Sagnir - 01.06.1992, Side 7
Þorgerður Hrönn Þorvaldsdóttir
Það mælti mín móðir
Um hetju- og hefndaruppeldi í íslendingasögum
Mig langar til að bjóða
ykkur með í dálítið
ferðalag. - Það kostar
ekki mikið, enda er aðalfarkosturinn
fjörugt ímyndunarafl og svo auðvitað
ritaðar heimildir sem eiga að vísa
okkur leið í gegnum frumskóg for-
tíðarinnar. í þessari ferð virðum við
öll landamæri að vettugi og gefum
tímanum langt nef. I stað þess að
strunsa galvösk á áfangastað tökum
við stundum á okkur króka til þess
að víkka sjóndeildarhringinn og
skerpa skilning okkar á því sem síð-
ar mun bera fyrir augu.
„Fyrirheitna landið“ er íslenska
þjóðveldið þar sem „hetjur riðu um
héruð“ og „hjuggu mann og annan“.
Það eru þó ekki hetjurnar sjálfar sem
fanga athygli okkar að þessu sinni
heldur kvenskörungarnir sem
stóðu að tjaldabaki, einkum þó
„hetjumæðurnar".
Það sem tendraði þennan
áhuga voru rannsóknir erlendra
fræðimanna sem tóku að grúska
í „menningararfi okkar", fslend-
ingasögunum sem við höfðum
til skamms tíma litið á sem hrein-
ar bókmenndr. Erlendu fræðing-
arnir beittu aðferðum mannfræð-
innar við rannsóknir sínar. f stað
þess að velta vöngum yfir sann-
leiksgildi og dlvist einstakra atburða
eða persóna beindu þeir sjónum sín-
um að samfélaginu, vettvangi at-
burðanna og komu þar auga á ýmis
konar félagsleg og hagræn kerfi. Ut
frá þessu nýja sjónarhorni hefur tekist
að draga fram úr fortíðarþokunni
heildstæða og lifandi rnynd af samfé-
lagsskipan þjóðveldisins. Þjóðfélagið
sem myndin sýndi kom mannfræð-
ingum kunnuglega fyrir sjónir því að
hún reyndist um margt hliðstæð því
sem þeir þekktu úr samtímarann-
sóknum, til dæmis
tfrá Korsíku, Svart-
fjallalandi og Alban-
íu. Þjóðfélag sem
kallast á máli
fræðanna blóð-
hefndarsamfé-
lag.1
í blóðhefndarsamfélögum má hinn
mjúki maður sín lítils. Þar eru hvorki
miðstjórnarvald né sameiginlegt
framkvæmdarvald. Hver og einn þarf
stöðugt að standa vörð um heiður
sinn, gæta þess að gjalda jafnan líku
líkt, hefna fyrir misgjörðir og meið-
yrði eða vera álitinn ragur ella.2 Kon-
ur gegna mikilvægu hlutverki í að
viðhalda blóðhefnd en eru um leið
þrælar hennar. Þær hafa ekkert opin-
bert vald en með því að hvetja karl-
kyns fjölskyldumeðlimi til stöðugra
dáða og hreystiverka styrkja þær eig-
in stöðu og treysta um leið ríkjandi
kerfi. Samfélagið krafðist þess að
mæður eldu syni sína upp til hetju-
dáða og hefndar. Á bak við tjöldin
sáu þær til þess að hefndin gleymdist
aldrei, jafnvel þó að slíkt myndi
kalla á gagnhefnd og áframhald-
andi blóðsúthellingar.
En nú er tilvalið að bregða sér
í fyrsta lautartúrinn. Við skul-
um staðnæmast í norðurhluta
Albaníu um miðja nítjandu öld.
Þar er til frásögn af fnnmtán ára
dreng sem dag einn dró fram byssu
og skaut granna sinn. Með drápinu
var hann að hefna föður síns sem ná-
granninn hafði vegið þegar strákur-
inn var aðeins barn að aldri og enn
ófær um að framfylgja hefndarskyld-
unni. Fimmtán ára gamall hafði
stráksi loks öðlast þroska og styrk til
að endurheimta heiður fjölskyldunn-
ar og blóðhefnd var hafin að nýju.
Nú er viðbúið að einhverjir fussi
enda teljast það varla tíðindi þó að
maður drepi mann einhvers staðar í
útlöndum, víðsfjarri þjóðveldinu
okkar bæði í tíma og rúmi. Það sem
gerir þessa drápsögu áhugaverða í
okkar samhengi er það að drengurinn
átti ekki frumkvæðið sjálfur heldur
var hann hvattur áfram og sendur út
af móður sinni. Mamman vissi mæta
vel að með þessu færi blóðhefndin af
stað að nýju. Víg myndi koma fyrir
víg, sonur hennar yrði næsta fórnar-
lamb og hún stæði eftir ein. En sál
eiginmannsins vitjaði hennar stöðugt
SAGNIR 5