Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 82
og lekandi væri sami sjúkdómurinn.
Árið 1797 kom Bell nokkur frarn
með þá kenningu að þetta væru tveir
ólíkir sjúkdómar. Á svipuðum tíma
kom fram nýtt lyf sem var blanda af
kvikasilfri og klórsambandi. Kostur
þessa lyfs var að sjúklingar gátu með-
höndlað sig sjálfir. En þó að læknar
væru hrifnir af þessu nýja lyfi þá tóku
þeir þó eftir að það virkaði ekki alltaf
ef sjúkdómurinn hafði náð öðru og
Brennslujárn, notað til að brenna fyrir sár.
I
þriðja stigi. En á þessum tíma var
ekki vitað að á fyrstu stigum sára-
sóttar gróa sárin af sjálfum sér, hvort
sem meðhöndlun á sér stað eða
ekki.26
Þekking á sjúkdómnum
einni öld seinna
í bókinni Heilsufrceði utigra kvenna frá
1923 segir um fransós að hann sé
„ýmist meðfæddur eða fenginn síðar.
Smitast menn oftast við samræði við
sjúka manneskju. Þó geta menn
smitast við kossa, þegar barn sýgur,
af glasi, pípu, handklæði o.s.frv.,
sem mengast hefur af smitinu.“27 Þar
er einnig talað um að sjúkdómurinn
greinist í þrjú stig. Á fyrsta stiginu
kemur fram smá sár sem grær fljót-
lega og veldur litlum óþægindum.
Þrem til fjórum vikum seinna kemur
rauður bólguþrimill þar sem smitun
varð og kemur sár í miðjunni og er
gröfturinn í því bráðsmitandi. Sárið
er oft lítið og gefa menn því oft ekki
gaum enda er sjúklingurinn frískur
að öðru leyti. Leiti sjúklingur læknis
strax og er tekinn til meðferðar lækn-
ast sjúkdómurinn yfirleitt og nær
ekki öðru stigi.
Ef sjúkdómurinn nær öðru stiginu
kemst hann út í blóðið og berst um
líkamann; þetta er að átta vikum
liðnum eða að loknu fyrsta stigi. Oft
koma útbrot á húðina, sjúklingurinn
getur fundið fyrir beinverkjum, höf-
uðverk, máttleysi, hita og svitnað
mikið nokkrum dögum áður. Utbrot
geta verið með ýmsum hætti, slím-
húð í munni, hálsi og víðar veilist
oft, hleypur stundum bólga í húðina
hún verður rauð, aum viðkomu og
stundum konr hörð fleiður. Ef vel
tekst til nær sýkin ekki þriðja stigi.
En aftur á móti, ef enginn gaurnur er
gefinn að sjúkdómnum, nær hann
þriðja stigi og er þá mun magnaðari.
Þriðja stigið kemur ekki frarn fyrr
en mörgum árum síðar og hefur þá
sóttkveikjan lifað aðgerðalaus á með-
an. Læknir og sjúklingur geta ekki
verið vissir um bata fyrr en að þrem
til fjórum árum liðnum, ef sótt-
kveikjan hefur ekki bært á sér á þeim
tima er hægt að úrskurða sjúkling
heilbrigðan. Ef sjúkdómurinn nær
þriðja stigi sýkist heilinn, lifrin og
önnur líffæri. Bein og brjósk eyðast,
svo sem í nefinu. Sár og þrimlar
koma í húðina, þau gróa seint og eftir
sitja ljót ör. Fransós ryður braut öðr-
um sjúkdómum auk þess sem hann
eyðileggur sjálfur. Sjúklingur sem
fransós hefur herjað á hefur lítið mót-
stöðuafl gegn krabbameini, berklum
og fleiri sjúkdómum. Óbeinlínis get-
ur fransós þannig verið banamein þó
að nrenn viti ekki af.2s
Þessi sjúkdómslýsing á fransós frá
1923 lýsir mun meiri þekkingu en
þeir Hoffmann og Ari höfðu á sínum
tíma og töldu þeir báðir að þeir hefðu
læknað það fólk sem hafði kynsjúk-
dóminn. Miðað við nútímaþekkingu
er nokkuð augljóst að svo hefur ekki
verið.
Oddvörtur og sárasótt
Condyloma eða oddvörtur orsakast
af veiru, sem smitast með kynmök-
um og er tíminn frá smitun til ein-
kenna talinn vera 4-12 vikur. Vört-
urnar eru algengar á burðarbörmum
og á spönginni, en finnast oft í leg-
göngum og í leghálsi og í kringum
endaþarm. Vörturnar eru sjaldgæfar
hjá karlmönnum, koma þó fyrir hjá
þeim á reðnum og í kringum enda-
þarm. Algengt einkenni er kláði og
virðist þungun auka vöxt oddvarta,
sérstaklega þegar þær eru í leggöng-
um og geta þau nærri fyllst af vört-
um. Einnig er algeng mikil útferð
sem sterk lykt er af og þá vegna við-
bótarsýkingar.
Nú til dags felst meðferð í því að
læknar reyna penslun með podophyll-
ini 25% eða linimentum podophyllini ef
um fáar og litlar vörtur er að ræða.
Efnið er þvegið af eftir átta tíma, og
ber að varast að það komist á nær-
liggjandi húð. Öruggast er þó að
brenna vörturnar af með rafstraumi
(díathermi) í staðdeyfingu eða svæf-
ingu og skafa þær síðan með sköfu.
Oddvörtur hverfa stundum af sjálf-
' 29
um ser.
Chancre er forstig af sárasótt og er
mun illvígara en oddvörtur. Með-
göngutími áður en einkenni koma
fram er mánuður og er algengast að
einkenni komi fram við sköpin og á
leghálsi en sýking getur komið fram
hvar sem er. Einnig fylgir þessu sótt-
hiti. Chancre er þegar gormsýkill eða
sárasóttargyrmi kemur fram, það er
um 1 cm í þvermál og byrjar sem
rauður smáþrimill og verður síðan
80 SAGNIR