Sagnir - 01.06.1992, Page 38

Sagnir - 01.06.1992, Page 38
steins og Sigmund Freuds á bálinu ásamt bókum flestra þeirra sem á ein- hvern hátt höfðu verið viðriðnir sós- íalíska vinstri hreyfmgu og raunar mannúðarstefnu yfirleitt. Allt skólakerfi Þýskalands var end- urskipulagt í anda nasimans. Sérstök áhersla var lögð á að gera háskólana að verkfæri valdhafanna. Engan mátti ráða til starfa þar nema að undan- genginni sex vikna dvöl í þjálfunar- búðum þar sem nasískir „sérfræðing- ar“ skoðuðu vandlega hugmyndir viðkomandi og almenna skaphöfn og sendu síðan skýrslu um viðkomandi til menntamálaráðuneytisins, en það ákvað hverjir fengu leyfi til að kenna. Allir kennarar á öllum skólastigum urðu að vera í kennarafélögum sem kennd voru við nasisma. (Sbr. Willi- am L. Shirer: The Rise and Fall of the Third Reich, Pan Books 1965, bls. 300 - 319; Samuel Goudsmit: „The Gestapo in Science“ í bókinni The sacred beatle and other great essays irt science, ritstjóri Martin Gardner, Oxford 1985, bls. 351 - 366). Það var því engin skarp- skyggni af minni hálfu að sjá hver verið höfðu örlög ritr- aðarinnar „Fræðileg viðauka- rit við skólaskýrslur Talmud- Tora Gagnfræðaskólans í Hamborg" í háskólabóka- safninu í Hamborg á 4. ára- tug aldarinnar. Eigi að síður fór um mig hrollur þegar ég gerði mér grein fyrir málinu þar sem ég sat með sautján rita samheftinginn á lesstofu Carl von Ossietzky safninu í apríl 1992. Hvílík grimmd. Hvflíkt ofstæki. Hvflík forheimskun. En ég ályktaði sem svo að einhver starfsmaður bókasafnsins hefði bjarg- að þessu riti Freudenbergers um deil- ur Hamborgar við Kristján IV 1630- 1645 frá bálinu með því að láta binda það með 16 „arískum" ritum. Hér var um ágætt fræðirit að ræða. Hún er eftir því sem ég veit best elsta yfirlitið um efnið sem fyrirfinnst og er nær eingöngu byggð á frumheim- ildum. Ljóst er að ýmsir höfundar síðari rita um sama efni hafi haft mik- il not af bók Freudenbergers, þar á meðal Friedrich Carl Rode í ýmsum ritum sínum, til dæmis í „forboðnu bókinni" sem fjallað verður um hér á eftir. Hann hafði þó aldrei fyrirmynd sína í tilvitnanaskrám rita sinna. Það mátti nýta sér nasismann á margvís- legan hátt. Forboðna bókin Styrjaldarsaga Glúckstaðarvirkisins og Neðri Elbu er mikið verk, bæði heftin eru alls rúmar 600 síður. Meg- ináhersla var lögð á 17. og 18. aldirn- ar og er sú saga yfirleitt sæmilega hlutlaus og hefur talsvert heimildar- gildi. í síðari hluta seinna bindis var fjallað um 19. og 20. öldina og þar einkennist umfjöllunin af þýskri þjóðernisstefnu og því meir sem nálgaðist ritunartímabilið sjálft; undir lokin verður bókin nánast lofgerðar- rulla um hermennsku nasistanna. Síðasti kafli styrjaldarsögu Glúckst- aðarvirkisins ber heitið„Der Gross- deutsche Freiheitskrieg 1939 - 1940“ (Stórþýska frelsisstríðið 1939 - 1940). Enn þá einu sinni gegndi Glúckstað því hlutverki að vera mikilvæg flotast- öð í styrjöld. Talin voru upp nöfn liðs- foringja í flotanum á Neðri Elbu og nöfn allra þeirra úr þessum flota sem þá þegar höfðu látið lífið fyrir „leið- togann og ríkið“ (Fiir Fiihrer und Reich). (2. bindi, 299). Nauðsynlegt var fyrir höfundinn að skrifa eitthvað neikvætt um Gyð- inga og kom hann slíkum kafla fyrir í 1. bindinu, bls. 238, í umfjöllun um Norðurlandaófriðinn mikla í upphafi 18. aldar. Bar kaflinn heitið „Gyðing- legir herbirgðasalar". Þar segir meðal annars: „Útvegun birgða fyrir herina var nær eingöngu í höndum Gyð- inga, bæði í Norðurlandaófriðnum og í spánska erfðastríðinu /. . ./ I Danmörku voru birgðasalarnir kall- aðir brauðjúðar/. . ./Þeir voru verð- ugir fyrirrennarar og lærimeistarar afkomenda sinna í styrjöldum síðari tíma. Örugglega hafa Gyðingarnir í Glúckstað einnig fengið sinn hlut af þessari köku“. Um þær mundir sem þessi bók Rodes kom út var, eins og fyrr hefur verið vikið að, verið að flytja Gyð- inga í Glúckstað og Hamborg í fangabúðir og síðar til útrýmingar. Eg kann lítil deili á höfundi styrjaldarsögunnar, F. C. Rode; hið litla sem ég veit er kynning um hann í tímaritinu Die Heimat (Heimabyggðin), sem er mánaðarrit félags til efl- ingar almennum heimabyggð- arrannsóknum í Slesvík - Hol- stein. Greinar eftir hann birtust í flestum mánaðarheftunum á árinu 1950 og þar var hann kynntur sem sjálfstætt starf- andi lögfræðingur í Hamborg. Hann hefur vafalaust verið sannfærður nasisti á sínum tíma þótt hins vegar sé ómögulegt að sjá að hve miklu leyti nasísk sögutúlkun hans er sannfæring hans sjálfs eða að- lögun að ríkjandi ógnarstjórn. En þrátt fyrir augljósan nasisma í ritum hans verður bannið á útláni bókarinnar að teljast kúnstugt fyrirbæri, einkum þeg- ar haft er í huga að ýmsir fræðimenn hafa vitnað í þessa sömu bók af vel- virðingu á eftirstríðsárunum og höf- undurinn sjálfur hélt fræðimennsku sinni áfram óáreittur eftir stríð. Ættfrædi og nasisminn I bók minni, Upp er boðið ísaland. . . (101-102), voru nefndir nokkrir kaup- menn í Hamborg sem tengdust Is- landsverslunni á 18. öld. Ég leitaði ít- arlegra upplýsinga um menn þessa í rannsóknarferð minni, m. a. með því í)eutfcl)eð ®efd)ted)terbud) (t»«nca!c>alfd)itB t^anÉrf'urf) %rih’i)ert|d)*r‘;¥ninltleu). Q3anö 91 (©cí)Ie8toÍ3'l)otfteínifc()c8 ©cfcþlccþterbud) Q3cm6 I). y=i Titill þýsku ættfrœðibókarinnar 1936. 36 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.