráð lands. Rjúfum nú friðhelgi einkalífsins andartak og skoðum heimilislífið hjá þessum sómakonum. Synir þeirra Glúmur og Refur veittu litla stoð við búreksturinn. Glúmur „svaf ... til dagmála og annaðist ekki um bú."1" en Refur hafði „öngva ... aðra iðn fyrir starfi en að veltast fyrir fótum mönnum er þar gengu ... Hann var af flestum mönnum fífl kallaður."13 Hvorugur þeirra þolir þó að sitja aðgerðalaus undir storkun móður sinnar. Ástríður hvetur son sinn í tvígang en hún er þó ekki beinlínis að biðja unr blóðsúthellingar. Þegar Glúmur hunskast á fætur og tekur „feldinn blá og spjótið gullrekna í hönd sér“ áttar hún sig mæta vel á fyrirætlan hans en lætur sér eigi að síður vel líka og hann drepur nágrannann. 14 Samskipti Refs og Þorgerðar eru öll mun heiftugri. Hún lætur þó ekki til skarar skríða fyrr en eftir að hús- karl hefur verið veginn. Þá gengur hún að fleti Refs og þrumar yfir hon- um: „Ávallt hrýs mér hugur við er eg sé þig, frændaskömm þína, fyrir mínum augum og hve mikill ógæfumaður eg var þá er eg ól þinn óvita. Væri þar betri dóttir. Mætti eg þá gefa hana þeim manni er oss væri nokkuð traust að. En þótt landeign vor sé beitt upp eða taða niður brotin eða menn drepnir þá liggur lydda þín og lætur sem vér eigum ekki að annast.“15 Ádrepan verður til þess að Refur skakklappast fram úr bælinu og „tek- ur ofan höggspjót rnikið." Hann snarast að bæ óvinarins, á við hann stutt orðaskipti en rekur hann síðan í gegn. Er móðir hans heyrir tíðindin fagnar hún og segir „Seg þú manna heilastur".16 Báðir verða þeir Refur og Glúmur síðan virtir menn eftir að mæðrunum tókst að vekja þá til meðvitundar um stöðu sína og skyldu. Athygli vekur að Þorgerður notar sömu hárbeittu vopnin og nafna hennar Egilsdóttir, sem getið var að framan, er hún hæð- ist að karlmennsku Refs með því að óska sér dóttur í hans stað. Þriðja tilbrigðið við sama stef er hvöt Geirríðar í Eyrbyggju. Sonur hennar, Þórarinn, er kvæntur maður sem stendur fyrir eigin búi en kerling móðir harís er þar í heimili og virðist hafa bæði töglin og hagldirnar. Enn- þá eru nágrannaerjur á ferðinni og í þetta skipi er deilt um hross. Dag einn ryðst nágranninn inn á heimilið með miklu offorsi og sakar Þórarinn að ósekju um hrossastuld. Geirríði gömlu ofbýður ósvífni gestanna en einnig langlundargeð Þórarins og hreytir í hann: „Of satt er það er mælt er að meir hefir þú ... kvenna skap en karla er þú skalt þola ... hverja skömm og eigi veit eg hví eg á slíkan son.“17 Þórarinn fyrtist við orð kerlingar og rauk út. Bardagar upphófust þeg- ar í stað og þeim lauk með því að óvinirnir féllu í valinn. Er sigurveg- arinn kom heim beið kerling í dyrun- um iðandi af forvitni og spurði frétta, en Þórarinn svaraði henni með vísu: Varði eg mig þar er myrðir morðfárs vega þorði, hlaut örn af ná neyta nýjum, kvenna frýju.18 Við þetta hlakkar í kerlu enda hafði hún fengið Þórarinn til að dansa eftir sínu höfði og það varla í fyrsta skipti. Hér skulum við fara í stutta reisu til útlanda, alla leið yfir hafið til Nor- egs. Þar verður á vegi okkar hálf- gerður huldumaður, Gísl Illugason. Við þekkjum ekki sögu hans eða bakgrunn en sautján ára gamall stekkur hann fullmótaður fram á sjónarsviðið. Þá er hann kominn til Noregs þar sem hann leitar uppi vígamann pabba síns. Eins og hetju sæmir tekst Gísl að finna föðurban- ann og drepa en sá er hængur á að þrjóturinn var einn af hirðmönnum konungs. Gísl lendir því í allskyns hremmingum og ævintýrum en í sögulok fær hann tækifæri til að hitta kónginn sjálfan augliti til auglits og skýra mál sitt. Hann segir: „faðir minn var veginn ... Þá var eg sex vetra gamall en ... bróðir minn níu. Vorum við þar við staddir er faðir minn var drepinn."19 Kóngsi fær þeg- ar í stað djúpa samúð með Gísl, gefur honum upp allar sakir og gerir hann að hirðmanni sínum og þar með lýk- ur Gísl þætti Illugasonar. Glöggir les- endur veita því vafalaust athygli að í frásögninni er móður hvergi getið, þó að sagan beri að öðru leyti sterkan svip af hefndaruppeldi. Það er freist- andi að kenna þennan móðurskort við knappan stíl sögumanns. Hann er ekki að fjalla um ungdóm og uppeldi á þjóðveldisöld heldur hreystiverk Gísls í Noregi. Enn er kominn tími til að feta nýj- ar brautir. Skoðum samspil slúðurs og hefndaruppeldis. Við leitum fyrst á Njáluslóðir og höfum stutta við- dvöl að Bergþórshvoli. Þar sjáum 8 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.