Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 4
Myndin á forsíðu er tekin fyrir framan
Thomsens Magasín í Reykjavík, líklega á
öðrum áratug þessarar aldar. Á myndinni
eru meðal annarra Þorsteinn Guðmundsson,
yfirfiskimatsmaður (1847-1920), með loð-
húfu, og sonur hans Gestur Sigurður (1882-
1952). I eigu Árbæjarsafns (Ábs. 3126).
Sagnir
Tímarit um söguleg efni
Pósthólf 7182
127 Reykjavík
Ritstjóri: Ólafur Rastrick.
Ábyrgðarmaður: Bylgja Björnsdóttir.
Ritnefnd: Ásmundur Helgason, Einar Hreins-
son, Haki Antonsson, Óskar Bjarnason, Sess-
elja Guðmunda Magnúsdóttir, Sólborg Jóns-
dóttir, Unnar Ingvarsson, Þorgerður Hrönn
Þorvaldssóttir og Þór Hjaltalín.
Prófarkarlestur: Ármann Jakobsson
Prentvinnsla: Oddi hf.
Letur: Bembo Roman, 9,5° á 11,5° fæti. Fyrir-
sagnir Bembo 48° á 50° fæti.
Pappír: Feldmúller 100 gr.
Upplag: 1200 eintök.
Sagnir © 1992
Sagnir koma út einu sinni á ári. Greinar sem
birtast í tímaritinu má ekki afrita með neinum
hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðrit-
un, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta
eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi höf-
undar.
ISSN 0258-3755
Bréf til lesenda
Einn spámanna sagnfrœðinnar sló því ein-
hverju sinnifram að söguleg staðreynd væri
ekki eitthvað sem vœri gefið, heldur byggi
sagnfrceðingurinn hana til. Hugmynditi var
ögrandi, sérstaklega á þeim tíma sem hún
var sett fram, þegar almennt var álitið að
hlutverk sagnfræðingsins fælist í að leita
uppi gömul skjöl og draga fram í dagsljósið;
njósnari gerður út á vit fortíðarinnar. En í
rauninni hefur hlutverk þeirra sem skrifa
um sögu alltaf verið umfangsmeira. Það er
sagnfrœðingurinn sem velur sér viðfangs-
efni, vehtr þær staðreyndir sem hann notar
til að setja mál sitt fram úr óendatdegum
jjölda slikra og ákveður hvað honum þyki
athyglisvert og hvað skipti máli. Hann vel-
ur sér sjónarhól, sjónarhól sem er markaður
af persónulegri reynslu hans og þvi um-
hverft sem hann hrærist i. Breyttir timar
spyrja nýrra spurninga um fortiðina sem er
ótæmandi náma þeirra svara sem samfélag
hvers tíma getur leitað í til að öðlast víð-
feðmari skilning á sjálfu sér.
Því verður ekki komist hjá því, á meðan
einhver hefur áhuga á sögu, að hún sé í sí-
felldri endurskoðun, með nýjum áherslum
og breyttum viðfangsefnum. Greinarnar sem
hér birtast bera þess merki. Efnið kemur úr
ýmsum áttum og vitnar um að sagnfræðin-
emar eru leitandi eftirferskri nálgun að sög-
unni. Sem dœmi má ttefna að fjallað er um
kynlíf í Húnavatnsýslu, uppeldi á hetjum
Islendingasagna, þjóðernissinnaða myndlist
og bíómynd frá Hollyivood. Með því að
skoða fortíðina fordómalaust og með opnum
huga verður til lifandi fræðigrein sem getur
aukið skilning okkar á því þjóðfélagi sem
við hrærumst í.
Sérstakar þakkirfá starfsfólk Ljósmynda-
safns Reykjavíkurborgar fyrir góða þjónustu
við öflun mynda.
Ritstjóri
2 SAGNIR