Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 59

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 59
sjálfum sér þýsku“b skrifaði aðdáun- arfullur skiptinemi. Það var ekki amalegt fyrir nor- rænufræðinga og aðra áhugamenn um fornbókmenntir að kynnast því hve lifandi menningararfurinn var með íslensku þjóðinni. I þeirra aug- um jók það gildi fslendingasagnanna um allan helming að kynnast um- „Five o’clock tea“ á hálendi íslands. 1925. hverfi þeirra af eigin raun og hlusta á afkomendur fornkappanna tala um þá eins og væru þeir sprelllifandi. Gest- irnir fylltust andakt og hrifningu yfir húslestrinum þegar „forfeðurnir gömlu rísa raunverulega upp úr gröf- um sínum."16 Á vetrargönguferð sinni austur í Ölfus gisti Prinz á Æg- issíðu og hitti þar einn gamlan sagna- þul: þá talar hann um þetta fólk og þessa atburði, sem gerðust fyrir þúsund árum en borist hafa frá munni til munns, bók til bókar ár- hundruðum saman, talar um Skarphéðinn, Gunnar, Gretti, Ei- rík blóðöx og Ólaf Tryggvason eins og þeir hefðu dáið í gær, drýgt í gær dáðir sínar, eins og hann hefði lifað með þeim augliti til auglitis.17 Ekki voru þó allir íslandsvinir iafn yfir sig hrifnir af söguvitund þjóðar- innar. Georg Weber, annar fyrstu skiptinemanna í Reykjavík snemma á þriðja áratugnum, hafði aðra sýn á þjóðareðli íslendinga. Honum fannst Islendingar styðjast um of við garnlar hefðir og hinn „órökræna rétt sög- unnar’“, söguskoðun þeirra væri ekki gagnrýnin heldur byggðist á því hvernig mætti nýta sér söguna: „Is- lendingurinn bindur sig sem sé við söguna. Hann lætur fortíðina og gildi hennar leggja sér skyldur á herðar fyrir framtíðina. Hér liggja rætur „irrationalismans" í lífsskoðun ís- lendingsins."18 Weber skýrði þetta ekki nánar en vafalaust hefur hann hér átt við Danahatrið, byggt á forn- um syndum herraþjóðarinnar fremur en sanngirni og skynsemi. fslensk gestrisni fékk lof og prís í frásögnum íslandsfara. Á þessum tímum forðuðust menn ekki ferða- menn eins og heitan eldinn. Þvert á móti. Þegar Þjóðverjarnir bönkuðu uppá á íslenskum sveitabæjum var þeim yfirleitt tekið með kostum og kynjum, boðinn matur og gisting og þeir jafnvel búnir út með nesti og nýja skó. Ekki var alltaf þegin greiðsla fyrir vikið. Fyrir daga Eddu- hótela var það samfélagsleg skylda bænda að hýsa ferðamenn, landa sem útlendinga. Þetta gerðu þeir hvort sem þeir höfðu af því skemmtun eða ekki. Það er þó að sjá af frásögnum ferðalanganna að íslendingar hafi fremur litið á það sem upphefð að fá að hýsa útlending, verið forvitnir að vita frá hverju hann hefði að segja og jafnvel tekið hann inn í fjölskyldulíf- ið. Paul Hermann þótti líka í frásög- ur færandi þegar gestrisnin brást: Við höfðum riðið stanslaust í nær- fellt 14 tíma, vorum dauðþreyttir og hungraðir og hlökkuðum til að fá mjólk, kaffi, heitan mat og mjúkt rúm. Það voru því mikil vonbrigði að hitta íbúana [á Kirkjubóli í Langadal, N-ísafjarð- arsýslu] fyrir í bólinu. Þrátt fyrir bank og barning (við brutum næst- um upp dyrnar) sást enginn og SAGNIR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.