Sagnir - 01.06.1992, Síða 81

Sagnir - 01.06.1992, Síða 81
óttalega fordjörfuð niður um sig, bæði inn og útvortis af þeim kyn- sjúkdóm að ég hef fyrr hvorki séð né lesið slíkt og ei get það með penna fært hér, hvað þekkjanlegt var af hennar kynfærum vegna leg- sigs svo og annars (cochepia og prolepum vagina). Ari skrifar að vonlaust sé um lækn- ingu og þykir illt að gefa henni lyf sem hefðu orðið öðrum að gagni. Hann skoðar líka börnin á Síðu þau Stefán Sveinsson, 1Ö ára, og Þórunni Guðmundsdóttir, 19 ára. Það virðist lítið eða ekkert að þeim en hann ætlar þó að skoða þau betur síðar. Á svip- uðum tíma er Sveinn bóndi ferð- búinn að Ytra-Hóli til að komast undir lækningu, en kernst ekki vegna ofviðris. Þann 27. febrúar hefst svo meðhöndlun á Sveini og Málmfríði og er Sveinn útskrifaður heilbrigður 31. mars en kona hans er í meðhöndl- un til 3. maí. Þann 13. mars er Þór- unn tekin til meðhöndlunar og út- skrifuð 28. sama mánaðar. Hinn 21. febrúar mætir til skoðunar Magnús Guðmundsson, sem séra Jón Pétursson haíði bent á ásamt öðrum. Hann reynist heilbrigður en hafði þó kalið á liminn. Einnig er skoðuð Ingi- leif Guðmundsdóttir, 24 ára, á Kirkju- bæ. Hún hefur stóra hnúta báðum megin á endaþarmi og er á mörkunum að kynsjúkdómavörtur séu að koma fram við fæðingarstaðinn. Að sögn Ingileifar gerðist það rétt fyrir jólaföstu að Sveinn Kárason hitti hana í fjárhús- inu á Síðu. Hún er í meðferð frá 10. mars til 3. maí og skrifar Ari að hún hafi þá stórum fordjarfast. Þann 24. febrúar er fólkið að Ytra-Hóli skoðað samkvæmt tilmælum og er það allt heilbrigt. Ari skifar svo 28. mars að hann hafi ekki séð sér annað fært en að ferðast inn Langa- og Svartadal og skoða þar „þær ranglega óorðuðu manneskjur, er fríar fundust af þess- um sjúkdóm“.18 Fyrirsláttur og fleiri vandamál í framhaldi af bréfi sínu til Gríms 2. janúar beinir Ari þeirri spurningu til hans hvað sé til ráða. Enginn staður sé til þar sem hægt sé að hafa alla sjúklingana, og hann sjálfur hafi tekið tvo sjúklinga til sín, þau Sigurlaugu Jónasdóttur og Þorberg Þorbergs- son. Þegar þessir atburðir eiga sér stað er ekkert sjúkrahús á landinu og er það ekki fyrr en undir lok aldar- innar að fyrsta sjúkrahúsið er stofn- sett í Reykjavík.'11 Hjá Ara kemur líka fram að Blöndal hafi lagt til að safna sjúklingunum í verslunarstaðinn á Skagaströnd, en þar sé engin aðstaða til að hafa þá en hægt sé að koma þeim fyrir á bæjunum í kring og vitja þeirra frá verslunarstaðnum. Hann segist ekki treysta sér til þessa en leggur dl að annar læknir verði feng- inn til þess. Hann sjálfur geti þó bætt við sig einum til tveimur sjúklingum. Ari leggur síðan til að börnin Jónas ísleifsson og Anne Jensine Didrikke Stiesen verði send heim og notað verði á þau lyf í þrjár til sex vikur. Fyrir því lætur hann fylgja lyfseðil til amtsins.20 Eins og áður hefur komið fram þá tók Ari alla sem sýktir voru af kynsjúkdómnum í Húnavatnssýslu til meðhöndlunar, þrátt fyrir að hann segðist ekki treysta sér ekki til þess. Hoffmann skrifar Grími 12. janúar vegna sjúklinganna fimm sem hann segir að hafi verið læknaðir af kyn- sjúkdómnum en eftir skýrslu Ara telji hann að þær hafi aðeins „hvideflod". Hann segist sjálfur hafa verið veikur af einkennilegum sjúkdóm en eftir að hann kom úr Húnavatnsýslu sé hann mun betri og sé tilbúinn að fara aftur þangað ef amtið óski þess og stunda sjúklingana.21 Er greinilegt að ekki hefur hugur fylgt máli í þessu boði eins og kemur fram síðar. Þann 14. janúar skrifar Grímur Hoffmann og biður hann að fara til Húnavatns- sýslu.22 I franrhaldi af þessum skrifum um hver skuli stunda sjúklingana í Húna- vatnssýslu skrifar Grímur Ara 20. janúar og segir frá bréfi Hoffmanns, dagsettu hinn 18. sama mánaðar. Þar segist hann ekki komast strax í Húnavatnssýslu og hafi ekkert á móti því að Ari stundi sjúklingana. Með bréfinu sendi Grírnur bréf Hoff- manns frá 12. janúar um nokkra af sjúklingunum og hafi hann í því bréfi talað um að þeir þjáðust af öðrum sjúkdómi, en séu aðeins að nýta sér það að fá læknisaðstoð að kostnaðar- lausu. Einnig felur Grímur Ara að sjá um að meðhöndla sjúklingana og ef honum þyki nauðsynlegt að safna sjúklingunum á einn stað þá geti það ekki orðið á kostnað amtsins heldur verði sjúklingarnir að greiða það sjálfir, en meðhöndlunin sé á kostnað stjórnvalda.23 Áfram halda bréfaskriftir Gríms og er nú komið að því að skrifa kansellí- inu í Kaupmannahöfn. Það gerir Grímur 31. janúar 1825 og rekur gang nrálsins og minnist á kostnað vegna meðhöndlunar og ferða. Jafnframt bendir hann á ýmsar tilskipanir frá kansellíinu er varði sambærileg mál og fer fram á að fá kostnað greidd- an.24 Urn miðsumar 1825 fer að líða að lokum þessa máls og 14. júlí sendir Grímur bréf til sdftamtmanns. Með- lagt því bréfi fylgir landsuppgjör Jóns Thorsteinssens landfógeta vegna kostnaðar landlæknis við kynsjúk- dóma í Húnavatns- og Eyjafjarða- sýslu; hann hafi ferðast og skoðað þá sjúku 31. janúar 1825. Einnig kemur fram hjá Grími að sjúklingarnir í Húnavatnssýslu eru orðnir heilbrigð- ir.25 Samkvæmt skjölum virðist mál- inu hér með vera lokið í Húnavatns- sýslu. Hvað er fransós? Af lestri þessara bréfa og skýrslna læknanna sést að kynsjúkdómurinn sem upp kom í Húnavatnssýslu var bæði forstig af sárasótt (syphilis) og oddvörtur og eru þetta tvö afbrigði af kynsjúkdómum. Hér áður fyrr var þessi kynsjúkdómur kallaður fransós, nafnagiftin tengist hugmyndum manna um frelsi í ástum meðal Frakka. Oftast hafa kynsjúkdómar trúlega borist hingað til lands með sjómönnum, líklegast er þó að kyn- sjúkdóminn í Húnavatnssýslu árið 1824 megi rekja til herra Stiesen. Þó eru þetta aðeins getgátur. í bók Claude Quétel History of Syphilis kemur fram að í kringum 1800 vissu menn mjög lítið um eðli sárasóttar og töldu jafnvel að sárasótt SAGNIR 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.