Sagnir - 01.06.1992, Side 86

Sagnir - 01.06.1992, Side 86
var á hlaupum alla nóttina, því bygg- ingin var þriggja hæða. Vaktin byrj- aði klukkan hálfsex og fyrsta verkið var að tæma öll næturgögn sjúklinga og þvo upp úr lýsólblöndu og ræsti- dufti. Því varð að vera lokið fyrir klukkan átta því þá fór dagvaktin. Vaktinni lauk milli átta og hálfníu næsta morgun og síðasta verk á morgnanna var að bera allar hráka- könnur niður í kjallara. Næturvaktir voru 14 nætur í röð líkt og annars staðar.10Á daginn báru nemarnir sjúklingana á börurn út í hraun til að þeir gætu fengið frískt loft og hlupu síðan til þeirra öðru hverju - ef þeir hefðu nú fengið blóðspýting. Lán fyrir kápu Á þriðja ári í náminu sameinaðist „hollið" aftur á Landspítalanum. í bóklegu greinunum var nú kennd hjúkrunarfræði, hjúkrunarsaga, handlæknis- og lyflæknisfræði og lyfjafræði auk sjúkramatreiðslu.11 Á þessu síðasta námsári unnu nemarnir alveg sjálfstætt, leystu hjúkrunarkon- ur af í fríum og sögðu fyrsta árs ne- munum fyrir verkum. Hjúkrunarnemar fengu laun fyrir vinnu sína en þau voru knöpp. Þau héldust nær óbreytt allan fjórða ára- tuginn og voru 30 krónur á mánuði fyrsta árið, 40 krónur annað og 50 krónur hið þriðja. Þrátt fyrir frítt fæði, húsnæði og vinnuföt var oft erfitt að láta enda ná saman. Vinnu- skó og sokka varð að kaupa og ekki má gleyma sjálfum kennslubókun- Hjúkrunarnemar og sjúklingur fyrir framan „leguskálann" á Vífilsstöðum. Stór þáttur í meðfcrð berklasjúklinga var að þeirfengju mikið frískt loft. fræði.7 Ragnheiði F. Svanlaugsdóttur fannst vinnan og námið samtvinnað og „því ekki hægt að segja að vinnu- álag, þótt mikið væri, kæmi niður á námsárangri, þar sem maður lærði við vinnuna. Hins vegar var nraður oft þreyttur sem þá þótd eðlilegt. “8 Hrákadallar og blóðspýtingar Efdr að hafa staðist munnleg og verkleg próf að loknu fyrsta námsár- inu dvöldust nemarnir annað árið á öðrum spítulum en Landspítalanum, oftast hálft ár á hvorum. Á þeim fór fram nær eingöngu verkleg kennsla en læknar viðkomandi spítala áttu líka að fræða stúlkurnar um sjúk- dóma þá sem þar voru til meðhöndl- unar. Hópurinn dreifðist til Akureyr- ar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og á Vífilsstaði, Klepp og Holdsveikra- spítalann í Laugarnesi. Á þessum stöðum kynntust stúlkurnar oft mun erfiðari vinnuaðstæðum en á Land- spítalanum og sjúkdómarnir voru aðrir. Þá var að taka á honum stóra sínum því oft var ekki um margar hjúkrunarkonur að ræða á staðnum. Á sínu öðru ári var Rósa Guð- mundsdóttir á Vífilstaðaspítala þar sem berklasjúklingar voru til nreð- höndlunar. Allt í einu heyrði hún neyðarhringingu frá efstu hæð. Ung- ur maður hafði fengið blóðspýting: Eg stóð ráðalaus, því ég hafði aldrei séð þetta fyrr. Eg hentist í símann og náði í aðstoðarlækninn, Helga Ingvarsson, sem kom að vörmu spori og gerði það senr gera þurfti. Pilturinn var einn af mörg- um menntaskólanemum sem lágu fyrir dauðanunr á Vífilsstöðum.9 Vífilsstaðaspítali var einn af erfiðustu spítulunum. Árið 1936 var Reykja- lundur ekki tekinn til starfa og Víf- ilsstaðir voru yfirfullir af sjúklingum. Næturvaktirnar voru erfiðastar. Einn nenri sá um allan spítalann og Við „leguskálann" á Vífílstöðum. 84 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.