Sagnir - 01.06.1992, Síða 43

Sagnir - 01.06.1992, Síða 43
Það hefur vakið athygli manna að Kólumbus skuli tala um að munur flóðs og §öru hér við land geti orðið 26 faðmar. Þetta eru rúmir 15 metrar (1 Genúa-faðmur = 0,6 metrar) og stenst því engan veginn þar sem mestur munur sjávarfalla hér við land er aðeins 4,61 metri .2'1 Aftur á móti eru sjávarföll með því mesta sem ger- ist í heiminum við Bristol. Þar getur munað heilum 14,6 metrum á flóði og fjöru eða rúinum 25 Genúa-föðm- um.24 Því má ætla að Kólumbus, sem var frá Miðjarðarhafmu þar sem varla gætir munar á flóði og fjöru, hafi heillast af sjávarföllum hér við land en þar sem hann gerði engar mæling- ar hafi hann heimfært tölurnar frá Bristol yfir á Island. Það verður líka að taka með í reikninginn að Kólum- bus kynntist fyrst Qörðum hér við land en oft virkar munur flóðs og Qöru meiri í fjarðarbotnum en annars staðar./ Norðurströnd Islands er ekki á 63°n.br. heldur 73°n.br., segir Kól- umbus. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem við höfum nú virðist hér vera um töluverða skekkju að ræða. En hvernig er hún til komin? Taviani telur að þar sem Kólumbus var alls óreyndur í meðferð siglingatækja og hvorki hann né enskir sjómenn þessa tíma kunnu að nota mælitæki eins og kvaðrant hafi hann aðeins reynt að slá á fjarlægðina milli Englands og ís- lands.25 í Portúgal, síðar á ævinni, lærði Kólumbus að samkvæmt korti Ptolemeusar náði England norður að 62°. Samkvæmt sömu mælingum átti norðurströnd Thule að vera á 63°n.br. en þegar Kólumbus reyndi þetta sjálfur hefur hann siglt framhjá írlandi sem nær samkvæmt þessum mælingum til 61°n.br. Hann hefur síðan bætt 720 mílum, eða 12 stigum við 61° og fengið út 73°.26 En það verður einnig að hafa í huga að við útreikninga sína studdist Kólumbus við mælieininguna „league" en ekki sjómílur. „League" eða míla (1475 metrar) er upphaflega ættuð frá Rómverjum en skipti síðar um ríkisfang og varð spænsk. Samkvæmt útreikningum Kólumbusar voru 56,7 rómverskar mílur eða tæplega 83 km í einni breiddargráðu við miðbaug.27 Nú á tímum þykir aftur á móti fullsannað að í breiddargráðunni séu 60 sjómflur eða 111 kflómetrar (1 sjómfla = 1852 m). Kólumbus vanmat því ummál jarðar um 25 af hundraði. Sé vega- lengd Kólumbusar snúið yfir í sjó- mflur og þeim bætt við rétta stað- setningu frlands verða staðhæfingar Kólumbusar strax miklu markvissari. Þá skeikar ekki nema rúmlega 1,7° Sankti Kristófer með kristsbarnið. Tákn- rœn samtímamynd sem sýnir Kólumbus Jlytja indíánum fagnaðarboðskapinn. Spán- verjum var mjög ( mun að sýna frá á að Kólumbus hefði farið til Ameríku á þeirra vegum til þess að boða kristna trú. Því reyndu þeir mjög að bœla niður alla vitn- eskju um annað. eða um 193 kflómetrum frá réttri staðsetningu íslands en það er svipuð vegalengd og frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal, svo dæmi sé tekið. Menn hafa mikið velt fyrir sér hvar Kólumbus hafi stigið á land. Taviani telur líklegt að hann hafi lagt að ein- hvers staðar við vesturströndina, þá einna helst í Hafnarfirði, Skerjafirði, Kollafirði eða Hvalfirði. Hann telur þó Hvalfjörð líklegastan sökum þess að þar munar miklu á flóði og íjöru en sjávarföllin munu hafa vakið at- hygli Kólumbus er hann var hér.28 Sigurður Líndal hallast gegn þessu og telur HafnarQörð líklegastan sökum þess að hafskip hættu að koma í Hvalljörð á fyrri hluta 15. aldar.29 Hafi Kólumbus aftur á móti lent í Hvalfirði hafa menn verið að velta fyrir sér hugsanlegum fundi hans og Magnúsar Eyjólfssonar biskups í Skálholti sem samkvæmt annálum var þar á ferð 1477.30 Magnús hafði áður verið ábóti við Helgafellsklaust- ur þar sem ef til vill voru til handrit sem sögðu frá Grænlandssiglingum. Staðfræði Kólumbusar og útreikningar írland fsland f dag er Hjá Kólumbusi í dag Hjá Kólumbusi frland í dag Vegalengd til íslands ísland Hnattstaða Ptólemeus Kólumbus f reynd 61°n.br. 61°n.br. 55°n.br. 63°n.br. 73°n.br. 66,3°n.br. Mælieiningar 1 sjómfla = 1852 m 1 spænsk mfla = 1475 m 1° = 60 sjómflur = 111,12 km var 1° = 56,67 spænskar mflur = 83,6 km Fjarlægðin frá írlandi til íslands 11,3° = 11,3 x 111,12 km = 1333,46 km 12° = 12 x 83,6 km = 1062 km = 573,4 sjómflur= 9,56°. Staðfræði Kólumbusar Rétt staðfræði 55°n.br. 55°n.br. 9,56° 64,56°n.br. 11,3° 66,3°n.br. Skekkja 1,74° SAGNIR 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.