Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 44
Hefði honum því verið í lófa lagið að
fræða Kólumbus um Ameríkuferðir.
Sigurður Líndal telur hæpið að sú
hafi verið raunin enda verður að segj-
ast nokkuð ólíklegt að biskup í vísi-
tasíuferð fari að gefa sig á tal við
óbreyttan sjóara á enskri fiskiduggu.
Á móti því má bera og segja að fróð-
leiksþyrstur maður eins og Kólum-
bus hefði auðvitað gert sér ferð til
fundar við biskup ef hann hefði lent í
Hvalfirði en ef við höldum okkur við
skoðun Sigurðar verður slíkur fundur
af skiljanlegum orsökum næsta ólík-
legur. Aftur á móti telur Sigurður
ekki ólíklegt að þeir menn sem Kól-
umbus kunni að hafa hitt hafi frætt
hann um afrek feðra sinna í vestri.31
Taviani efast um þetta og styðst í
þessu sambandi við kenningar De
Lollins og Þorvalds Thoroddsens
sem bera fyrir sig fáfræði almennings
um þessa hluti. Það er alls ekki ólík-
legt að alþýða manna hafi þekkt frá-
sagnir af Vínlandsferðum og hafa
verður í huga að aðeins voru liðin 67
ár frá því að síðasta skip sneri aftur
frá Grænlandi. Því er ekki ólíklegt að
Kólumbus hafi frétt af löndum í
vestri er hann staldraði hér við.
100 spænskar mílur út fyrir
eyna Thule á íslausu haíl
Þegar athugaður er sá hluti minnis-
greinarinnar sem segir Kólumbus
hafa siglt 100 spænskar mflur út fyrir
eyjuna Thule á íslausu hafi ber að
minna á að ein spænsk míla er aðeins
1475 m en ein sjómfla er 1852 m.32
Við skulum gefa okkur að Kólumbus
hafi lent í Hafnarfirði og lagt þaðan af
stað í þennan 100 mflna túr. Við það
styttist vegalengdin enn frekar. Hefði
Kólumbus siglt 100 sjómílur í norður
eða vestur frá norðurströnd íslands
myndi hann hins vegar hafa komist
til Jan Mayen eða Grænlands.33
Sumir fræðimenn hallast jafnvel að
því að í Historie hafi verið um misrit-
un að ræða og Kólumbus hafi komið
til annarrar Thule 100 mflur frá fs-
landi en Taviani hafnar þeirri tilgátu
á þeim forsendum að Kólumbus hafi
mælt frá þeim stað er hann lagði upp
frá, Hafnafirði eða Hvalfirði.
Taviani segir ennfremur að Kól-
umbus hafi ekki getað siglt í norður
því að á „öðrum stað“ segir Kólum-
bus að eftir dagssiglingu handan
Thule sé hafið frosið.34 Það er baga-
legt að Taviani skuli ekki greina nán-
ar frá því hvaðan hann hefur þetta.
Sanrkvæmt þessu kemur aðeins vest-
urátt til greina hjá Kólumbusi því
hann kom úr suðaustri. Kólumbus
hlýtur að hafa siglt 100 mflur frá
botni Faxaflóa í suðvestur, norðvest-
ur eða í hávestur, þ.e. um 50-60
spænskar mflur (40-50 sjómflur) út
fyrir strönd íslands. Því lætur ekki
illa í eyrum að hann hafi getað sullað
í íslausu hafi svona snemma árs en
samkvæmt annálum var líka um
óvenju mildan vetur að ræða.33
Skiptir íslandsferðin máli?
Svo virðist við fyrstu sýn sem spurn-
ingin um hvort Kristófer Kólumbus
hafi komið til íslands eður ei vegi
ekki þungt á metaskálum sögunnar ef
önnur afrek hans eru höfð til hlið-
sjónar. Nánari athugun leiðir í ljós að
ef til vill olli þessi ferð því að Kólum-
bus sigldi árið 1492 á vit „austursins í
vestri" og uppgötvaði hina nýju
heimsálfu ekki óvart, heldur með
vitneskjuna um Vínland í farteskinu.
íslandsferð Kólumbusar hafði því
töluvert gildi um og upp úr aldamót-
unum 1500 þegar Spánverjar voru að
krefjast yfirráða yfir hinni nýju álfu.
Ein af meginröksemdafærslum Spán-
verja fyrir þessum yfirráðum var ein-
mitt að enginn hefði vitað um tilvist
Ameríku fyrr en Kólumbus uppgötv-
aði hana sem umboðsmaður Spán-
verja.3<’ Með öðrum orðum að Kól-
umbus hefði farið í sína frægu ferð á
Sankti Maríu árið 1492, til að finna
sjóleiðina til Indlands, án þess að
hann eða nokkur annar hefði gert sér
nokkra glætu um land í vestri. Því
gat komið sér illa fyrir Spánverja ef
Kólumbus hefði komið til íslands og
frétt af leiðöngrum þarlendra rnanna
Kristófer Kðlumbus. - Hctja hafsins með hugsjóti að leiðarljósi eða byggðist ferð hans til
Ameríku á vitneskju iim lönd liandan við hafið, - vitneskju sem liaiiiifékk á íslandi Í477?
42 SAGNIR